Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Qupperneq 38

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Qupperneq 38
130 NÝJAR KVÖLDVÖKUR því, sem við höfum sagt yður«, svöruðu þeir hlægjandi. »Já, öldungis rétt«, mælti eg, »en eg þykist nú heldur ekki hafa neina guðdómlega spádómsgáfu til að bera — þó ætla eg nú að gizka dálítið meira: Þegar þið komið til sendiherrans, þá mun hann allra fyrst spyrja hin sorg- legu afdrif foringja ykkar, og síðan fær- ið þið honum skilaboðin, sem munu felast í þessum eða þvílíkum orðum...« Eg færði stólinn, sem eg sat á fram á milli þeirra og studdi höndunum á sína hvora öxl þeim. — »Já boðin eru eitthvað á þessa leið — og það er satt, orðin virðast ekki hafa neina sérstaka þýðingu: Je viens«, þeir hrukku við. — »Tu viens«. Þeir göptu. — »11 vient\« hrópaði eg sigri hrósandi. Báðir stólarnir, sem þeir sátu á, flugu aftur á bak frá borðinu, og þeir spruttu á fætur. Á andlitum þeirra stóð afmáluð undrun á hæsta stigi. En eg sat kyr skellihlægjandi af eintómri ánægju yfir að bragð mitt hafði tekist svona vel. Hvað þeir mundu hafa sagt eða gert, get eg ekki vitað, því að í sömu andránni var hurðinni hrundið upp og M. de Fon- telles ruddist inn. Hann hneigði sig kulda- lega fyrir mér og helti úr skálum reiði sinnar yfir menn sína. Hann úthúðaði þeim, kallaði þá fyllirúta og skipaði þeim að dragnast út og líta eftir hestunum, þeir yrðu að sofa í hesthúsinu um nótt- ina, og sjá um að alt væri tilbúið, svo að þeir gætu lagt upp fyrir dögun næsta morgun. Þeir litu til mín um leið og þeir fóru út og eg skildi augnaráð þeirra: Þeir báðu mig að þegja yfir því, sem gerzt hafði, og eg lofaði þeim því með því að kinka kolli. Eg hneigði mig fyrir M. de Fontelles og brosti glaðlega. Eg gat ekki diulið ánægju mína, og hirti lítið um, þótt hann virtist vera smeykur. Svo fór eg upp á loft. — Það var skylda mín að þjóna hertoganum, ef hann þyrfti ein- hvers við. Ljósið logaði enn hjá þeim Carford og honum, þegar eg stakk höfðinu inn til þeirra. —- »Ef yðar tign hefir ekkert handa mér að gera í kveld, þá langar mig til að biðja leyfis að mega fara í rúmið«, sagði eg og lézt geyspa. »Gexúð þér það«, svaraði hann — »góða nótt, Símon — og munið þér að halda það, sem þér lofuðuð mér!« -— »Yðar hágöfgi getur reitt sig á mig«, svaraði eg. »Það er gott, Símon — þó þetta í raun og veru séu alveg þýðing- arlausir smámunir — það er aðeins að xæða um ofboðlítið ástaræfintýri — ekki satt, Cai'ford?« »Ekkei't annað!« sagði Carford. »En það er altaf bezt að tala sem minst um slíka hluti«, bætti Mon- mouth við. Eg hneigði mig og fór. — Ástaæfintýri væri ekki ólíklegt að gætu orsakað sendi- ferð til Englands frá hinum kvenholla konungi Frakklands. En eg skildi ekki, hversvegna yrði að fara svona leynt með það — og hér var eitthvert leyndarmál á ferðinni. — »Það snýst um þetta il vient«, hugsaði eg með mér. En hver er hann, sem kemur? Hvert kemur hann? — og til hvers? Ef til vill á eg eftir að komast að því í Dover«. XI. KAPITULI. Herramaðurinn frá Calais. Góð og ill örlög höfðu komið því svo fyrir, að mér var veítt talsvert meiri eft- irtekt við konungshirðina, en staða mín og aðrar kringumstæður gáfu tilefni til. Vinur mistress Gwyn og uppáhald Mon- mouths hertoga (vinsemd sú er hertoginn sýndi mér í hvívetna, gaf mönnum á- stæðu til að ætla, að eg væri í sérstöku uppáhaldi hjá honum), var maður sem þeir háttsettu tóku tillit til og þeir sem lægri voru á metorðastiganum, sýndu honum óskerta virðingu. Carford lávarð- ur var nú venjulega allur í einu brosi af

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.