Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 35
ENDURGJALDIÐ. 31 og hún tautaði: »Eg vildi óska að hann fengi að líða tíu sinnum meira en blessað barnið verður að þola fyrir gapaskap hans.« Hún þagnaði og fanst þá ekki vera rétt að tala svona. Hún var auðvitað þreytt og dálítið æst i skapi, og þvf varð henni að segja meir en hún vildi, hvað svo sem hún hugsaði. Hún lagði handlegginn um hálsinn á móður sinni og hvíslaði: j>Pað er ekki fallegt af mér að tala svona, elsku mamma, og eg finn til þess á eftir, að eg hefði ekki átt að gera það.« »En þú mátt heldur ekki hugsa svona um nokkurn mann.<t Ellimor andvarpaði um leið og hún settist niður og fór að tína hárnálarnar úr hatti sínum. Síminn hringði. Henni datt í hug hvort hún mundi nú þegar verða kölluð aftur til einhvers sjúklings, en stóð þó upp og tók heyrnartólið og svaraði. Hún þekti þegar málróm doktors Belgraves, þegar hann sagði: »Eruð það þér, ungfrú Neilston ? Eg hefi frétt, að þér væruð laus. Eg hefi sjúkling, sem eg svo gjarnan vildi fá yður til að annast, og trúi naumast öðrum fyrir.« Stúlkan gerði enga tilraun til að afsaka sig. Hún dróg sig aldrei í hlé, þegar skyldan og þörfin kölluðu. Pegar hún aftur séri við frá símanum var svipur hennar einbeittur, ákveð- inn og stillilegur. Móðir hennar og systir þektu þennan svip, og vissu þegar hvað hún var ráðin í að gera. II. »Eg er hin nýja hjúkrunarkona,* sagði Ellimor við þjóninn, sem opnaði fyrir henni dyrnar að húsi Roger Kemps. »Er doktor Belgrave farinn ?« »Nei, hann er hér enn þá, eg skal láta hann vita, að þér séuð komnar.« Rjóninn brá sér svo inn í húsið, og kom læknirinn síðan von bráðar úl í forstofuna til hennar. »Pað var ágætt að þér komuð, ungfrú Neil- ston,« sagði hann með venjulegu fumi. «Eg er ávalt ókvíðinn, þegar eg fæ yður til sjúk- linga minna. Hér er vandastarf að eiga við.« Stúlkan hneigði sig. »Ungfrú Hall var farlama af þreytu, svo eg varð að láta hana fara heim til sín. Hér er að vísu ekki svo erfitt starf um að ræða, en þó er mikill vandi að fást við sjúklinginn. Kemp hefir verið ákaflega óvarkár, og honum hefnist nú fyrir það. Augu hans eru nú bil- uð, og hann má enga Ijósglætu sjá nokkra daga. Ekkert áfengi eða tóbak má hann hafa um hönd. Einkum verður þó að forðast að láta hann sjá nokkra birtu. Pað Iakasta er, að hann ávalt hefur vanist því, að fá vilja sínum framgengt, og nú er hann uppstökkur og geðs- munirnir erfiðir. Ef að þér eigi hafið ná- kvæmar gætur á honurn, er- hann vís til að fleigja af sér augnabindinu, þegar hann fær geðofsaköstinn. Hann verður á hverjum degi að vera um tíma í bjartri stofu, en þá verður vandlega að binda fyrir augu hans, og það band má ómögulega af honum taka fyr en hann er aftur kominn inn í myrka stofu. Treystið þér yður tíl að ráða við þennan mann ?« »Já,« sagði Elimor með óbifandi trausti á sjálfri sér. »Einn einast Ijósgeisli getur svift hann sjóninni aila æfi. Pér verðið að lesa fyrir hann, tala við hann og reyna til að halda honum í góðu skapi, og jafnframt hafa nákvæmar gætur á honum. Bera eins mikla umhyggju fyrir hon- um eins og þér berið fyrir henni Iitlu systur yðar.« Elimor hrökk við. »Pér getið reitt yður á mig,« sagði hún. »Er nokkur vökukona til þess að vera hjá hon- um á næturnar?« »Nei, það er ekki nauðsynlegt. Hann sefur vært í myrku herbergi og þjónninn sefur i sama herbergi, en komi eitthvað fyrir, verður kallað á yður. Svo fer eg leiðar minnar. Pér mun- uð finna sjúklinginn í bókasafnsherberginu. Eg kem hingað um dagmálabii á rnorgun.*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.