Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 42
38 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. kappi að því, að ransaka öll slík fyrirbrigði. Menn rgeta nú lesið skýrslur sálarrannsókna- félagsins breska. í þeim er hægt að fá allrík- ar sannanir fyrir því, að framliðnir menn hafi birst eða lifi eftir dauðann. En svo geta menn líka lesið frásögur þær, er ýmsir merkir menn hafa safnað, t. d. bók eina eftir Mr. Stead, er heitir: Real Ghost Stories— þ. e. »sannar svipa- sögur«, eða rit frakkneska stjörnufræðingsins, Camille Flammarions L’ Inconnu — þ. e. »hið óþekta«. Og eg trúi ekki öðru, en að menn geti fengið í ritum þessum ábyggilegar sannanir fyrir framhaldi lífsins eftir dauðann, og komist fafnvel að þeirri niðurstöðu, að það sé ekki svo ýkja sjaldgæft, að framliðnir menn hafi birst; ekki aðeins einhverntíma í fyrndinni, og í fjarlægum löndum, heldur beinlínis nú á vor- um dögum. Framliðnir menn hafa birst körl- um og konum, sem eru enn á lífi, og vér get- um fundið, spurt spjörunum úr, og fengið ó- yggjandi sannanir fyrir sannleiksgildi frásagnanna. En svo er til önnur leið til þess að afla sér sannana fyrir lífinu eftir dauðann. Menn geta kynt sér aðferðir sambandstrúarmanna. Eg veit að sumir hugsa sem svo, að á því sé Iítið að græða, þær séu ekki annað en svik og prettir. En það vill nú svo vel til, að eg get borið vitni um hið gagnstæða. Eg veit vel að svik og prettir geta átt sér stað, og meira að segja, hafa átt sér stað, með þeim eins og svo mörg- um öðrum; en eg þori hiklaust að fullyrða, að ef menn beita aðferðum þeirra, til þess að kom- ast í samband við annan heim, geta þeir — ef þá skortir hvorki tíma né þolinmæði — gengið úr skugga um, hvort til er líf eftir dauðann. En svo geta menn líka kynt sér rit sambands- trúarmanna. Ró mun flestum reynast affara- sælla að rannsaka sjálfir og styðjast sem minst við sögusögn annara manna. Sumir segja að þeii- hafi hvorki tíma né löngun til þess að liggja yfir því að ransaka þau fyrirbrigði, sem gerast á tilraunafundum sambandstrúarmanna. Og það er þá ekkert við því að gera. Hitt er annað mál, að þeir hinir sömu eru engir menn til þess að etja vanþekkingu sinni í gegn reynslu- þekkingu þeirra manna, sem hafa haft löngun, tíma og tækifæri til þess að ganga úr skugga um, að hægt er að komast í samband við ann- an heim. En svo er líka til þriðja leiðin; og þá leið velja flestir guðspekisnemendur. Og hún er sú að leggja kapp á að gera sjálfan sig hæfan til þess að sjá og athuga hin æðri tilverustig. Með hverjum manni leynist sem sé sá skynjunarhæfi- leiki er getur gert hann færan um að sjá, það sem vér gætum kailað, út yfir gröf og dauða. En til þess að öðlast þá skynjun verða menn að leggja rækt við hana, hafa sérstakar æfing- ar um hönd. Allmörgum guðspekisnemendum hefir tekist að þroska hjá sér þessa æðri sjón eða skynjun. Rað sem hér fer á eftir, er árangurinn af mín- um eigin ransóknum, eg skýri hér að eins frá því, sem eg hef sjálfur séð og athugað. Eg geri ráð fyrir að mörgum muni þykja þetta allgífur- leg staðhæfing — staðhæfing, sem þeir eiga ekki að venjast að heyra frá ræðustólum þeirra manna, sem fjalla aðallega um eilífðarmálin. Peir segja alloftast: ^Retta kennir kirkjan«; »svo segir hei- lög ritning,« o. s. frv. En þeir verða færri sem segja: »Eg get sjálfur frætt yður um lífið eftir dauðann, því að eg hef sjálfur séð og athugað hinn æðri heim og veit hvað eg segi er eg ræði um slíka hluti.« Vér guðspekingar fræð- um yður um lífið eftir dauðann, en vér styðj- umst ekki við annað en það, sem vér höfum sjálf- ir séð og athugað. Og ef yður væri það mikið kappsmál að fá skygnst inn yfir landamæri ann- ars heims, þá ættuð þér helzt að gera yður hæfa til þess. Vér skýrum yður frá því, sem vér vitum með vissu, en segjum jafnframt: »Ef það sem vér segjum yður, samrýmist ekki skynsemi yðar, þá biðjum vér yður fyrir alla muni að leggja engan trúnað á það, að eins af því að vér segjum það. Rannsakið heldur sjálfir að svo miklu leyti sem yður er fært, og ef þér gerið það, munuð þér einhverntíma komast að raun um, að lífið eltir dauðann er enginn leyndardómur. En svo er að líta á á- rangurinn, er orðið hefir af rannsóknum vorum.«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.