Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 30
26 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. landið, þar sem við erum orðin laus við alla þá dýrshvöt og ómensku sem ennþá loðir við okkur.« Meðan Hólmfríður talaði leit Hermann ekki upp, en starði sífelt ofan í bókina, fletti henni og las grein og grein eins og hann vildi helst loka eyrunum fyrir því, sem móðir hans sagði og það kæmi honum ekki vitund við. Ró féll hvert orð á hann eins og svipuhögg. Hverri setningu vissi hann að stefnt var á hann oghve hugsun tilorðin fyrir hann. Aldrei hafði hann heyrt móður sína jafn alvarlega og nú, hann mundi ekki eftir því, að hann hefði nokkurntíma heyrt einsmikinn sann- leiksþunga í orðum hennar. Hann gat ekki litið upp, ekki horft.í þessi rannsakandi augu sem hann fann að hvíldu á sér og sökíu hon- um til botns í hjarta hans. Hólmfríður þagnaði litla stund eins ög hún ætlaðist til að þessi orð sín festu rætur í hug sonar síns, áður en hún tæki til máls aftur. íRú manst að eg mintist áðan á þjófana, þá sem náttúran gefur kraft og vit til þess að vinna sér og öðrum hamingju en byrla sér eiturdrykk nautna og munaðar og stela úr sinni eigin hendi þeim sjóði, sem þeir áttu að borga með lífsþroska sinn. Og ekki nóg með það. Þeir stela líka frá náunganum, sveitinni sinni landinu sínu, þjóðinni sinni, frá öllu mannkyn- inu. Enginn þjófnaður er eins voðalegnr né hefur eins víðtæk áhrif. »Já, barnið milt, það er ekki einn miljónasti af okkur mönnunum, sem gerir eins vel og hann getur og á að gera. »Eða heldurðu að ekkert annað og meira sé meint með öllum þessum sálum, sém fæðast og deyja, annað en að kvikna eins og hræfar- eldur út á eiðimörk, blakta á skari fáein augna- blik og slokna síðan, án þess að hafa lýst eða greitt neinum einasta manni götuna? Heldurðu að ekkert annað og meira búi í þeim krafti, sem líkami og sál á enn að hafa í sig og áum æfina? Jú, annað miklu meira og háleitara. f*að pund, sem við tökum úr lífsins sjóði, er miklu verðmætara en svo að það sé einungis ætlað til þess að borga með nauðysnjar munns og maga. Sá neisti af guðsljósi, sem kveiktur er í sál okkar, er svo skær og á svo mikinn ljóma, að hann getur lýst okkur margfalt lengra í áttina til fullkomnunar en við notum. Öllu þessu ljósi og öllum þessum krafti slítum við, Hermann, og gerum ekkert með. og hvernig heldurðu að mér hafi liðið, þegar eg sá að þú varst að verða einn af þjófunum? Þú, sem og hafði sett alt mitt traust á. Þú, sem eg hafði helgað alt mitt starflíf. Pú, son- ur minn, sem eg hafði óbifanlega trú á, að Iífið græddi á en tapaði ekki. Heldurðu að mér hafi verið rótt um hjartarætur, þegar hvert bréf, bæði frá þér og Þórdísi, færði mér nýja og nýja sönnun um það, að þú varst að hverfa í iðuna, þar sem alt gott og göfugt sekkur og skolast, ef til vill, aldrei upp aftur.« Hermanni fanst hann standa á glóðum. Aldrei hafði svona þungri ásökun verið slengt framan í hann. Aldrei hafði nokkur maður sagt honum sannleikann svona ótvíræð- an og falslaust. Þó var honum ekki Ijóst, hver var insti kjarni þess, sem móðir hans var að tala um, hugsanir hans voru svo sundur- leitar og tvístraðar. Það eitt fann hann og vissi, að það var beiskur og óhrekjanlegur sannleikur. Það hlaut það að vera, úr því móðir hans bar það fram. Svo mikla virðingu og traust hafði hann þó enn þá á móður sinni. sRað er ekki sársaukinn og vonbrigðin, sem þú hefur veitt mér, sem eg vildi benda þér á með þessum orðum mínum,« mælti Hólmfríð- ur ennfremur, »heldur það, hvað þú hefur brotið á móti sjálfum þér og framtíð þinni, og það böl, sem þú hlýtur fyr eða síðar að líða þessvegna. Pví eg er sannfærð um það, barn- ið mitt, að einhvernti'ma sérðu að þú hefur vilst inn á þá refilstigu, sem þú munt hata og fyrir- líta; og ef þessi orð mín gætu orðið til þess> að þú snerir til baka og græfir það gull, sem þú nú hefur týnt, úr jarðvegi framtíðar þinnar, þá hef eg ekki lifað til einskis. »Nú máttu fara út, ef þér sýnist, og skemta þér, eg vona að þú ofbjóðir ekki Sörla.«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.