Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 20
16 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. til baka með sér. Eg ætla að láta matinn á borðið meðan þú ert að klæða þig. Hún gekk út úr herberginu. Hermann klæddi sig í einhverri gleðileiðslu. Hann var hár eftir aldri og þrekinn, ennið mikið og hvelft, og augun djúp með einkenni- legum eldi, sem altaf virtist brenna. Hólmfríð- ur hafði oft furðað sig á þessum eldi og get- ið sér margs til yfir hverju hann mundi búa. Hermann hafði snöggar og ákveðnar hreyfing- ar, og af honum öllum andaði einhverjum röskleika, sem sýndi, að hann var til í alt. Regar hann hafði klætt sig, fór hann niður og borðaði. En það var of mikill ferðahugur í honurn til þess, að hann gæti borðað sig saddan, eins og móðir hans margbað hann um. Hugurinn var komínn suður í Reykjavík, flog- inn alla leið á undan honum og búinn að skapa þar heila heima æfintýra og mannrauna, sem biðu hans þegar þangað kæmi. Regar hann þóttist ferðbúinn, var Sörli leiddur í hlað, steingrár og hrausllegur foli, eldfjörugur og rennivakur. Hafði Hermann fengið hann í afmælisgjöf. Rótti þar reiðmað- ur og reiðskjóti hvor öðrum samboðinn, því Hermann hafði orð fyrir að vera mestur hesta- maður í sveitinni, þótt ungur væri. Hólmfríður kom út með Hermanni, ætlaði hún að fylga honum á veg. Hann kvaddi heimilisfólkið, sem fylgt hafði með út; var auðséð, að það saknaði hans af heimilinu. Síðan tók hann tauminn á Sörla og gekk úr hlaði og móðir hans við hlið honum. Reg- ar þau voru kouiin spölkorn niður eftir, tók Hólmfríður til orða með klökkri rödd: >Pú veist, Hermann, til hvers eg hef lifað þessi siðustu tíu ár, og til hvers eg hef barist. Þér er kunnugt um, sonur minn, margt af því, sem eg hefi á mig lagt, til að koma þér þetta áleiðis. Rú mátt ekki taka það svo, barnið mitt. að eg sé að telja það eftir. Pú þekkir mig of vel til þess. Eg hef gert það með gleði, föður þíns, mín og ekki síst þín vegna. En eg hugra, að því kunnugra og minnisstæð- ara, sem þér er alt það strit og stríð, sem þetta hefur kostað okkur, því meiri og sterk- ari hvöt sé það fyrir þig að halda trúlega og óhikað áfram. Nú er komið að þér. Nú get eg ekki Iengur lagt til þeirra mála. En eg veit og vona, að þú ávaxtar þann sjóð, sem eg hefi safnað með veikum kröftum.* Hólmfríður tók í hönd Hermanns, sem gekk niðurlútur við hlð hennar. »Elsku sonur minn, þú ert nú að leggja af stað út í heiminn, burt frá henni móður þinni. Manstu eftir Ciretti og móður hans? Eg hef engin ættarvopn að gefa þér, eins og Grettir þáði af móður sinni við burtför hans, til þess að vinna þér fé og frama með, önnur en þau, sein eg hef reynt að Ieggja þér í hjarta og samvizku frá því þú hafðir vit á. Eg veit að þau verða þér altaf nógu hvöss, ef þú beitir þeim í þarfir þess góða, og þú þurfir þá ekki að koma heim til mín huldu höfði eins og Grettir. Eg mnndi heldur ekki verða eins hetjulega við eins og móðir hans.« Hólmfríður þerði tárin, sem streymdu nið- ur kinnarnar. Hermann leit ekki upp og svaraði engu. En innst inni í honum steig upp rödd, sem hrópaði út í þungbúið haustveðrið, að hann skyldi færa móður sinni eins mikla sól, hlýju og gleði, eins og Gretti fylgdi kuldi, myrkur og sorg, þótt frægur yæri, Eftir stutta þögn mælti Hólmfríður: »það er eitt, sem eg ætla að biðja þig að gleyma aldrei, Hermann, og þó sízt, þegar þú stend- ur á vegamótum góðs og ills, og þig skortir vilja og þrek til þess að velja það rétta. Rað er að muna eftir henni móður þinni, eftir mér, Hermann. Þérfinst þetta ef til vill kát- legt, barnið mitt, þú hugsar sem svo, að þú munir vafalaust jafnan hafa mig í huga þér og aldrei gleyma henni móður þinni. Rað sé óþarfi að biðja þig þessa. En til eru eins góðir unglingar eins og þú,.elsku drengurinn minn, sem gleymt hafa föður og móður, þeg- ar út í glauminn kom og freislingarnar lögðust yfir þá eins og brotnandi öldur. En eg veit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.