Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Síða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Síða 15
STAKSTEINAR 107 að hugsa og ef eitthvað kom flatt upp á hann, vai- hann lengi að átta sig á hlut- unum. Þetta hafði allt gerzt á svo skammri stund, að hann vissi varla af því, fyr en allt var um garð gengið. Hann fann að eitthvað mikið hafði við borið, en af því að hann hafði góða samvizku, hátt- aði hann alveg rólegur og svaf vært um nóttina. Morguninn eftir talaði Una lítið og leit ekki framan í Guðrnund; hann bauð henni gleðilega hátíð með handabandi, en þorði ekki heldur að líta framan í hana, — bæði voru feimin. En þegar hann var að fara fram göngin, sagði hún lágt: »Þú kemur ekki rnjög seint heirn i kvöld, — það er jóladagur«. En þann dag dvaldist honum töluvert lengur á beitarhúsunum en vant var. Honum virtist ein ærin haga sér undar- lega og datt í hug að hún væri ef til vill að fá bráðapest; þorði hann því ekki að fara heim, fyr en hann var genginn úr skugga um að svo væri ekki. Það var nokkurt fjúk og dimnit til jarðar, svo að hann varð að fara hægt og gætilega. Þeg- ar hann gekk heim túnið, sá hann að ljós var í skálaglugganum frammi; hann opn- aði bæjardyrnar og stappaði af sér snjón- um. Þá kom Una á móti honum innan úr skálanum. »Ertu loksins kominn?« sagði hún lágt. »Já, eg varð seinni fyrir en eg ætlaði«. Hún gekk hægt að honum, tók með báðum handleggjum um háls honurn — og hallaði höfðinu upp að vanga hans. »Eg var orðin svo hrædd urn þig«, hvíslaði hún; »eg var hrædd um að þú hefðir villst í hríðinni«. »Settir þú ljósið í gluggann til að leið- beina mér?« »Já, eg gat ekkert annað gert«. »Og beiðstu eftir mér frammi í kuld- anum ?« »Já. Veiztu ekki að mér þykir vænt um þig? Mér hefur þótt vænt um þig miklu lengur en þú heldur. — Nú skaltu koma inn og hafa fataskifti og borða«. Svo gengu þau inn í baðstofuna. — Vikuna á milli jóla og nýárs var Guðmundur í nýjum heimi, sem hann hafði ekki þekkt áður, hvorki af umtali né reynd. Þegar hann var heima í Dæld- um var eins og allt legðist á eitt að gera honum lífið eins yndislegt og unnt var, og þegar hann var að heiman, sveif fyrir hugskotssjónum hans stúlkan, sem var að verða miðdepill allra hluta hér á jörð. — Hann var satt að segja steinhissa á, hvernig komið var. Þetta var ekkert líkt eirðarleysinu og þunglyndinu, sem Lilja Rut hafði valdið honum eða kvíðanum og efanum, sem sífelt var að ónáða hann, þegar hann var að elta ólar við skjátuna hana Línu frá Lambhaga. Það var nú eitthvað annað þetta. Ást Unu hafði vakið gagnkvæma tilfinningu í brjósti hans, líkt og þegar blíður andvari vorsins lífg- ar og hressir sólsækið blóm. Hún var vön að taka á móti honum á hverju kvöldi í bæjardyrunum, koma upp að vanga hans og kyssa hann mjúklega, fara með hann inn í baðstofu, hafa plaggaskifti á honum og bera honum mat, — þenna ágæta mat, sem honum þótti beztur af öllu. Hefði einhver hæðinn gárungi séð hve vel Una ól Guðmund, þá hefði hann ef til vill sagt sem svo, að hún þekkti þann sannleika að matarástin væri máttugust og venjulega varanlegust, en af eðlisgáfu sinni vitað, að greiðasta leiðin inn að hjarta Guð- mundar lægi gegnum magann. En slíkt datt hvorugu þeirra í hug; ást þeirra var einlæg, og um nýár voru þau svo harð- trúlofuð, að þar þurfti ekki um að bæta. Gömlu hjónin og Jóhannes tóku þess- um tíðindum eins og þeirra var von og vísa, glöddust með þeim og óskuðu þeim allrar guðs blessunar. Una yngdist hreint 14*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.