Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Qupperneq 7

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Qupperneq 7
STAKSTEINAR 99 og lét sig ekkert annað skifta en Línu. —- Hún hafði það til að vera dálítið hnugg- in og stutt í svörum við hann öðru hvoru, en aldrei mælti hún kuldalegt orð. Hann gerði allt til að gleðja hana og skemmta henni og reyndi að grafast fyrir orsakir ógleði hennar. Og smátt og smátt komst hann fyrir það, að hana vanhagaði um ýmislegt smávegis, sem hún gat ekki veitt sér í svipinn, t. d. kjólefni, lífstykki, stíg- vél og þesskonar, — í stuttu máli þetta dót, sem engin ung stúlka getur án verið, ef hún vill ekki líta út eins og slétt og rétt vinnukona. Svo var fyrir að þakka, að Guðmundur hafði þau peningaráð, að hann gat hjálpað Línu um smáupphæðir til þess allra-nauðsynlegasta; hjálpin var látin í té með fúsu geði og þakklætið var einlægt og ynnilegt. Lína kyssti hann í hvert skifti, sem hann vék að henni pen- ingum, svo framarlega sem víst var að enginn sá til; en æfinlega bað hún hann um að láta engan lifandi mann vita um það. í haustkauptíðinni var Guðmundur ráð- inn hjá faktornum, eins og vant var. Fyrst átti hann að fara langt upp í sveit- ir, safna saman markaðsfé og reka það ofan í Voginn til slátrunar; þær ferðir tóku vanalega viku, en eftir það byrjaði slátrunin. Guðmundur tók eftir því, að síðustu dagana, sem hann var heima, var Lína döpm- í bragði og fálát, og það var allra líkast því sem hún hefði enga tóm- stund til að tala við hann. Vel gat hann skilið það, að hún kviði fyrir að sjá af honum þenna tíma, sem hann yrði burtu, en svo voru líka þessir árans Norðmenn allt af að flækjast þar úti og inni; þeir voru að tygja sig til heimferðar með síld- ina og áttu von á skipi einhvern daginn. Samt náði Guðmundur snöggvast tali af Línu kvöldið áður en hann lagði af stað 1 markaðsferðina; hún var ein í búðinni þá stundina. »Þú lætur þér ekki leiðast, elskan mín,« sagði hann. »Ferðu á morgun?« »Já, og verð ekki nema viku í burtu; svo verð eg allt af heima úr því. — Nú verð eg að kveðja þig. Vertu sæl, elskan mín«. Hann tók utan um hana og dró hana fast að sér. »Guð almáttugur! ertu genginn af göflunum, maður?« sagði hún og engdist í fangi hans; »það er ekkert fyrir glugg- anum og Norðmennirnir eru hér allstað- ar!« »Mér er þá sama um alla bannsetta Norðmenn; þeir eru hvort sem er á för- um«, svaraði hann, veik sér ögn til hliðar frá glugganum og marg-kyssti hana á munninn. Hún varpaði öndinni, þegar hann loksins sleppti henni og fór. — Að kvöldi dags, viku síðar, nálgaðist stór fjárhópur kaupstaðinn; það var slát- urfé til faktorsins, og einn rekstrar- manna var Guðmundur frá Nausti'. Hann hlakkaði ódæma-mikið til að koma heim og hitta Línu eftir svo langan skilnað og óþreyja hans óx eftir því sem nær dró kaupstaðnum. Þegar komið var á melana upp undan Sandi, var orðið hálfrokkið, svo að húsin í Voginum sáust óglöggt; en úti á höfninni mótaði fyrir skipi með tveim ljóskerum. Það var að blása tii brottfarar, marga, langa blástra, svo að undir tók í fjöllunum. Og þegar búið var að koma fénu fyrir í réttum og húsum, voru Ijóskerin komin á hreyfingu; skipið var að skríða út í flóann. Við túnfótinn á Neðra-Vogi rakst Guð- mundur á Jón Daðason og heilsaði hon- um. »Voru Norðmennirnir að fara?« spurði Guðmundur. »Já, nú eru þeir allir farnir, — og tóku Línu með«. 13*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.