Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Qupperneq 32

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Qupperneq 32
124 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ving'jarnlegur, þá gekk eg þess samt ekki dulinn, að honum mundi vera í meira lagi kalt til mín. — Þetta var á miðju sumri og kveldin því björt — þannig var albjart kveldið, sem við komum til Canterbury, og allir íbúar borgarinnar voru á stjái úti við, til þess að sjá hertogann — og hertoginn var í sjöunda himni yfir að geta sýnt sig. Menn fögnuðu honum með hollustu ópum, og blönduðu alveg óspart í árnaðaróskirnar tii hans ýmsum slettum til páfatrúar- manna. Mér varð litið á Carford og tók eftir því, að hann hlýddi á, án þess að líta upp, og ósjálfrátt flaug mér í hug, að þess mundi vart langt að bíða, að her- toganum af York bærust boð um, að eng- inn ríkiserfingi hefði fengið hjartanlegri viðtökur í borginni, en Monmouth fékk. Að lokum var hertoginn búinn að fá nóg. Hann tók þá handlegg Carfords og þeir leiddust upp strætið áleiðis til gisti- staðarins. Mér var ekki boðið að fara með þeim, enda var eg, eins og á stóð, á- nægðastur með að fá að fara í dómkirkj- una miklu og dvelja þar um stund. — Ungir menn, sem nýlega hafa beðið skip- brot í ástamálum, þurfa oft öðrum frem- ur á hughreystingu trúarbragðanna að halda, og það var ekki mér en maganum um að kenna, að eg dvaldi ekki lengur í kirkjunni, en eg gerði. Sannleikurinn var sá, að eg var reglulega hungraður eftir ferðina, svo það leið ekki á löngu, áður en eg lagði af stað á eftir hinum í áttina til gistihússins. Iiertoginn og lávarður- inn höfu lokað sig inni, þegar eg kom, svo eg fór beina leið inn í veitingastof- una og bað um mat. Veitingamaðurinn lét mig þá vita, að eg yrði að sitja til borðs með ókunnum manni, sem væri ný- kominn, og lét eg mér það vel líka. Mað- ur þessi virtist hafa komið húsráðanda í hálfgerð vandræði með því framferði sínu, að hann hafði látið sem sér kæmi ekkert við þótt honum væri sagt að sjálf- ur Monmouth hertogi væri einnig gestur í húsinu, og hinn góði veitingamaður var verulega hneykslaður yfir, að gesturinn skyldi ekki láta neina ósk í Ijósi um að sér mætti auðnast að sjá hertogann. Hann hafði tvo fylgdarmenn, en þeir voru því sem næst mállausir — gestgjafinn efað- ist um, að þeir kynnu nokkurt orð í ensku — honum var næst að halda, að allir þeir kumpánar væru franskir. Þegar eg var búinn að heyra alt þetta, gekk eg að borðinu, þar sem hinn ókunni maður sat og heilsaði honum með allri þeirri kurteisi, sem eg átti til.. Maðurinn var á ungum aldri, og eftir því sem eg gat dæmt af ytra útliti hans og ferðaföt- um, virtist mér hann vera maður af heldra tagi. Hann tók kveðju minni vel og vingjarnlega, og brátt vorum við farn- ir að tala saman um ýmislegt. Enskuna talaði hann merkilega vel fanst mér, þar sem ekki gat leikið vafi á að hann væri útlendingur. Á meðan hann talaði lagði hann skamm- byssu á borðið við hliðina á sér, eins og til þess að hafa hana við hendina, og hjá vopninu lagði hann litla tösku úr leðri. — Hann spurði mig á hvaða ferð eg væri. Eg svaraði honum blátt áfram, að eg væri í fylgdarliði hertogans á leið til Dover. — »A-ha — til þess að taka á móti hertogaynjunni af Orléans?« hrópaði hann. — »Eg heyrði getið um för hennar, áður en eg lagði af stað frá Frakklandi. — Koma hennar mun sjálfsagt gleðja Konung ykkar, bróður hennar«. Eg hló og sagði, að það mundi að öllum líkind- um gleðja konunginn meira en manninn hennar, því að sá orðrómur lá á, að hon- um væri nauða illa við, að þurfa að sjá af henni — og henni ekkert síður illa við að þurfa að standa undir eftirliti hans. —• »Ef til vill, er einhver hæfa í því«, svar- aði hann. »Annars er fjarska erfitt, að

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.