Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 48

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 48
44 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. danskra fræðimanna vinnur að riti þessu, og alt sem eg hef séð í því virðist vera áreiðanlegt og vel og skilmerkilega samið. Alt sem er um ísland, t. d. Akureyri, í fyrsta bindinu, eralveg nákvæmlega rjett eins og nú er. Pegar bókin er búin, gera þeir ráð fyrir að láta fylgja henni aukabindi með myndutn og kortum um Norð- urálfuófriðinn mikla, því að annars yrði hann þar allur í molum. Fjögur bindin eru þegar út komin. Búist er við að 4 — 5 bindi komi út á ári, svo að út- gáfunni verðnr lokið á 3 — 4 árum- Bók'n fæst í tvennskonar bandi, og er hvorttveggja sterkt skrautband. Annað sértingsband en hitt með skinni á kili og bæði með mikilli gyllingu. í póstkröfu kostar hvert bindi kr. 3,75 í sért- ingsbandi, en kr. 4,05 í skinnbandinu. í gegn- um bókaverzlanir kosta bindin um 7 kr. hvert. Eg vildi fastlega ráða ungum mönnum, er vilja fá góðan og hentugan og ódýran veg til almennrar mentunar, að kaupa verk þetta. Hver sem girnist það ,þarf ekki annað en láta mig vita það með bréfmiða, og skal eg þá sjá um að þeim verði send bókin hið allra fyrsta upp á póstkröfu. Taka þarf fram í hverju bandinu bókin á að vera. Eg er þess viss, að enginn sér eftir því kaupi. J. J- „Ekki er nú svo sem það sé það“ Hann mætti henni á myrkum stað og mælti: »Er þetta elskan mín?« »Ekki’ er nú svo sem það sé það, það er bara konan þín.« Jön Runólfsson. Lausavísubálkur Nýrra Kvöldvaka. i. Skagfirzkir heimagangar. Safnað hefur Margeir Jónsson. Eftir Baldvin skálda Jónsson er til margt af góðum lausavísum; nokkrum ágætum. Lög- berg flutti dálítið hrafl af kveðskap hans, en flest af því var afbakað, og fárra atvika þeirra getið, sem stökurnar voru tengdar við. Eg hefi verið svo heppinn, að ná í allmikið kvæða- safn eftir Baldvin teknu eftir hans eigin hand- riti, og má því álíta, að rétt sé farið með það, sem þar er. Á Baldvin skálda sannaðist orðtækið að annað sé »gæfa en gjörfuleiki.* Hann var gáf- aður með afbrigðum., bókftinn vel, og hrað- kvæður mjög, svo opt mælti hann af munni fram. En ærið þótti hann hneigður til öls og ásta. Dregur hann enga dul á það í vísum sínum, hversu léttur hann er í spori að lindum Bakkusar t. d. í þessari stöku: Illan hleyp eg út á stig, öls þar greipast skálin; og nú steypi eg staupi í mig. sturlast keipótt sálin. Enda hafa fleiri en Baldvin beygt kné sín fyrir konungi þeim. Og ekki fer hann betur í baráttunni við blá augu og brosmildar varir, ef ráða má nokkuð af þessu erindi: Hófs á vart eg stefni stig; stundum kvarta verður. Flaskan svarta sigrar mig seims- og bjarta Gerður. Baldvin var alla æfi sína fátækur; lengst af var hann í sumarvistum og lausamaður á vetr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.