Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Side 36
128
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
hertoginn. »Já, yðar hágöfgi«, svaraði eg
og varð nú raeira forviða en nokkru sinni
fyr, þó eg léti ekki á neinu bera — »eg
lauk við að beygja sögnina í öllum per-
sónum eintölu og bætti við: il vient — og
þá var það... en því er eg búinn að segja
frá«. »11 vient\« hrópuðu þeir báðir, her-
toginn og Carford einum munni. »11
vient« endurtók eg með áherzlu og hélt
nú, að þeir væru allir orðnir brjálaðir.
Carford hvíslaði einhverju að hertogan-
um, sem hristi höfuðið og hvíslaði aftur.
Báðir voru augsýnilega mjög órolegir. M.
de Fontelles hafði þagað og verið ólund-
arlegur á svip, á meðan eg sagði hertog-
anum upp alla sögu. Nú starði hann afar
gaumgæfilega á andlit hertogans. Eg
mælti ofur sakleysislega: »Eg skil nú
ekkert í hvernig þessi einföldu og rnein-
lausu orð gátu gert manninn svona alveg
viti sínu fjær; en kannske að yðar há-
göfgi gæti komist að sannleikanum í því
efni.« Carford hvíslaði enn einu sinni, og
hertoginn sneri sér að okkur og mælti:
»Herrar mínir, gerið þið svo vel að sætt-
ast aftur. -— Þetta er ekkert nema
heimska og smámunir, sem þið deilið
um.« M. de Fontelles rétti úr sér og mælti
hátíðlega: »Eg bað þennan herra um að
gefa mér vist loforð, og hann neitaði mér
um það.« Eg rétti þá einnig úr mér og
sagði engu síður hátíðlega: »Og eg bað
þennan herra um að gefa mér vissa skýr-
Ingu, en honum þóknaðist að neita því!«
»Jæja, þá gefur mr. Dal mér heit sitt,«
sagði hertoginn — »eruð þér ánægðan
með það mr. Dal?« »Eg hlýði yðar há-
göfgi í því sem öðru,« svaraði eg og
hneigði mig. »Og þér lofiðþáað nefna við
engan mann neitt um það, sem ykkur M.
de Fontelles hefir farið á milli!« Eins og
yður þóknast,« svaraði eg, »því satt að
segja er mér alveg sama um reiði hans. .
En það var útskýring sú, er mér finst
hann skulda mér...« »Við skulum reyna
að jafna það líka,« mælti hertoginn bros-
andi. -— »M. de Fontelles skýrir málið
fyrir mér.« »Eg er ánægður með það, yð-
ar hágöfgi. En látið þér hann þá koma
með skýringuna!« »Hann skýrir það fyr-
ir mér, Símon — ekki fyrir yður.« Her-
toginn hló, og eg sá að eg hafði gengið í
gildruna, en var samt nógu skynsamur til
þess að láta ekki á neinni óánægju bera,
þrátt fyrir, að eg skal játa, að eg var
ákaflega forvitinn.
Hertoginn lét mig nú skilja, að eg
mætti fara, svo eg hneigði mig og yfirgaf
þá. En satt að segja var eg alt annað en
vel ánægður með úrslitin, þar sem eg varð
að fara, án þess að verða nokkru nær um
leyndarmál það, er eg svo óvænt hafði
hreyft við. — Eg lagði leið mína fram í
eldhúsið og á leiðinni hugsaði eg með
mér: »Mér skjátlast mikið, ef það liggur
ekki í þriðju persónu, því þegar eg sagði:
je viens, tu viens, þá greip hertoginn í
öxlina á mér og hrópaði: »nokkuð meira?«
Eg hafði lagt leið mína í eldhúsið ein-
ungis þess vegna að aðrar dyr stóðu mér
ekki opnar. En þar sátu þá hinir frönsku
fylgdarmenn M. de Fontelles með tóma
flösku á milli sín. Þeir voru talsvert ölv-
aðir. Eg ávarpaði þá á frönsku og bauð
þeim meira vín. Þeir spruttu upp og
hneigðu sig, en eg benti þeim að setjast
aftur og settist sjálfur á milli þeirra, kall-
aði svo á gestgjafann og bað um þrjár
vínflöskur. »Það er eins og menn séu
frekar heima hjá sér, þegar hver hefir
sína flösku«, mælti eg. Og er flöskurnar
komu á borðið urðu þeir bráðlega kátir
og samræðurnar urðu fjörugar. Það
mundi hafa glatt M. de Fontelles, ef hann
hefði heyrt frönsku-kunnáttu mína, þeg'
ar eg nú átti tal við þjóna hans. — Eg
lýsti með mörgum átakanlegum orðum
fyrir þeim öllum þeim hættum, sem altaf
stöðugt umkringdu friðsamlega ferða-
menn á enskum þjóðvegum. »Það er al-