Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 34
30 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. glóðum sterkur og hugrakkur með óbifanlega og eldheita ákvörðun. Nú fann hann, að hann gat barist fyrir þeirri hugsjón, sem hann hafði yfirgefið, unnið aftur það sem hann hafði mist, og kept fram til þess sigurs, sem móðir hans hafði ætlað honum að ná. Hann stöð upp og reikaði niður. í slofuna, þar sem móðir hans stóð uppi. Hann vissi ekki hvert erindið var, en honum fanst einhver hulinn kraftur draga sig að líkinu. Hann starði um stund á það, svo kraup hann niður við rekkjustokkinn og lyfti sveitadúknum hægt og varlega ofan af andlitinu, eins og hann væri hræddur um að vekja hana og mælti í grát- klökkum róm: »Elsku mamma mín, við lík þitt bið eg Guð að fyrirgefa mér alla þá sorg, sem eg hefi bakað þér, alt það hugarstríð, alla þá hjartakvöl, sem þú hefur liðið mín vegna. Eg veit, að eg þarf ekki að biðja þig fyrirgefning- ar, þú ert búin að því fyrir löngu. Við lík- börur þínar sver eg það, að reynast nú trúr því, sem þú lagðir mér á hjarta, og í nafni þess vinna til kórónu lífsins eða deyja að öðr- um kosti.« Hann hneigði höfuðið og grét í hljóði. Sumarnóttin breiddi vængi sína yfir her- bergið, yfir móðurhjartað, sem hvíldi í faðmi dauðans, og soninn, sem sorginn lyfti og gaf ljós og kraft. Endurgjaldið. I. Hinir skáhöllu geislar haustsólarinnar teygðu sig inn í dagstofuna og féllu á litla stúlku, sem sat bogin og niðurlút í hægindastól. Ellimor kotn inn framan úr fordyrinu og horði með . hluttekningarsvip á stúlkubarnið, sem leit til hennar með þjáningasvip. 3vo gekk Ellimor til systur sinnar og kysti hina fölu kinn hennar. »Nú er eg laus fyrst um sinn, litla Judy« sagði hún. »Verð ef til vill heima hjá þér heila viku, er það ekki ágætt?« Barnið svaraði ekki, en gleðin skein úr augum þess. »Hvernig ertu í bakinu góða mín?« spurði Ellimor. »Eg hef ekki — svo ákaflega mikinn verk í því« stamaði Judy. Pað komu harðneskjudrættir kringum munn- inn á Ellimor, en hún sagði þó ekki annað: »Kom nýji læknirinn hingað í dag?« Judy kinkaði kolli. Ellimor snéri sér við til þess að barnið sæi ekki gremjusvipinn, sem hún gat ekki dulið í hvert sinn, sem henni varð að hugsa til þess hvað það væri sorglegt, ef litla systir hennar skyldi verða kryplingur og hve mjög hún hataði manninn, sem var þess valdandi, að litlar líkur voru til þess að öðru vísi mundi fara. í þessum svifum kom frú Neilston inn úr eldhúsinu. Hún hafði heyrt til eldri dóttur sinnar og kom nú inn og heilsaði henni ástúð- lega og með fögnuði. Ellimor kysti móður sína og mælti: »Nú hafið þið þegar heimt mig heim aftur. Eg hélt ekki að eg mundi losna fyr enð á morgun, en sjúklingurinn. — —« »Ertu ekki dauðþreytt barnið mitt?« spurði móðir hennar. »Ekki svo ákaflega, að orð á sé gerandi« en svo leiddi hún móður sína afsíðis og hvísl- aði: » Hvað sagði doktor Green?« »Hann sagði fremur lilið, ætlar að skoða barnið nánar á morgun,« sagði frúin með al- vörusvip. »En hvað eg hata þennan mann, sem að þessa er valdur« tautaði Ellimor. »Rað máttu ekki, elskan mín, það máttu ekki. Rað er ekki rétt að hata nokkurn mann.« »Er það svo ljótt ?«sagði Elimor, og horfði inn í hin góðmannlegu og kærleiksríku augfl móður sinnar. » Pú ert svo góð og umburð- arlynd mamma, að þú skilur þetta ekki« Svo náði reiðin aftur ýfirtökunum i huga stúlkunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.