Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Side 20

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Side 20
112 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hugasamur um veiðiskapinn. Þegar hej'p- skapurinn var á enda um fyrstu göngur, var hann orðinn í góðu meðallagi. Eins og fyr er getið, var Borga ráðin til veturnátta. Unu líkaði vel við hana því að Borga var henni þæg og skapgóð var hún líka. Eftir göngurnar fór að bera á lasleika í Borgu og jókst hann svo, að Unu fannst full ástæða til að hún leitaði læknis; kom hún því að máli við Guð- mund eitt kvöld og mælti: »Eg held þú megir til að láta hana Borgu fara með þér í kaupstaðinn í fyrra málið; hún er svo lasin, þessi aumingi, að mér er ekki farið að standa á sama. Þarna borðar hún ekki neitt og kvartar einlægt um fyrir bringspölunum. Iiún hefur unnið okkur svo vel í sumar, að við ættum að láta okkur farast vel við hana, aumingja stráið. Ef þetta væri nú maga- sár eða eitthvað vont, þá væri ekki gam- an að hafa það á samvizkunni að hafa ekki leitað læknis í tíma«. Guðmundur var Unu alveg sammála og morguninn eftir tygjaði Borga sig til kaupstaðarferðar með honum. Fóru þau af stað tímanlega dags, með tvo hesta undir reiðingi. Sólskin var um daginn og sterkjuhiti, en jafnskjótt sem sólsett var, kom tölu- vert frost og um kvöldið hélaði jörð. Það var blækyrt, tungl var í fyllingu á skaf- heiðum himni, svo að bjart var næstum því eins og um dag. — Una bjóst við bónda sínum um háttatíma og af því að hugur hennar var oftast nær hjá honum, þegar hann var fjarverandi, fór hún út að afloknum kvöldverkum til þess að vita, hvort hún sæi nokkuð til hans. Þegar hún kom út á hlaðið, varð hún svo heilluð af fegurð himins og jarðar, að hún vissi' ekkert af, fyr en hún var farin að syngja: Vor er inndælt, eg það veit, þá ástar kveður raustin; en ekkert fegra’ á fold eg leit en fagurt kvöld á haustin. Það gaf líka á að líta, hveii; sem hún sneri sér! Hvar sem vatns-seitla var í nánd, þá glitraði hún eins og gullið gló- andi í geislum mánans, hvert strá var loðið og silfurhvítt af hélu; þegar gengið var, skrjáfaði í hverju spori og hljómaði líkt og óteljandi bjöllur í fjarska. Þótt frost væri töluvert, fann Una ekkert til kulda í blækyrðinni og gat ekki fengið af sér að fara inn aftur. — Skelfing þótti henni vænt um Dældir! Hvergi gat verið eins yndislegt að búa og einmitt þarl Hún mátti sannarlega vera guði þakklát, sem gefið hafði henni þenna bústað, gott bú og góðan eiginmann, — því bar sízt að gleyma; — aðeins þetta eina, sem frá henni hafði verið tekið, það var eina ó- bætanlega sorgin hennar. Hún heyrði hest frísa, leit út göturnar og sá eitthvað kvikt á Laugarleitinu. »Já, þarna koma þau«. Þau komu fót fyrir fót utan göturnar, Guðmundur á undan með reiðingshestana í taumi, Borga á eftir; hún var svo sem auðþekkt á ljósbláa klútnum. Nú komu þau að læknum utan við túnfótinn og svo beygðu þau upp í tröðina. Hvaða ósköp var hann Guðmundur á- lútur á liestinum! Það var engu líkara en að hann væri dauðþreyttur maður, sem varla gæti haldið sér vakandi. »Ja, nú er eg hissa! Svei því ef hann Guðmundur minn er ekki kenndur; ja, það er þá nýtt, sem sjaldan skeður; eg held honum sé það þá ekki of gott«. Þau komu hægt og hægt alla leið upp á varpann; bæði voru steinþegjandi. »Verið þið velkomin!« sagði Una glað- lega; »ykkur hefur gengið vel, þið komið svo snemma«. Hún heyrði að Guðmundur svaraði ein- hverju, en svo lágt og óskýrt, að hún

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.