Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 10
6 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. okkur börnin niður að sjónum í sumar ef —« hún þagnaði og roðnaði út undir eyru. Svo beygði hún sig niður yfir stóra hundiun og klappaði honum á höfuðið. »Eigið þér mörg systkin, greifafrú?* spurði presturinn. »Eg á þrjú — tvo bræður og eina systur. Eldri bróðir minn er tólf ára en sá yngri sjö, og systir mín er mitt á milli drengjanna. Mamma .hefur víst nóg að gera nú, því þeim þótti öllum svo vænt um mig. Einkum »Bassa« — það er yngri bróðir minn. Hann var al- veg óhuggandi. Eg keypti mig lausa,« sagði hún og brosti og tárfeldi í einu, »með því að lofa að senda honum stórt seglskip með rá og reiða og allri áhöfn. En Marko hérna —« hún klappaði nú hundinum á höfuðið — »vildu börnin að færi með mér. Rau sögðu að hann ætti að gæta mín, þegar eg væri komin að heiman.« Rér getið minst liðinna tíma með gleði,« sagði Elísabet. »Rér voruð elzt af systkinum yðar, en hér hefur bróðir minn ávalt verið ein- valdur, og þegar eg var lítil, virti hann mig varla viðlits. Pað var hans skoðun, að maður ætti ekki að taka tillit til kvenfólks. — Pasha bróðir, á eg að brugga þér vínblöndu?« »Pú mátt ekki láta hann drekka meira,« sagði greifafrúin. »Hann hefur vanið sig á þennan óvanda á sjóferðum sínum,« sagði hún við tengdadóttur sína. »En nú vænti eg þess, að henn venji sig af því.« »Eg hef ekki sagt þér, Margrét,« sagði Gunther greifi hlæjandi, »að mamma væntirsér mikils af kvonfangi mínu. Eg neyðist til að hafa hamskifti eins og slanga, til þess að geta sýnt greinilega góðu áhrifin, sem þú hefur á mig.« Presturinn stóð nú upp og sýndi á sér ferðasnið. »Nei, nei, eg má til að fara,« sagði hann, þegar hann var beðinn um að dvelja Iengur. »Madama Wcssel bíður eftir mér heima, og það væri synd að lofa henni ekki að fara að hvíla sig og sofa. — Góða nótt! Góða nótt, Gunther greifi. — Æ, hvar er nú stafurinn minn? — Pakka yður fyrir, Elísabet — Ætli þér ekki að koma bráðum að heimsækja mig?« »Pað er Shakespeare kvöld hjá okkur ann- að kvöld,« sagði Elísabet. »Pað er alveg rétt,« sagði prestur, »og hitt- umst þá öll heil!« Pegar presturinn var farinn sneri greifafrú- in sér að syni sínum og sagði: »Mig langar til að tala nokkur orð við þig, sonur minn.« »Já, mamma,« sagði hann það er einnig margt, sem eg þarf að tala um við þig. Getur þú ekki, Elísabet, vísað Margrétu á herbergin hennar?« »Kæra barn,« sagði greifafrúin, »nú verðið þér að gera yður herbergin að góðu eins og þau eru. Af því okkur var ekki kunnugt um kvonfang Gúnthers fyr en í dag, höíum við ekki haft neinn tíma til að gera neinar breyt- ingar á þeim. En það er þér að kenna, son- ur minn, að ekki hefur verið hægt að taka á móti konu þinni á sómasamlegan hátt.« Margrét roðnaði út undir eyru, og greifinn spratt upp úr sæti sínu og var auðsjáanlega reiður, en hann stilti sig og sagði ekki neitt, heldur beit á vörina. Elísabet smeygði handlegg sínum undir hand- Iegg Margrétar og sagði: »Nú skulum við koma. Og heyrið þér Mar- grét. Nú erum við systur og þúum hvor aðra. — Líttu nú á, hvað þú ert miklu hærri en eg, Eg held þú sért alt að því höfði hærri. En það á vel við, því að bróðir minn er svo hár vexti. Góða nótt, móðir mín. — Góða nótt, Gúnther! Æ, ætlarðu alveg að kreista í sund- ur á mér hendina? — Góða nótt.« Petta vingjarnlega hjal Elísabetar hafði góð áhrif á Margrétu og hún sýndist glöð og ánægð, er hún fór út úr stofunni. Herbergi greifans voru í vinstri álmu hall- arinnar á öðru gólfi og sást þaðan yfir garð- inn og út á hafið. Elísabet leiddi mágkonu sína inn á skrifstofu Gúnthers, sem var há og rúm" góð. Voru þar stórir bókaskápar, svo og vopn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.