Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Síða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Síða 6
98 NÝJAR KVÖLDVÖKUR en svona«, svaraði hún og horfði út á fjörðinn; »en það er líklega bezt að fara að tygja sig heim«. Þau gengu þegjandi ofan í fjöruna; hann bar hana út í bátinn og þorði ekki að líta upp; svo reri hann út með land- inu án þess að segja orð, en hún sat aft- ur í og raulaði danslag. Þegar þau kvödd- ust, tók hún þétt í hendina á honum og þakkaði honun? fyrir; hann varð því handtaki lifandi feginn. — Það var yfir honum óeirð til kvölds og hann varð and- vaka fram eftir allri nóttu. Dagana á eftir skrapp Guðmundur stundum yfir í búðina. Lína tók honum vinsamlega, en talaði færra en áður. Guð- mundur var á milli vonar og ótta og þorði ekki að ympra á því, sem gerzt hafði úti í hólmanum. Á föstudaginn var Lína óvenju þögul og hæg; Guðmundur hafði ekkert umtals- efni á takteinum nema veðrið. »Eg held það verði bezta veður um helgina«, sagði hann. »Varla þó sjóveður«, svaraði hún dræmt. »En er ekki annars voðalega mn- dælt þarna frammi í dalnum, upp með ánni?« bætti hún við fjörlegar og leit framan í Guðmund. Það lifnaði heldur en ekki yfir honum. »Jú, þar er fallegt, ljómandi fallegt; en þangað er ekki hægt að komast, nema ríð- andi«. »Þú átt enga hesta sjálfur?« »Nei, en eg skal útvega þá, ef þú vilt«, sagði hann himinlifandi glaður; — »á- gætan hest handa þér, ef þú einu sinni vilt. Á eg að gera það?« Jú, — Lína var ekki alveg frá þvi, og nú brosti hún svo sakleysislega til Guð- mundar, að hann gat ekki á sér setið, heldur tók hann utan um hana og kysstx hana inni í miðri búðinni. »Uss — góði, þetta máttu aldrei gera hér inni; það gæti einhver séð það«. Hann þaut út aftur. Hver taug hans var í spenningi og hver æð hans stóð á blístri, en nú vissi hann, að Lína var ekk- ert reið við hann. Allur laugardagurinn gekk í það að út- vega hestana, sem ekki voru valdir af lakari endanum, og á sunnudagsmorgun- inn þöndu þau viljuga gæðinga fram dal- inn. Ferðin varð hin ánægjulegasta og Guðmundur þóttist aldi’ei hafa lifað slík- an dag; Lína var raunar ekki eins leik- andi kát eins og stundum áður, en það fannst honum aðeins bera vott um það, að á bak við léttlyndi hennar og bros dyldist líka heilbrigð alvara, og það gladdi hann því meira. í i’ökkri um kvöldið komu þau framan að. Á götunum sunnan við Búðarlækinn hittu þau Jón Daðason. Guðmundur stöðvaði hestinn og heilsaði Jóni, en Lína hélt áfram. »Þið komið úr reiðtúr, — gaman að ríða út í svona góðu veðri«. »Já, ágætt ferðaveður í dag«. »Og þeir eru farnir að segja sumir, að við megum eiga von á brúðkaupsveizlu í haust«. Guðmundur hló, töluvert íbygginn. »Ætli það? En margt getur nú fyrir komið«, svaraði hann og hélt áfram. Kvöldið eftir vildi Guðmundur endi- lega að Lína kæmi heim að Nausti og heilsaði móður hans. Hún tók því dræmt, sagðist ekki vilja að neitt bæri á kunn- ingsskap þeirra, og sérstaklega yrði hann að gæta þess að vera sem minnst inni í búð hjá sér, þegar Norðmennii'nir væru á ferðinni þar inn frá; þeir væru svo ótta- lega tiltektasamir og vísir til að bera það út. Guðmundur gat auðvitað ekki annað en fallist á þetta, úr því að Lína vildi það. Það var hvort sem var líka nógur tími til að tala um opihberun, hringa og bi’úðkaup. Guðmundur gekk í ljúfum sæludraumx

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.