Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Side 29
STAKSTEINAR
121
»Eg held þú ættir að senda hann í skóla,
t. d. gagnfræðaskóla«.
Um þetta töluðu þeir lengi fram og
aftur. Guðmundi þótti þessi uppástunga
íhugunarverð og efni kvaðst hann hafa
nóg til að kosta hann. Una kom inn til
þeirra nokkru seinna og gaf sig inn í tal
þeirra. Hún komst öll á loft, þegar hún
heyrði, hvað þeim bar á góma, og það
kom þeim öllum saman um, að þetta
þyrfti að athuga vel frá öllum hliðum.
Dagana á eftir var rökrætt og bolla-
lagt og að lokum var það ákveðið, að Jón
átti að vera kyr yfir jólin í Dældum, vera
um nýárið hjá frændfóiki sínu í Vogin-
um, koma svo aftur og segja Þorleifi til
fram undir vorið, svo að hann yrði sæmi-
lega búinn undir skólanámið.
Jón kunni mætavel við sig í Dældum.
Þar naut hann friðar og góðrar aðhlynn-
ingar eftir flæking og basl hálfrar æfi
sinnar. Þorleifur og hann urðu mestu
mátar og úr því að Jón var vinur bæði
Guðmundar og Þorleifs, þá var svo sem
ekki að spyrja að því, hvernig Unu var
til hans.
Jón var þar frá nýári og fram á sum-
armál og sagði Þorleifi til. Eftir það tók
hann að sér utanbúðarstörf við verzlun
eina í Voginum.
X.
Lokaþáttur.
Á Þorláksdag, árið eftir, kom Jón Daða-
son að Dældum; hjónin höfðu lagt fast að
honum að vera þar um jólin.
»Nú er koma mín hingað öllu höfðing-
legri en í fyrra«, sagði Jón, þegar hann
hafði heilsað Guðmundi á hlaðinu; »eg er
ríðandi eins og þá, en hef bæði hnakk og
beizli og þarf hvorki að láta teyma undir
mér eða bera mig inn í bæinn«.
»Vertu velkominn«, svaraði Guðmund-
ur og leiddi hann til baðstofu.
Þegar leið á kvöldið, sagði Jón:
»Það er gamall og góður siður að halda
hátíð hins heilaga Þorláks með því að
hressa upp á sálina. Eg hef raunar ein-
sett mér að hætta að drekka, en á hátíð
eins og þessari finnst mér ekkert að því
að gleðjast með góðum vinum. — Ekkert
þykir mér eins gott og whisky-tár í sóda-
vatni; það þarft þú endilega að reyna.
Um daginn, þegar »Lagarfoss« kom á
Voginn, efndi Jón systursonur minn gam-
alt loforð og laumaði að mér einni flösku,
— hann vissi, hvað mér kom, blessaður
drengurinn. Eg tók hana með mér og
nokkrar pelaflöskur af sódavatni. Svo
förum við inn í litla hús og vottum sóma-
karlinum Þorláki virðingu okkar með því
að drekka skál hans«.
Guðmundi þótti gaman að bragða vín,
þótt aldrei drykki hann sig kenndan.
Settust þeir að föngunum og gerðust
skrafhreifnir.
»Hvað er að fi’étta af Þorleifi okkar?«
spurði Jón.
»Hann skrifaði nýlega og lét vel af
skólaverunni; honum þykir gaman að
vera á Akureyri og kann vel við sig þar.
Svo bað hann náttúrlega að heilsa þér«.
»Guð blessi hann! Eg vona að allt snú-
ist honum til hamingju, — þetta er svo
góður drengur«.
Guðmundur var hinn ánægðasti með
skólanám sonar síns, sagði sem var, að
þau hjónin söknuðu hans mikið, en um
það væri ekki að fást, úr því að ástæðurn-
ar krefðust þess.
Þeir dreyptu öðru hvoru á glösunum;
Jón fór að verða rjóður í kinnum og vot-
eygður; hann varð seinmæltari og fast-
mæltari en hann átti að sér.
»Það er nú svona um mig«, sagði hann,
»að vínið losar um böndin í sálu minni.
Þá steðja endurminningarnar að mér,
bæði þær góðu og vondu, og þá sé eg í
16