Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 37
ENDURGJALDIÐ.
33
»Hvað gengur að yður,« spurði Kemp
byrstur.
»Ekki neitt,« svaraði hún og byrjaði aftur,
en hugsunin um hefnd hélt áfram. Rað var
svo afarlétt að koma henni fram, ekki annað
en láta hann vera einan um stund, þá mundi
hann rífa af sér augnaskýlið.
»Ef að þér ekki gætið hans vel,« hafði
læknirinn sagt, «þá rífur hann af sér augna-
bindið, og dálítil Ijósglæta getur svift hann
sjóninni alla æti.«
»Auðvita mundi almenningur segja, að hún
hefði vanrækt að gæta hans nógu.ve), og hún
mundi tapa því áliti, sem hún hafði sem mjög
áreiðanleg hjúkrunarkona, en það skifti hana
litlu. En hitt var athugunarverðara, að hún hafði
sagt lækninum, að hann mætti treysta henni.
Hún hætti aftur að lesa og horfði fast á
Kemp. Hún gat skilið það að ungur ákafamað-
ur mundi verða óþolinmóður að sitja í myrkri
til lengdar. En hún fann ekki til neinar með-
aumkunar. Hún fann freistingu hjá sér til að
gefa honum tækifæri til þess að eyðileggja
framtíð sína, það var hæfileg hefnd.
»Ungfrú Neilston !« hrópaði hann snögglega.
>Já.«
»Eg þoli þelta ekki lengur. Rér verðið að
Ieiða mig inn í dimmu stofuna, annars ríf eg
bindið af mér, eg verð galinn, ef eg á að sitja
með það Iengur.«
»Bíðið við,« sagði hún í skipandi róm.
Hann hafði staðið upp og fálmaði eftir
einhverju til að styðast við. Hún tók um
hönd hans og Ieiddi hann að dyrum, sem hún
þóttist vita að væru fyrir dimma herberginu.
Hún leiddi hann gætilega þar inn og fundu
þau þar stól, sem hann settist í, hann byrjaði
þegar að leysa af sér augnabindið.
»Biðið ofurlítið við,« skipaði hún aftur.
Svo reyndi hún að átta sig á hvernig umhorfs
væri í herberginu við skýmuna gegnum dyrnar
og lokaði þeinr því næst, svo fór hútr til sjúk-
lingsins til þess að hjálpa honutn til að leysa
af sér bindið.
»Látið mig nú gera þetta,« sagði hún og
losaði bindið með sínum mjúku og liðugu
höndum. »En hvað hár hans erþykt og mjúkt,«
hugsaði hún með sjálfri sér.
Kemp andvarpaði feginsamlega og tautaði:
»Rað koma þær stundir, að mér finst eg ekki
geta þoláð þessa meðferð.«
»Herra Kemp,» sagði hún í einbeittum róm.
»F*ér verðið að vera þolinmóður, það er
mjög áríðandi.«
sRoIinmóður,* tók hann upp gremjulega.
»Já, það er betra að vera þolinmóður eina
viku, en — —«
»Eg veit — eg veit hvað þér eigið við,«
sagði hann.
»Hugsið um afleiðingarnar, herra Kemp.
Alt líf yðar — —«
Henni varð orðfall og hún þagnaði. Henni
fanst hún sjá systur sína sitja í stól, bogna í
baki og með þjáningasvip, og hefndargirnin
greip hana aftur, og hún hugsaði sem svo:
»Rví læt eg hann ekki sjálfráðan.« En skyldu-
rækni hennar og sómatilfinning náðu þó þeg-
ar yfirtökunum, og hún sagði við sjálfa sig
svo enginn heyrði:« Nei, eg get það ekki, get
það ekki.«
IV.
Næstu daga reyndi mjög á þolinmæði Eili-
mor. Kemp var keipóttur og ónærgætinn við
hana og erfiður í lund. Hann byrjaði aldrei
á samræðum við hana, en sat þegjandi og stúr-
inn. Hún varð því stöðugt að brjóta heilann
um að finna eitthvert umræðuefni, sem honum
var hugnæmt og hann fékst til að tala um.
Hún lagði því stundum út í að tala um þá
hluti, sem hún hafði sárlitla þekkingu á að
ræða um, og komst hún þá nokkrum sinnum
að því, að hann skemti sér yfir vanþekkingu
hennar á vissum sviðum. En jafnve! það, að
hann skemti sér yfir þekkingarskorti hennar,
varð þó til þess, að stytta honum slundir og
mýkja skap hans, svo hún lét ekki hugfallast,
þótt hann jafnvel skopaðist að henni.
Einn daginn sátu þau þegjandi livort hjá
öðru í dimma herberginu. Hún heyrði að
5