Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Page 25
STAKSTEINAR
117
-'staldraði við á stéttinni og leit til veðurs;
það var að byrja að skyggja og élin voru
að byrgja norðurfj öllin; veðurhljóðið
í'ærðist óðum nær. Hundur Guðmundar,
sem flatmagað hafði við húsvegginn,
stökk allt í einu upp og spángólaði hvað
^eftir annað.
»Þegiðu seppi!«
Hundurinn þagnaði snöggvast, en svo
‘teygði hann trýnið upp aftur og spángól-
•aði lengi. Guðmundur skimaði í sömu átt
•og hundurinn sneri sér; honum datt í
hug, að einhver væri ef til vildi á ferð
norður heiðina gagnvart beitarhúsunum.
Heiðin var ekki fjölfarin orðin, síðan
sýsluvegurinn var lagður utan heiðar, en
þó var það nokkuð algengt, að þeir, sem
leið áttu úr Austurdölum á vetrum, færu
'hana. Heiðin var talin fjögra stunda
gangur, en sex stunda gangur milli bæja.
■Guðmundur horfði lengi yfir í heiðina og
hom loks auga á lítinn, svartan díl, sem
hreyfðist hægt niður stóran fannfláka
uppi undir brún. Þar hlaut að vera mað-
irur á ferð. — Guðmundur ákvað þegar að
bíða mannsins, bæði vegna þess að farið
var að skyggja og útlit var fyrir stórhríð,
og svo þurfti þessi aðkomumaður að fara
yfir Dalsá skammt fyrir neðan beitarhús-
in. Áin var auð eftir hlákuna, en góð ís-
spöng yfir hana aðeins á einum stað.
Það rökkvaði óðum á meðan Guðmund-
ur gekk ofan að ánni; þar settist hann
við stóran stein og beið. Honum taldist
svo til, að ferðamaðurinn mundi koma að
ánni að svo sem hálfum tíma liðnum,
•eftir vegalengdinni að dæma. Það dimmdi
æ því meir sem lengur leið og fór að slíta
snjó úr loftinu, en kyrt var enn þá að
mestu. Guðmundur beið og beið lengi, þar
til er aldimmt var orðið af myrkri og
kafaldi, og var farinn að halda að sér
hefði missýnst, en þá stökk hundurinn
allt í einu upp og gelti og um leið heyrði
hann að gengið var seinum og þungum
skerfum í skriðunni hinumegin við ána.
Hundurinn espaðist þá enn meir og gelti
í ákafa.
»Er nokkur þar?« var kallað dimmum
rómi handan yfir ána.
»Já«, kallaði Guðmundur á móti;
»farðu svolítið lengra út með ánni, þar er
ísspöng yfir hana«.
Guðmundur hljóp út að spönginni og
beið þar komumanns.
»Komdu hérna, spöngin er hérna«.
Eftir litla stund kom maður yfir um
til hans, stór vexti, með tösku mikla
bundna á bak sér.
»Komdu sæll«.
»Komdu sæll«.
Þeir tókust í hendur. Það var svo
dimmt orðið, að þeir sáu ekki hvor fram-
an í annan.
»Hvað heitir maðurinn?« spurði Guð-
mundur.
»Eg heiti Jón«.
»Og kemur hvaðan?«
»Úr Austurdal«.
»Og ætlar hvert?«
»f Sandvog. Er eg á réttri leið ?«
»Já, þú ert það. Ertu annars orðinn
þreyttur?«
»Já, eg er uppgefinn orðinn. Færðin er
afleit sunnan til á heiðinni, svo að eg
varð sveittur og þyrstur í dag og gerði
þá vitleysu að þamba kalt vatn hvað ofan
í annað, en það er eins og það hafi gert
mig alveg máttlausan. Eg held eg megi til
að tylla mér niður«.
Hann settist á þúfu.
»Ert þú frá Dældum?«
»Já, eg er bóndinn í Dældum«.
»Og heitir?«
»Guðmundur«.
Komumaður blés við og þurkaði af sér
svitann.
»Þú ætlar í Voginn, — ertu kunnugur
þar?«