Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Síða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Síða 17
TENGDADÓTTIRIN. 13 »Já, þú veist að mér þykir svo vænt um, þegar þú reykir tyrknesku vindlingana, eink- um úti.« »Gúnlher kveikti nú í vindlingnum, hallaði sér svo aftur á bak og sat nokkra stund þegj- andi. Svo leit hann upp og sá, að Margrét tárfeldi. sRað er tóbaksreyknum að kenna,« sagði hún. »Eg þoli hann ekki í augun í dag.» Hann fleygði vindlingnum burtu. »Litli heimskinginn minn — kom þú hér í faðm minn — svona. Og réttu mér hend- ina. Veiztu ekki enn þá, að eg elska þig út af lífinu ?« »Æ, Gúnther, elskarðu mig heitara en alt annað ?« »Eg elska þig meira en alt annað og allar aðrar,« sagði hann hlæjandi og þrýsti Margrétu að brjósti sér. Leðurblökurnar flögruðu milli trjátoppanna. Hvítleita þokan Iagðist upp á loftið, sem ang- aði af ilminum af nýslegnu grasinu. Pað urg- aði í sandinum undan vagnhjólununum og öku- maðurinn hottaði á hestana. Inni í vagninum heyrðist ekkert nema hljóð af innilegum, löngum kossum. IV. KAPÍTULI. Pegar þau komu heim, voru komin bréf til Gúnthers, sém hann varð að svara um hæl. Á meðan hann var að svara bréfunum, fór Margrét niður í saiinn, er vissi út að garðin- um. Par hitti hún fyrir Dossow prest, doktor Jessien og von Berge, sátu þeir þar hjá þeim mæðgum greifafrúnni og Elísabet og drukku te. Doktorinn var í ágætu skapi, Hann var nú að skýra frá sinni skoðun á myndun jarðar- innar og uppruna mannkynsins og hann var svo hugfanginn af þessu efni, að hann veitti því ekki eftirtekt þegar Margrét kom inn. Dok- torinn hélt fram kenningu Darwins og and- mælti presturinn honum við og við með al- vöru og gætni. »Hvernig gengur málið gegnyður,« spurði greifafrúin prestinn til þess að beina samtalinu í aðra átt. »Pér hafið lengi ekki sagt okkur neitt frá því.« »Mér þykir heldur ekki sjálfum neitt skemti- legt um það að tala,« sagði presturinn. »Eg hef fyrir nokkru samið varnarrit og sent það til háskólaráðsins, en nú hefur það kallað mig fyric sig, og þegar eg hef mætt fyrir því, vænti eg þess að útslitanna verði ekki langt að bíða.« »En álítið þér, að það geti komið til mála, að yður verði vikið frá embætti ?« spurði greifa- frúin. »Mér þykir það sennilegast, að mér verði vikið frá embætti,« sagði presturinn. »Eg hef aðeins eina sannfæringu og hún ríður í bága við skoðanir þær, sem nú eru efst á baugi í kirkjunni.« Doktorinn hafði auðsjáanlega búið sig undir nýtt áhlaup. Pað glaðnaði því yfir öll- um, þegar Gúnther nú kom inn og samræð- urnar við það beindust í nýja átt. Von Berge notaði tækifærið til þess að flytja sig til Elísabetar og fara að tala við hana. Mátti sjá, að hann hafði gaman af að tala við hana, og að honum fanst mikið til um, hve skarplega margt var athugað hjá henni. Og oft var hann á annari skoðun en hún, til þess að eins að fá að heyra hana verja sitt mál og heyra málróm hennar, sem var bæði þýður og hreimfagur. Eftir þetta skemtu menn sér ágætlega vel það sem eftir var kvöldsins. Margrét hafði mikla og fagra söngrödd, og bað Elísabet hana um að skemta þeim með söng sínum og söng hún nokkrar þjóðvísur, sem menn höfðu gam- an af. í trjárunnunuin niður við tjörnina heyrðist til næturgalanna, og þegar hún hætti að syngja byrjuðu þeir, eins og þeir væru að svara henni. Allir voru glaðir og ánægðir, en þó var enginn jafnglaður og ánægður og gamli presturinn. »Hann Willy minn hefur líka ljómandi falleg bljóð,« sagði hann við Elísabet. »Pegar hann var lítill, söng hann f kirkjunni og þá

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.