Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 14
10
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Hún tók innilega í hönd Margrétar og bauð
hana velkomna. En Gunther gekk rakléiðis yfir
í hinn enda herbergisins, því að þar hafði hann
komið auga á gamla frænda sinn í rökkrinu
og sagði við hann um leið og hann heilsaði
honum:
»Eg ér kominn hingað til að kynna þér
konuna mína og vænti eg þess, þótt þú ávalt
hafir staðið á öndverðum meið við mig, að
hún sé að þínu skapi.«
Gamli maðurinn svaraði þessu engu, en tók
í hönd Margrétar, horfði lengi á hana og
sagði svo:
íRér eruð of ung til þess að vera gift — alt
of ung. Svo er það nú mín sannfæring, að
aðalsmenn eigi ekki að kvongast konu af borg-
araættum, því eg hef aldrei þekt neitt dæmi
þess, að slíkt hefðí heillaríkar afleiðingar. Retta
hef eg nú út á yður að setja, og eg segi yður
það strax. Eg segi það sem mér býr í brjósti
og ekkert annað. Annars líst mér fremur vel
á yður. En hvað heitið þér?«
»Eg heiti Margrét.«
sRað er ágætt, Margrét setjið þér yður nú
hjá konunni minni og kallið mig frænda eftir-
leiðis.«
»Framvegis ætlar þú að gróðursetja jarð-
eplin þín,« sagði hann í gletni við Gúnther.
»Eg hef sótt um lausn frá herþjónustu og
ætla sjálfur að stjórna jarðeignum mínum.«
»f*ú verður brátt leiður á því. Það fer fyrir
þér eins og föður þínum :— þú þarft ekki að
horfa svona illilega á mig. Við bíðum og sjá-
um hvernig búskapurinn gengur. En hvað segir
konan þín um búskapinn? Ber hún nokkurt
skyn á hænsnarækt, smjörgerð og ostagerð, því
ef bústýrurnar eiga að annast um það, þá verð-
ur hagnaðurinn af búskapnum smávaxinn ?«
Margrét leit örugg til hans og sagði:
»Enn þá hefi eg ekki vit á þessu, frændi,
en eg vil læra það og skal læra það.«
Gamli maðurinn klappaði henni á öxlina
og sagði svo skellihlæjandi:
»Sá iærdómur verður dýr. Heldur þú það
ekki Iíka?« sagði hann og kinkaði kolli fram-
an í konu sfna.
»Allir hafa orðið að borga fyrir þekking-'
una,« svaraði frú von Berge og strauk með
Iófa sínum yfir handarbakið á Margrétu. »Mér
þykir svo gaman að hafa kynst yður, kæra
Margrét,* bætti hún við. Bæði sonur minn
og Elísabet hafa sagt mér svo margt gott um
yður — og Elísabet er svo góð stúlka. Finst
yður það ekki líka?»
Margrét sá, að Gúnther hafði gert of mikið
úr brestum ættarinnar. Frændi hennar vana-
fasti, var ekki nándar nærri eins slæmur og
hún bjóst við og hún óttaðist hann ekki. Gamls
konan var svo góð og ástúðleg, að Margrétu
þótti strax vænt um hana.
Rau röbbuða enn þá saman í rúman hálf-
tíma, og þegar ungu hjónin bjuggust til brott-
farar og ætluðu að fara að kveðja, sagði herra
von Berge við Margrétu:
»Mér þykir ákaflega vænt um, barnið mitt,
að hafa kynst yður. Eg get skílið að þér
hafið verið hálfsmeik við ganila nöldrunar-
segginn hann frænda yðar. Nei. eg vil ekki
heyra neitt hól um mig. Eg er orðinn gamall
maður og vil ekki heyra nein ósannindi. Eg
er viss um, að við verðum brátt góðir vinir.
Komið þér bingað yfir til »Clausthal« eins oft
og yður lystir, litla, ljóshærða töframær.*
Gamli maðurinn fylgdi ungu hjónunum
alveg út að vagninum og dró hann enga dul
á, að honum geðjaðist mjög vel að Mar-
grétu.
»Hvert ætlið þið nú að fara?« spurði hann
Gúnther.
»Til frú von Massow á »Uhlenhorst««.
Von Berge hleypti brúnunum alveg upp í
hársrætur og stóð sem þramulostinn dálitla
stund. Rví næst sagði hann:
»ÆtIarðu að kynna konu þína hálfgeggjaðri
galdranorn ?«
»Barónsfrú von Massow verðskuldar ekki
svona umtal,« sagði Gúnther með þykkju, »og
eg tel það heiður konu minni, að kynnast
henni.«