Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Side 10

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Side 10
102 NÝJAR KVÖLDVÖKUR og setti allt í uppnám. Lilja Rut grét fögrum tárum, Þórarinn bölvaði, svo að heyrðist út á hlað og Sveinbjörg Helga óð á bægslunum til sýslumannsi'ns og var svo óðamála, að hann ætlaði aldrei að geta ráðið í, hvaða ósköp hefðu dunið yf- ir gistihúsið. Fám dögum síðar var Jóni Daðasyni stefnt fyrir sáttanefnd. En hann kom ekki, heldur aðeins þau munnlegu skila- boð heiman úr beykishúsinu, að hann hefði daginn áður lagt af stað eitthvað austur á land. VII. Gæðafólk. í Nausti leið tíminn hægt og seinlega. Guðrún var farin að eldast, svo að í dag- legu tali var hún kölluð Guðrún gamla í Nausti. Guðmundur var orðinn fulltíða maður og talinn meðalmaður til allra verka. Hann stundaði búskap, sjó- mennsku og daglaunavinnu jöfnum hönd- um. Það var sagt um hann, að honum væri sýnt um fjármál og menn þóttust vita, að hann ætti eitthvað töluvert í handraðanum, en ekki flíkaði hann auð- legð sinni og sparneytinn var hann í hví- vetna. Það leyndi sér ekki, að fjármennsk- an lét honum bezt; hann fjölgaði kind- unum eftir því sem ástæður leyfðu og átti nú tólf ær með lömbum. Hann var farinn að svipast eftir hæfilegu jarðnæði fyrir sig, en bæði var það, að slíkt var ekki á boðstólum og svo kunni' hann í aðra röndina vel við að vera eins frjáls allra sinna verka eins og hann var orð- inn, en vera þó bjargálnamaður. Einn morgun í fjórðu viku vetrar voru þau að klæða sig, mæðginin í Nausti. »Það má mikið vera«, sagði Guðrún, »ef hér kemur enginn gestur í dag. Mig dreymdi, að hingað inn til okkar kæmi stór, loðinn, mórauður hundur, sem gekk að rúminu þínu, Guðmundur minn, og lagði hausinn svo vinalega á hnéð á þér; og eg sá ekki betur en að þú klappaðir honum. — Það var svo einstaklega falleg skepna, að hún hlýtur að vera fylgja ein- hvers góðs gests«. Um hádegið kom oddvitinn utan af ströndinni; erindi hans var að vita, hvort þau mæðginin hefðu nokkur tök á því að hýsa um óákveðinn tíma tólf ára gamla stúlku, sem þyrfti að vera undir læknis- hendi vegna eitlabólgu á hálsi. Stúlka þessi var á sveit og varð því oddvitinn að leita henni samastaðar á meðan sár hennar greru; hafði hann gengið fyrir hvers manns dyr í Voginum og leitað fyr- ir sér, en alstaðar var sama viðkvæðið,.. að það væri ekki hægt. Sumir voruí hræddir við slíkan sjúkling, aðrir nenntu ekki að þrengja að sér og að lokum var ekki í annað horn að venda en Naust,. þótt þar væri sízt von til að greitt yrði' úr vandræðunum. Guðrún hlustaði þegjandi á erindið. »Hvað finst þér, mamma«, sagði Guð- mundur; hann var vanastur því að hún réði öllu heima fyrir. »Það er nú vanalegast dvo, að menn séu ekki alveg upp til handa og fóta, þeg- ar sveitarómagi á í hlut, — en sama væri mér þó að stelputötrið fengi að hýrast í fletinu hjá mér um tíma, og nóg gæti hún fengið að borða hjá okkur, tötrið að tarna«. Oddviti var allshugar feginn þessum erindislokum, lofaði góðri borgun og gerði ráð fyrir að' koma með stúlkuna daginn eftir. En um nónbilið kom annar gestur að Nausti. Það var Randver bóndi í Dæld- um, aldraður maður, stór vexti og síð- skeggjaður. Hann hafði oft áður átt skifti við Guðmund, keypt af honum fisk og selt honum búsafurðir; urðu báðir æfinlega vel ásáttir um viðskiftin og

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.