Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 21
ÚR FJÖTRUNUM. 17 það, ef þér tekst að geyma mig í huga þér, og þá um leið alt það, sem eg hefi reynt að rótfesta í hjarta þínu af því, sem eg veit sann- ast og réttast, þá verði þér ekki hætt, og þá komist þú heill á hófi úr bylgjunum méð fjár- sjóð göfgi og mentunar í sál þinni.« Þau stönzuðu við síðustu orðin. Hermann hljóp upp um hálsinn á móður sinni og vafði hana örmum. Rau mæltu ekki eitt orð, faðmlögin föst og heit sögðu alt, sem þau vildu segja. í þeim var bundin óslökkv- andi og djúp móðurást, sem bað heitt og inni- lega fyrir syninum, og sonarást, sem lofaði í hjarta sínu, að taka helgustu óskir móður sinn- ar upp á arma sína og bera þær fram til sigurs. Hermann stökk á bak án þess að koma í ístaðið og hleypti út grundirnar. Hófatakið lét í eyrum hans eins og sigursöngur riddar- ans, sem fer að heiman í frægðar og vígahug, og kemur heim aftur með fullar hendur fjár og nafn sitt á allra vörum. En Hólmfríður horfði á eftir honum þangað til hann hvarf og tárin glöptu henni sýn. II. . Tæp 4 ár eru liðin. Júlísólin varpaði vermandi geislum inn í herbergi frú Hólmfríðar. Hún sat út við giugg- ann og las í bók. Fáir mundu hafa trúað því, að þetta væri sama konan, sem fylgdi syni sínum á veg fyrir nærfelt fjórum árum, svo mikið hafði henni farið aftur. Hún var orðin snjóhvít fyrir hærum, veiklu- leg útlits og skjálfhent, og augun þrútin og grátdöpur. Yfir svip hennar hvíldi einhver harmblíða og tregi. Orsökin til þess, að þessi ár höfðu skilið eftir svo djúp spor, var sú, að Hermann hafði brugðist því trausti, sem hún bar til hans. Hann kom heim eftir fyrsta veturinn, sem hann var f skólanum, en síðan ekki. Hólm- fríði sýndist þá strax, að hann hafa fjarlægst sig. Ró var það ekki meira en það, að eng- inn annar eygði í þessttm lífsglaða og frjáls- lega unglingi annað en það, sem koinið var í Ijós, meðan hann dvaldi heima. En það var ekki óhultur prófsteinn, því enginn á eins hvass- ar sjónir eins og móðirin, að sjá og greina milli þess, hvort það er gott eða ilt, sem býr í athöfnum og framkomu barnsins hennar, og ekkert eyra er eins hljómnæmt eins og eyra móðurinnar að heyra hvort það er lífshljómur og kraftur manndómsins, sem titrar í rödd þess, eða það er dauðablær og ellimörk iðju- leysingans. Par berast þau skeyti frá sál til sálar, sem blóðtengdirnar einar geta framleitt. Síðan hafði Hólmfríður öðru hvoru fengið bréf frá þeim Hermanni og Rórdísi. Fyrstu bréfin hans voru óslitinn fagnaðar- söngur yfir því, að sitja við fróðleiksbrunninn og teiga þar lífsdrykk þekkingar og sannleika, og full af þakklæti til móðurinnar fyrir að hafa komið honum svona langt áleiðis þrátt fyrir alla örðugleika. En slíkur sigursöngur varaði skamt. Bréfin hans urðu altaf styttri og styttri. Rau voru fyrir löngu hætt að Ijóma af gleði og aðdáun yfir náminu og ást til móður ha'ns. Nú komu þau með margra mánaða millibili, þur og köld, allt það horfið úr þeim, sem Hólmfríður hafði lesið gleðidrukkin og hrifin. Hún fann, að nú voru þau skrifuð til þess að gera afsökun sína, og jafnvel það mundi inn- an skamms taka enda. En bréfin frá Rórdísi voru einlæg. FJar var ekki dregið dulur á neitt. í þeim stóð, að Hermann slægi slöku við lærdóminn, og væri gjálífur og pöróttur. Kennararnir kvörtuðu undan því, að hann æsti og trylti lærisveina, og virtist ekki hugsa um neitt, nema skeinta sér. En það viðurkendu þeir allir, að hann væri gáfaður, líklega gáfaðasti pilturinn í skól- anum, og þessvegna væri ekki tekið eins hart á honum og annars yrði gert. Hvert bréf gekk í gegnum Hólmfríði eins og spjóts-stunga, hver óhamingjufregn eins og eiturdropar í kaleik lífsins. Hún duldi ekki sjálfa sig. þess, að hvert 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.