Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 23
ÚR FJÖTRUNUM. 19 ar lífið tæki mann í bóndabeyjgu að vikna þá, , fyr væri ekki ás'tæða til þess, Regar það hafði komið fyrir nokkrum sinnum, að Hermann vantaði í tíma, boðaði rektor hann á sinn fund og sagði honum, að ef hann héldi þessu áfram, yrði hann að segja sig úr skóla, með þessu háttalagi fengi hann ekki að taka próf. Eg veit ekki um orðaskifti þeirra, en hitt er mér kunnugt, að Hermann mun hafa tekið eitthvað illa í þetta, muu hann ekki hafa þótst standa neitt höllum fæti með lærdóm- sinn. En livað sem um það er, þá sagði rektor honum, að þá væri bezt, að þeir væru þá skildir að fullu, hann hefði fyrir löngu haft næga ástæðu og fult vald til þess að reka hann úr skóla. Héðan af gæti hann því skoð- að sig sem frjálsan og lausan við þau bönd, sem honum findist mentaskólinn leggja á nem- endur sína. Reir skyldu svo og varð fátt um kveðjur. Þegar Hermann kom til sjálfs sín, og fór að hugsa nánara um þetta, mun honum hafa fallið það þungt í bráðina, og harmað sárt hvernig komið var. En því miður stóð sú iðrun ekki lengi. Eftir nokkurn tíma virtist hann vera orðinn jafnglaður og hress, eins og aldrei hefði hlaupið nein snurða á þráðinn. Kæra Hólmfríður mín, eg vona þú takir þessu með stillingu. Það er ekki eins og þetta sé eins dæmi, eða að sonur þinn sé þér tap- aður fyrir fult og alt. Nú, þegar þú færð hann heim, veit eg að þér tekst að draga hann að móðurhjartanu og þá er honum borgið. Hann er í raun og veru góður piltur. líklega alt of góður — ef svo mætti að orði kveða — því þeim er hættast við glapsporunum, sem eiga djúpar og ríkar tilfinningar. Það er í honum einhver hamslaus ástríða og óró, að fást við eitthvað nýtt og óþekt, en beindist nú í þessa átt, sem hann hefur ekki megn til að hætta við. Hann er einn af þessum unglingum — eins og einn skólabróðir hans sagði um hann — sem ekki una sér annarstaðar en í Stormi og straumi. Þar sem gustur lífsins blæs frá öllum hliðuin, og áhrifin frá umhverf- inu eru margbrotnust og mest. Hann var að hugsa um að vera kyr hér í sumar. En eg bað hann, ef hann vildi nokkuð við þig kannast sem móður sína, að fara heim. Eg veit, Hólmfríður, að heitasta og kær- asta ósk þín hefur með þessu beðið það skip- brot, sem þig hefur ekki órað fyrir. En það er hægt að bjargast af skipbroti. Þessvegna vona eg, að þú, sem komið hefur drengnum þínum heilu og höldnu fram á þroskaárin, eigir enn svo mkið þrek, að þér takist að gera hann að þeim manni, sem þú óskar helzt. Með þeirri von og vissu enda eg þetta bréf og bið allra heilla þér og honum. Þín vinkona Þórdís. Bréfið datt úr máttlausum höndunum á Hólmfríði. Slíkt reiðarslag hafði aldrei dunið yfir hana. Hún dró sig að rúminu og hneig út af. Fyrst í stað gat hún ekkert hugsað. Hún gat ekki einusinni grátið, sem hún hafði þó jafnan getað svalað sér á, þegar henni bar ein- hver sorg að höndum. Það dró úr henni allan lífsmátt, líkt og hvert einasta orð í bréf- inu hefði stungist eins og eiturör í hjartastað hennar. Að eins eitt stóð skýrt og Ijóst fyrir henni, eins og orðin væru skráð með loga- letri. Drengurinn er rekinn úr skólanum. Eftir nokkra stund bráði svo af henni, að hún gat hugsað nokkurnveginn ljóst. Hvílík óhemju sorg! Hvílík voðaleg von- brigði! Hvernig stóð á því, að Guð skyldi láta hana lifa þennan dag, að heitasta, bezta og dýrasta óskin hennar var lögð dauð að fótum hennar með ískaldri ró. Guð hjálpi Hermanni! Hvað skyldi hafa blindað augu hans svona ger- samlega. Soninn hennar, sem hún hafði gefið það insta og æðsta af sjálfri sér, og fengið í nesti á lífsveginn alt það, sem hún áleit að yrði honum heilladrýgst og giftusamlegast. Eða var þetta starf hennar, þetta mark og mið, sem hún hafði kept að, svo lítilsvirði, að það 3*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.