Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 24
20 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. hefði engan rétt á sér til þess að sigra? Nei, þá var lífsvirðið og manngildið ekki mikils virði, ef ekkert var leggjandi í sölurnar til þess að auka það og bæta. — Eða þetta líf! Móð- irin fyrst og sonurinn svo. Rví var hann ekki ver farinn, en þótt hann væri dauður: þreyttur, veikur og spiltur af slarki, rekinn burt úr skólanum eins og hundur, reittur upp eins og illgresi, sem drægi vöxt og viðgang úr öðrum gróðri, ónýtur og ófáanlegur til alira góðra starfa. Og framtíðin hans! Hvað skyldi verða um hann? Hvað tæki við fyrir honum? Guð hjálpi mér! Guð hjálpi honum! Til hvers var nú alt hennar sirit og stríð í þarfir þess, sem hún hafði álitið sannast, réttast og bezt ? Hvers virði var það nú, að hún var búin að kljúfa straum fátæktar og einstæðingsskapar, þegar hún varð nú að kafa þetta hyldýpi harms og vonbrigða. Þessari hugsun Hólmfríðar brá fyrir í huga hennar eins og leiftri. Rær komu og fóru eins og nákaldir byljir, sem hún gat ekki fest nein- ar höndur á. Þó hugsaði hún og hugsaði, píndi sjálfa sig á því, að renna huganum yfir alt það, sem hún hafði lagt á sig til þess að byggja það, sem hún sá nú að hrunið var til grunna. Fátt er eins átakanlegt og grátlegt eins og það, að sjá a!t í einu lífsstarf manns eyðilagt og einskisvert, sjá alt í einu gengið á því, sem maður hefur fórnað öllum sínum kærleik og afli. Hólmfríður var búin að rótfesta svo í huga sér sigurinn af þessu starfi sínu, sem var henni svona óumræðilega dýrmætt og hjartfólgið, að vissan um ósigurinn laust hana eins og frost- vindur visnandi rós. Oft og tíðum hafði hún setið og dreymt sig inn í allan þann Ijóma og frægð, sem leggja mundi af syni hennar, þegar hann væri búinn að brjótast gegnum það örðugasta og skapa sér háleitt lífsstarf. Henni fanst að sá ljómi múndi endurskína á sér. Ró var það ekki af hégómagirni, að hún óskaði að sonur sinn gæti sér slíka frægð. Hún hafði jafnan brýnt það fyrir honum að frægðin væri einskis virði, hún væri ekkert annað en dauður hjúp- ur utanum nafnið, ef ekki væri unnið til henn- ar í raun og sannleika. Og hún óslcaði eins- kis framar, en að sonur hennar gæti leitt sam- tíð sína lengra fram á leið þroska og fullkomn- unar, og fært henni nýjan og ófundinn sann- leika úr djúpi tilverunnar. Það dró ekkert úr þessum beiska sannleika að hún var búin að fá fregnir öðruhvoru af Hermanni þó það hefði beygt hana og veikt í kyrþey, þá hafði hún altaf talið sér trú um að svona mundi aldrei fara. Til þess væri hún búin að stríða of mikið, til þess væri markmiðið of göfugt. Hún hafði reitt sig á þessa von, hangt í henni eins og drukknandi maður á hálmstrái, með blindri vissu um að hálmstráið mundi halda. Sumardagurinn leið og beið. Geislabreiðan dofnaði í herberginu. Sólin var génginn af suðri á vesturátt og hnígin undir grænmöttluð vesturfjöllin. En Hólmfríður lá eins og dauð í rúminu og hreifðist ekki. Hún starði dauðadöprum aug’um úti í herbergið. Enginn dráttur hreifðist í þessu blíða og göf- uglega andliti. Það var eins og þeir hefðu stirðnað upp í þessari þungu og óvæntu sorg. Alt í einu mundi hún eftir því að þetta óheilla bréf lá á gólfinu. Hún ætlaði að reisa sig upp og ná í það. En hún komst aftur ekki nema upp á olbogan, og hneig aftur niður á koddann. Vinnukonan kom inn í þessari andránni. Hún sá Hólmfríði náföla og dapra í rúm- inu, og bréfið ósamanbrotið á gólfinu. Þórður var búin að geta uin það við hana, að hann grunaði það, að þetta bréf hefði ekki neinar gleðifregnir að flytja, úr því Hermann hefð/ viljað koma því heim á undan sér. Hún skildi hvernig í öllu lá, sá að Þórður hefði haft rét* fyrir sér. »Er þér ilt Hóhnfríður*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.