Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Síða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Síða 11
STAKSTEINAR 103 Tlandver hafði vanalega ekki látið sig muna um að sletta einhverju smávegis ofan á, tólgarskildi, smérpundi eða því um líku. Var honum því æfinlega vel tek- ið, þegar hann bar þar að garði. I þetta skifti var Randver mæðulegur á svip og dæsti við, þegar hann settist á rúmið. Kvaðst hann vera í miklum vand- ræðum, því að svo óheppilega hefði viljað til, að Jóhannes sonur hans hefði runnið ■á svelli, dottið og fótbrotnað; læknir segði að brotið væri ekki slæmt, en þó svo, að Jóhannes yrði rúmfastur nokkrar vikur og mundi ekki mega reyna á fót- inn langt fram eftir vetri. »Og nú vantar mig mann til að hirða Téð á beitarhúsunum. Það var Jóhannesar verk, en sjálfur er eg orðinn of mæðinn til þess að ganga á húsin, sérstaklega ef nokkur ófærð er. Og nú er eg kominn, Guðmundur minn, til að grennslast eftir, ■hvort þú getir bent mér á nokkurn mann, sem hugsanlegt væri að fá, þó að ekki 'væri nema fram á Þorrann, því að þá er ■eg vanur að taka féð heim á gjöf fram 'undir páskana«. Guðmundur braut heilann og taldi þá inenn, sem hann þekkti og færir voru um fjárhirðingu, en þeir voru allir fastir. »Það verða vandræði«, sagði Randver, »eg er búinn að reyna alstaðar á bæjun- «m í kring og fékk mann í fáa daga til þess að ganga á húsin rétt á meðan eg væri að leita fyrir mér annarstaðar, svo að þaé er skammgóður vermir«. Guðrúnu þótti mjög fyrir að geta ekki leyst vandræði eins góðs manns og Rand- ver var; hún minntist draumsins um nóttina og þóttist vita, hvers fylgja þar hefði verið á ferð. »Eg held næstum því, Guðmundur«, sagði hún, »að þú ættir að ganga á húsin fyrir Randver, á meðan hann þarf, — svo mikið eigum við honum að þakka fyr ■og síðar«. Uppástunga Guðrúnar kom nokkuð flatt upp á Guðmund. »En ærnar okkar? Og svo yrðir þú al- ein eftir, — það kynni eg varla við«. »Eg er ekkert hrædd um að eg geti ekki hárað í ærnar; því var eg vön á yngri ár- um eystra. Svo kemur stelputötrið til okkar í fyrramálið, og þá yrði eg ekki ein. þenna tíma«. Hvort sem um þetta var talað lengur eða skemur, þá varð niðurstaðan sú, að Guðmundur tæki að sér f jármennskuna í Dældum fyrst um sinn og kæmi þangað eftir tvo daga. Randver var fegnari en frá megi segja, borðaði vel og drakk og reið svo heim á leið. Morguninn eftir var komið með eitla- veiku stúlkuna, jarphærða, grannholda grýtu, sem horfði óttaslegin á ókunna fólkið. En Boggu litlu var tekið svo vin- samlega, að hún var orðin alveg heimavön áður en kvöld var komið. Daginn eftir lagði Guðmundur af stað„ Það var talinn að vera drjúgur fimm tíma gangur að Dældum, í góðu færi. Veður var kyrt og bjart, nokkur snjór á jörðu, en hvergi veruleg ófærð; auk þess var allgóð slóð mestan hluta leiðarinnar. Guð- mundur hafði ekki annað að bera en dá- lítinn fataböggul, sem bundinn var upp á bak honum, svo að honum sóttist leiðin greiðlega. Aldrei hafði hann komið að Dældum, en hann hafði stundum farið skammt þaðan í markaðsferðum á haust- in, svo að hann vissi alveg, hvar bærinn mundi standa. Sunnan við aðalveginn var æði-stór hvylft inn í fjalllendið; voru þar lágar hæðir og dældir á milli; þar hlaut bærinn að vera. Það ætlaði að fara að bregða birtu, þegar hann rakst á hesta- slóð, sem lá út frá aðalslóðinni og stefndi upp í Dældirnar; hann fylgdi henni kipp- korn og sá þá bæinn álengdar. En þá rakst hann allt í einu á kvenmann, sem var að þvo þvott við laug rétt hjá slóð-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.