Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 23
STAKSTEINAR 115 ast son, en misst hann, harmað hann og saknað hans öll þessi ár, sárlangað til að eignast annað barn í hans stað, en ekki orðið þess auðið. — Hún mundi svo vel eftir þessum fáu dögum, sem hann lifði og lá við hjarta hennar, — lítill og veiklulegur, hafði fálmað hálfkrepptum fingrum í brjóst hennar og veinað svo á- takanlega. Stundum hafði hann opnað augun, djúp og dökkblá, mænt þeim dap- urlega til hennar og svo lokað þeim aftur. Enginn gat gert sér í hugarlund, hvað hún hafði tekið út með þessum litla syni og saknað hans sárt, þegar hún hafði orð- ið að sjá honum á bak. ótal sinnum hafði hún legið andvaka, þráð að finna hlýjan barnslíkama við brjóst sér og mjúka handleggi um háls sér, hugsað sig inn í þrá sína, svo að hana dreymdi vakandi að þetta væri svo, en hrokkið upp með tár á kinnum við harðneskju veruleikans. -— Hvað stoðaði að þrá og gráta? örlögin voru miskunnarlaus. — Klukkan sló hálf tvö. Una þurkaði tár af augum sér með lak- horninu. — óskiljanlegt var það, hvað ör- lögin voru dutlungalynd og gerðu sér mikinn mannamun. Sjálfri var henni synjað um heitustu ósk sína, en Borgu var veitt hún, ekki einungis óbeðið, held- ur líka þvert ofan í vilja hennar sjálfrar. Hver gat botnað í slíku ranglæti? Því að ranglæti var það, hvernig sem á það var litið, að Borga færi að eiga barn, — of- urlítið inndælt, ósjálfbjarga barn, sem sýgi brjóst hennar og hvíldi í faðmi henn- ar, — og eiga það með öðrum eins manni og Guðmundi. — Nei, það var ekki til ueins að vera að brjóta heilann urn flókn- ustu ráðgátur tilverunnar. Ritningar- grein úr Helga-kveri var að vaflast fyrir henni: »Mínir vegir eru ekki yðar veg- ir«.... en svo mundi hún ekki meira. Það var slæmt að muna ekki greinina alla, því að þar var líklegast eina lausn- in, sem hún gat vænst. — Klukkan sló tvö. Una bylti sér á bakið og dró andann djúpt. — Borga var öfundsverð; já, víst var hún það. En hvert gat hún farið eins og hún var á sig komin, og gat hún alið upp barn, svo að nokkur mynd væri á? Og mundi hún, einstæðingurinn, geta sýnt barninu þá ást og umhyggju, sem því bar? — Una velti þessum spurning- um fyrir sér á allar hliðar. Og þetta var þó barn Guðmundar, — barn mannsins hennar. Því í ósköpunum fékk hún ekki heldur sjálf að eiga þetta blessað barn? Þá fékk hún svar allt í einu. Það brauzt upp, langt neðan úr vitund hennar, svo ört og ákaflega, að hún fann blóðbylgj- una hlaupa frarn í kinnar sér: Það er ekki Guðmmdi að kenna; það er sjálfri þér að kenna! Hún fann sökina færast yfir á sínar herðar, sára, þunga og misk- unnarlausa. Hvað gat hún gert?« — Klukkan sló hálf þrjú. Guðmundi hafði ekki komið dúr á auga. Hann lá hreyfingarlaus og lézt sofa; hann fann að Una vakti, en þorði ekki fyrir nokkurn mun að yrða á hana. En svo mátti hann til að hósta og hrækja, og þá var ekki urn annað að gera en að rísa snöggvast upp. Una bylti sér á hina hliðina og spyrnti um leið svo fast í gaflinn, að það brakaði í honum. »Vakirðu, Guðmundur?« »Já, eg vaki«. »Hvert ætli Borga geti farið? Á hún nokkurn að?« »Eg held ekki. — Hreppsnefndin yrði sjálfsagt að ráðstafa henni í vetur«. Það varð stundarþögn. »Á hún foreldra þarna uppi í Dölun- um ?« »Nei, þeir eru víst dánir«. 15*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.