Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Síða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Síða 23
STAKSTEINAR 115 ast son, en misst hann, harmað hann og saknað hans öll þessi ár, sárlangað til að eignast annað barn í hans stað, en ekki orðið þess auðið. — Hún mundi svo vel eftir þessum fáu dögum, sem hann lifði og lá við hjarta hennar, — lítill og veiklulegur, hafði fálmað hálfkrepptum fingrum í brjóst hennar og veinað svo á- takanlega. Stundum hafði hann opnað augun, djúp og dökkblá, mænt þeim dap- urlega til hennar og svo lokað þeim aftur. Enginn gat gert sér í hugarlund, hvað hún hafði tekið út með þessum litla syni og saknað hans sárt, þegar hún hafði orð- ið að sjá honum á bak. ótal sinnum hafði hún legið andvaka, þráð að finna hlýjan barnslíkama við brjóst sér og mjúka handleggi um háls sér, hugsað sig inn í þrá sína, svo að hana dreymdi vakandi að þetta væri svo, en hrokkið upp með tár á kinnum við harðneskju veruleikans. -— Hvað stoðaði að þrá og gráta? örlögin voru miskunnarlaus. — Klukkan sló hálf tvö. Una þurkaði tár af augum sér með lak- horninu. — óskiljanlegt var það, hvað ör- lögin voru dutlungalynd og gerðu sér mikinn mannamun. Sjálfri var henni synjað um heitustu ósk sína, en Borgu var veitt hún, ekki einungis óbeðið, held- ur líka þvert ofan í vilja hennar sjálfrar. Hver gat botnað í slíku ranglæti? Því að ranglæti var það, hvernig sem á það var litið, að Borga færi að eiga barn, — of- urlítið inndælt, ósjálfbjarga barn, sem sýgi brjóst hennar og hvíldi í faðmi henn- ar, — og eiga það með öðrum eins manni og Guðmundi. — Nei, það var ekki til ueins að vera að brjóta heilann urn flókn- ustu ráðgátur tilverunnar. Ritningar- grein úr Helga-kveri var að vaflast fyrir henni: »Mínir vegir eru ekki yðar veg- ir«.... en svo mundi hún ekki meira. Það var slæmt að muna ekki greinina alla, því að þar var líklegast eina lausn- in, sem hún gat vænst. — Klukkan sló tvö. Una bylti sér á bakið og dró andann djúpt. — Borga var öfundsverð; já, víst var hún það. En hvert gat hún farið eins og hún var á sig komin, og gat hún alið upp barn, svo að nokkur mynd væri á? Og mundi hún, einstæðingurinn, geta sýnt barninu þá ást og umhyggju, sem því bar? — Una velti þessum spurning- um fyrir sér á allar hliðar. Og þetta var þó barn Guðmundar, — barn mannsins hennar. Því í ósköpunum fékk hún ekki heldur sjálf að eiga þetta blessað barn? Þá fékk hún svar allt í einu. Það brauzt upp, langt neðan úr vitund hennar, svo ört og ákaflega, að hún fann blóðbylgj- una hlaupa frarn í kinnar sér: Það er ekki Guðmmdi að kenna; það er sjálfri þér að kenna! Hún fann sökina færast yfir á sínar herðar, sára, þunga og misk- unnarlausa. Hvað gat hún gert?« — Klukkan sló hálf þrjú. Guðmundi hafði ekki komið dúr á auga. Hann lá hreyfingarlaus og lézt sofa; hann fann að Una vakti, en þorði ekki fyrir nokkurn mun að yrða á hana. En svo mátti hann til að hósta og hrækja, og þá var ekki urn annað að gera en að rísa snöggvast upp. Una bylti sér á hina hliðina og spyrnti um leið svo fast í gaflinn, að það brakaði í honum. »Vakirðu, Guðmundur?« »Já, eg vaki«. »Hvert ætli Borga geti farið? Á hún nokkurn að?« »Eg held ekki. — Hreppsnefndin yrði sjálfsagt að ráðstafa henni í vetur«. Það varð stundarþögn. »Á hún foreldra þarna uppi í Dölun- um ?« »Nei, þeir eru víst dánir«. 15*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.