Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Page 18
110
NyJAR KVÖLDVÖKUR
mjög vel. Randver hafði lagt mjög að
syni sínum, en um leið og Jóhannes var
einstakur skapstillingarmaður, var hann
næstum því ósveigjanlegur, ef hann tók
eitthvað í sig, svo að ekki varð að gert.
»Nú er eg orðinn svo gamall og slit-
inn«, sagði Randver, »að eg treysti mér
ekki til að vera við bú lengur«.
»En við Guðmundur getum tekið jörð-
ina«, sagði Una með ákefð.
»Það er nú einmitt það, sem eg vildi
tala um við ykkur«, svaraði Randver;
»en eg var hræddur um að ykkur mundi
þykja þröngt í bænum, ef þið flyttuð
þangað f j ögur, og svo yrðum við gömlu
hjónin í húsinu, því að Jóhannes vill um-
fram allt hafa sína bækistöð áfram í litla
húsinu«.
»Ætli megi ekki komast af með það?«
sagði Una; »eg held það væri þá hægt að
stækka ögn baðstofuna, ef okkur fynnd-
ist alt of þröngt, — eða hvað finnst þér
Guðmundur?«
Guðmund var fyrir löngu farið að
langa í bújörð og þótti þetta fýsilegt, svo
að áður en kvöld var komið var það af-
ráðið að þau flyttu öll að Dældum í næstu
fardögum.
Sama vorið, sem Guðmundur flutti að
Dældum, hætti sýslumaður búskap í
Efra-Vogi — og byggði öðrum jörðina;
var hann orðinn stórríkur maður og var
farinn að þrá náðugri daga. Keypti hann
byggingar þær, er Guðmundur átti 1
Nausti og voru báðir ánægðir. Guðmund-
ur kvaddi sýslumann daginn, sem hann
fór.
»Nú byrjar þú, þegar eg hætti«, sagði
sýslumaður og brosti.
»Það er nú hætt við að munur verði á«,
svaraði Guðmundur; »það yrði erfitt að
feta í yðar fótspor«.
»Ojæja«, svaraði sýslumaður, »það get-
ur líka meira en svo verið að það væri
betra fyrir þig að þurfa ekki að feta í
mín fótspor. Það var hvorki vegna bú-
skaparins sjálfs né vegna auragirndar,.
sem eg bjó stórt, heldur miklu fremur til
þess að geta gleymt líðandi stund. — En
nú er það stríðið á enda«.
Guðmundur skildi, hvað sýslumaður
fór; dótturmissirinn og vanheilsa frúar-
innar hafði komið meira við þenna stillta
mann en margur hugði.
»Ef svo færi, Guðmundur, að þig van-
hagaði einhverntíma um peninga í svip«,
bætti sýslumaður við, »þá láttu mig vita,.
áður en þú leitar til annara. — Eg held,
að þér séu vel lánandi peningar«.
Guðmundur var upp með sér af trausti
sýslumanns, þakkaði honum ynnilega all-
ar auðsýndar velgerðir og fór leiðar
sinnar.
VIII.
Hausthéla.
Guðmundur og Una hafa búið tíu ár í
Dældum, þegar hér er komið sögu. Þeini
hefur búnast vel, aldrei orðið fyrir ó-
höppum og allt af bætt við sig fremur en
hitt. Ekki hefur þeim orðið fleiri barna
auðið, og það er það eina mótlæti, sem
Una hefur ekki getað sætt sig við; það
hefur valdið henni margri andvökunótt,
en hún hefur ekki haft orð á því við aðra.
Gömlu hjónin eru dáin, en Guðrún er
enn furðu ern, er á fótum alla daga, rær
á rúmi sínu og dundar við tóskap. — Jó-
hannes hefur talið sér heimili í Dældum
þessi ár, en sjaldan verið heima, heldur
við smíðar úti um sveitir. -— Bogga er
orðin fullorðin stúlka og hefur gengið í
hjónaband á þessu vori, gift bóndasynl
inni á Strönd.
Það hefur verið föst regla Guðmundar
að taka á hverju sumri kaupakonu allan
sláttinn og dreng um fermingu til snún-
inga.
Þetta sumar, sem hér um ræðir, hafði