Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 26
22 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ar og hvort henni mundi auðnast að afmá þær. Hermann hafði breyst ótrúlega mikið. Hann var orðinn rauður og þrútinn í andliti, og farið að móta fyrir hrukkum á enninu. Aug- un voru daufari, og eldurinn í þeim brunninn að mestu, en það voru komnir bláir baugar undir þeim og þreytudrættir um munninn. Hólmfríði fanst frosthönd lífsins hafa strokið um andlit sonar síns. Hún rauf þögnina. »Loksins ertu kominn heim, Hermann minn, — og á þennan hátt.« Hún andvarpaði við síðustu orðin. »Já, mamma, skeð er skeð; það er þýð- ingarlaust að sakast um orðinn hlut.« Það var kæruleysishreimur í rómnum. »Það veit eg, barnið mitt, en það lítur út fyrir að þú hafir gleymt hversvegna þú fórst ao heiman og hvað þú áttir að sækja og vinna.« Hermann slepti hönd móður sinnar. Hon- um varð órótt. Hann kaus öll önnur umtals- efni fremur en þetta. Ró fann hann það, að fyr eða síðar varð hann að standa reiknings- skap á gerðum sínum, fyr eða síðar varð hann að gera greín fyrir sjóðnum, sem hann átti að ávaxta. Hólmfríður strauk blíðlega um vanga son- ar síns um leið og hún mælti: »Manstu eftir því, sem eg bað þig fyrir, þegar þú kvaddir mig fyrsta lnustið, sem þú fórst í skólann ? Að muna eftir henni móður þinni. Er það nú víst, barnið mitt, að þú hafir aldrei gleymt þessum orðum mínum?» «Eg veit ekki mamma. En satt að segja finst mér, að eg hafi ekki framið neitt ódæði eða unnið til nokkurrar óhelgi þarna suður í Vík. Og hvaða sönnun er fyrir því, að eg hafi átt það skilið, að vera rekinn úr skóla? Getur þú nokkuð sagt um það, matnma, neina eg hafi verið órétti beittur að einhvern hátt ?« sHermann minn, ætlaðurðu þér að komast upp í 5 bekk án þess að taka próf úr 4 bekk ? Eða hvernig stóð á því, að þú komst aðeins þrisvar í skólann eftir að prófið var byrjað ? Var það ekki nóg orsök ásamt öðru fleiru til þess, að þér væri vísað úr skóla?« Hermann varðjárvið og leit undan. Hann bjóst ekki við því, að móður hans væru svona kunnugar allar hans aðfarir. En þá mintist hann bréfsins, sem hann hafði komið með að sunnan og hann vissi að var frá Rórdísi. Hann sá, að ekki var til neins að ætla sér að draga fjöður yfir burtrekstur hans úr skólanum og orsakir hans. »Jæja,« mælti Hólmfríður, þegar Hermann svaraði engu, »Eg vona að þér verði fyrirgefið af þeim, sem vald hefur til þess, hvernig þú hefur farið að að ráði þínu. Eg sé nú, að þú hefur ekki vitað nema að litlu leyti, hve sú hugsun var orðinn mér dýrmæt og hjartfólgin, að þú mundir verða nýtur og góður maður, landi þínu og þjóð til sóma, annars get eg og vil ómögulega trúa því, að þú hefðir bakað mér þessa sorg, og niðurlægt sjálfan þig svona. En nú skulum við ekki tala meira um þetta að sinni, þú ert þreyttur eftir ferðina og þarft að hvíla þig. Eg veit ekki annað en að her- bergið þitt sé með sömu ummerkjum og þeg- ar þú skildir við það, svo þú getur hvilt þig þar. Kofortið þitt eru komin þangað upp.« Hermann stóð þegjandi á fætur. »Viltu kyssa hana móður þína áður en þú ferð, sem tekur svona illa á móti þér, þegar þú kemur heim eftir langan tíma?« Hann kysti móður sína þegjandi og gekk þegjandi út úr herberginu og fram í eldhús, þar drakk hann tvö glös af mjólk. Síðan gekk hann hugsandi upp í herbergi sitt. Honum fanst allra snöggvasf, að það vera svo mikil sorg og svo þung undiralda af ásökun í málrómi og orðum móður sinnar, að hann hlyti að hafa valdið henni sársauka með breytni sinni. En lengra náði iðrun hans ekki. Honum datt ekki í hug, að hann hefði kastað þeim steini á sína eigin götu, sem tepti hann um langan tíma, og hann þyrfti að fórna heilu mannslífi til að ryðja honum úr vegi. En eftir örstutta stund var hann búinn að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.