Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 19
ÚR FJÖTRUNUM. 15 brigði, sem geta ekki skilið, að það mundi verða reiðarslag á mig, ef eg sæi eg hefði unnið fyrir gíg. En eg vona að það komi ekki fyrir, og það þvf heldur, sem þú hefur sýnt mér forna vináttu í því, að taka drengiun í þitt hús og í umsjá þína. Ætla eg að biðja þig að halda hendi þinni yfir honum eins og þú álítur réttast og bezt, og leiðbeina honum í einu og öðru, því ekki er alt lagt fyrir fæt- ur sextán ára unglings, sem er að byrja göngu sína út í lífið. Eg fjölyrði svo ekki frekar um þetta. Pú þekkir líka nokkuð til þessa máls, svo eg veit þú skilur mig. Eg skrifa þér ekki neitt nánar af sjálfri mér. Par verður Hermann að koma til skjalanna. Líði þér jafnan sem bezt. Pín Hólmfríður Hermannsdóttir.« Hólmfríður viknaði meðan hún var að skrifa bréfið. Pað riíjuðust upp fyrir henni margar beiskar endurminningar, sem legið höfðu gleymd- ar og grafnar i hugskotinu. Hún hallaðist fram á borðið, studdi hönd undir kinn og lét ' hugann reika yfir síðustu tíu árin. Mestu örðugleikarnir byrjuðu með dauða manns hennar, séra Péturs, sem Iét henni eftir það þunga og vandasama starf að ala upp son þeirra 6 ára gamlan. En þetta örðuga starf varð henni sá lífssteinn, sem græddi betur öllu öðru þau sár, sem erfið lífskjör og einstæð- ingiskapur ollu. Þó oft liti út fyrir að öll sund væru að lokast, og alt sýndist reisa sig í fang henni, þá Iét hún ekki hugfallast né hrekjast af þeirri leið, sem hún hafði vaiið sér og stigið inn á með föstum fetum. En eftir allan þennan andróður og mótbyr var hún komin að markinu, sem hún hafði oft og einast efast um að næðist. Pví var hún nú hugklökk bæði af sorg og gleði, gleðinni yfir því að standa sigrandi á hólminum, og sorg- inni af því að líta á, hve þessi sigur hafði orðið henni dýrkeyptur. Eftir nokkra stund harkaði hún af sér. Hún braut bréfið saman og skrifaði utan á til Þórdísar Jónsdóttur. Að því búnu gekk hún upp í herbergi sonar sín. Hún opnaði hljóðlega hurðinn og gekk inn. Sá hún að Hermann svaf enn. Hún stanzaði stundarkorn hjá rúminu, og horfði á son sinn Ljóst, gáfulegt höfuð stóð uppundan sænginni. Augu Hólmfríðar fyltust af tárum. Hún var svo undarlega viðkvæm í dag. Henni datt ósjálf- rátt í hug, að þetta kynni að verða í síðasta sinn, sem hún liti son sinn, sem svaf þarna rólegum svefni unglingsáranna, og vissi ekkert af hugarangri móður sinnar. Hólmfríði fanst í svip, þegar hún stóð þarna augliti til auglitis við þá stund, sem var að skilja hana við það eina, sem hún unni, að það vera óskiljanlega grimmúðlegt af örlögunum að svifta hana þessu eina lífi, sem hún átti og vildi eiga. Pví mátti hann ekki lifa heima hjá henni í ró og friði? En hún rankaði við sér, og mundi eftir því, að hún hafði verið að vinna að þessu um mörg ár, og að þetta var hennar kærasta ósk. Hún beygði sig ofan að sænginni. »Her- mann! Hermann!* Hann hreyfði sig ekki. Hólmfríður kallaði nokkuð hærra og klapp- aði á vangann á honum um leið. »Hermann! Hvaða ósköp sefur þú fast drengur minn!« Hermann glaðvaknaði alt í einu og settist upp í rúminu. En hann gat ekki áttað sig á því, hversvegna móðir hans var að vekja hann svona snemma dags. Hann, sem jafnan mátti sofa langt fram á dag. Móðir hans brosti að honum gegnum tárin. En alt í einu mundi hann eftir því, að hann átti að fara að heiman í dag, leggja í langferð í fyrsta sinni á æfinni, og hvorki meira né minna en í mentaskólann. Hann vatt sér fram úr rúminu í einu stökki. »Þú þarft ekki að hamast eins og líf liggi við,« mælti móðir hans um Ieið og hún rétti honum ferðafötin. »Eg þorði samt ekki ann- að en vekja þig. Pórður er farinn á stað með kofortin þín og bíður eftir þér á Eyrinni. Pú ríður á Sörla niður eftir og Pórður tekur hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.