Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Side 17

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Side 17
STAKSTEINAR 109 ar sinnar síðustu dagana og byrjaði með angurblíðri röddu: Ein stjarna stóð á himni svo stíflt og ástarhrein; við mér úr himinheiði svo hugðarblítt hún skein. Svo komu erindin tvö um það, þegar hún reikaði út, leitaði stjörnunnar á »víð- um bláloftsrann«, stóð við geisla hennar og þakkaði guði; þá hljómaði söngurinn eins og andvarp, á milli þess sem endur- minningin vakti gleðihreim. En í síðasta >erindinu dró niður með klökkva: En — æ, nú er hún horfin; um allan himininn eg leita’ og leita’, en hvergi þá ljúfu stjörnu finn. Þá opnaðist baðstofuhurðin skyndilega 'Og inn á gólfið kom Guðmundur, rjóður og heitur af ganginum og snjóugur upp á hné. »Ja — eg er hissa! Ertu kominn!« Hún stökk upp um hálsinn á honum og marg-kyssti hann. Svo hafði hún plagga- skifti á honum og bar honum að borða, alveg eins og vant var. Guðmundur dvaldi nokkrar nætur í Dældum. Unu var mjög í mún að taka boði frúarinnar, ekki sízt vegna þess að þá var hún í nánd við Guðmund og gat séð hann daglega. Það tókst að fá stúlku á næsta bæ til að vera í Dældum á meðan Una væri að heiman. — Svo lögðu þau af stað einn morgun inn í Voginn. Una var í Efra-Vogi fram undir kross- messu og undi sér hið bezta. Þetta varð síðasta vinarbragð sýslu- mannsfrúarinnar við fólkið í Nausti. Skömmu eftir það er Una fór þaðan, hnignaði heilsu frúarinnar svo mjög, að hún var flutt til Reykjavíkur og ráðist í •að gera á henni uppskurð. En kraftarnir brugðust; hún dó fám dögum síðar og var jörðuð þar syðra. Þegar Guðmundur frétti lát hennar, fannst honum hann hafa misst aðra móð- ur sína. ■— Um haustið gengu þau í hjónaband Guðmundur og Una. Jóhannes í Dældum, sem var lagtækur smiður, hafði verið hjá Guðmundi hálfs- mánaðar tíma og dubbað upp á hýbýlin í Nausti. Skilrúniið gamla var fært fram- ar, svo að herbergið stækkaði um þriðj- ung; ofn var settur fyrir innan, en elda- vélin færð fram fyrir. Eftir þetta var all- rúmgott og enganveginn óvistlegt í Nausti. — Una tók við húsmóðurstörfun- um og gegndi þeim með sinni vanalegu vandvirkni. Guðmundur var hinn ánægð- asti með lífið og fannst ekkert skorta á hamingju sína. Haustið eftir lagðist Una á sæng og kom hart niður; fæddist henni sonur, sem þegar við fæðinguna var svo ólífvænn, að allir báru kvíða í brjósti um afdrif hans. Og hvernig sem reynt var að hjúkra drengnum, dó hann hálfsmánað- ar gamall. — Foreldrarnir tóku sér son- armissinn mjög nærri; sérstaklega var Una ekki mönnum sinnandi og var lengi að ná sér eftir það áfall. Um nýár var hún orðin frísk, að því er séð varð, en hún var þunglynd og langaði helzt til að hverfa burtu úr Voginum; henni fannst að upp frá þessu mundi hún aldrei geta fest þar yndi eða gleymt sorg sinni. Á einmánuði kom Randver gamli til þeirra og var í öngum sínum. Hann hafði gert ráð fyrir að bregða búi þetta vor og selja jörðina í hendur Jóhannesi syni sín- um. Komið hafði til orða að Jóhannes kvæntist ungri ekkju innan af Strönd, en þegar til kastanna kom, var hann tregur til þess og langaði þar á ofan ekkert til að búa; vildi heldur vera laus og stunda smíðar og barnakennslu, sem lét honum

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.