Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Page 42

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Page 42
134 NÝJAR KVÖLDVÖKUR og benti mér að koma. — Eg vildi ekki láta á því bera, að eg hefði verið að horfa á þau, svo að hann varð að bendá mér aftur og aftur, áður en eg lézt taka eftir því, og þegar eg loksins kom, fór eg mér ofboð hægt, eins og eg væri í vafa, en nálgaðist þau þó með hattinn í hendinni. Hertogaynjan var hlægjandi og þegar eg kom heyrði eg hana segja: »Jú, eg vil tala við hannk Hertoginn ypti aftur öxlum, en bauð mér að koma nær og kynti mig fyrir henni. Hún rétti mér hendina til að kyssa og sagði um leið með brosi, sem sýndu hinar hvítu tennur hennar: »Sir, mig langaði til að kynnast heiðarlegasta manninum í Dover, og Monmouth frændi minn hefir farið með mig til yðar«. — Eg sá strax að mér væri óhætt að svara henni í sama tón og hún talaði og sagði því: »IIans tign hefir sjálfsagt haldið að þér ættuð við á meðal þeirra sem dvelja í Dover-kastala. — Eg held mér sé óhætt að segja að borgarar bæjarins séu mjög heiðarlegir menn«. — »Og þér eruð — þótt þér séuð sá heiðarlegasti í kastalan- um — kannske ekki um of heiðarlegur ?« »Eg tek það sem eg finn, viadame , svar- aði eg. »Það hefir M. Colbert sagt mér«, mælti hún og leit einkenniiega til mín —, »en það er stundum ekki þess vert, að það sé tekið«. »Eg geymi það til vonar og vara«, svaraði eg, því eg gat mér til að Colbert mundi þegar vera búinn að segja henni af viðskiftum okkar de Fontelles — og ef svo var, þá gat hún haft aðra á- stæðu til að vilja sjá mig, en sögur þær, er Monmouth óefað hafði sagt henni um mig. »Ekki ef það er leyndarmál ?« mælti hún. Enginn maður getur geymt leyndar- mál!« »Jú, ef hann er ekki ástfanginn«. »En eruð þér þá sá durtur að geta ekki ærðið það, mr. Dal?« sagði hún. »Stúlk- urnar hér í föðurlandi mínu ættu að skammast sín! En mér þykir annars vænt um að heyra, að þér eruð ekki ástfanginn,. því þá getur verið að þér verðið viljugri, ef eg þarf á þjónustu yðar að halda«- »Mr. Dal er enganveginn ómóttækilegur fyrir ástum«, mælti Monmouth og hneigðí sig, »þér skuluð ekki stofna honum í neitt, sem er ofraun, frænka mín«. »Hann verð- ur auðvitað ástfanginn í Lovísu!« hróp- aði hún. Monmouth gretti sig, og hertoga- ynjan fór að skellihlægja um leið og hún leit um öxl til konungsins, sem altaf tal- aði við mlle. de Quérouaille, eins og eng- inn annar en hún væri á skipinu. »Nei,„ sannarlega ekki«, sagði eg með alveg ó- viljandi sannfæringu í rómnum. Mig langaði ekkert til að fá meira af þeim . hluta spádómsins hennar Betty Nasroth, sem fjallaði um ástamál, þar vildi eg helzt láta konunginn eiga sitt. »En ef eg get þjónað yðar konunglegu náð með ein~ hverju, þá vil eg það með lífi og sál«. »Lífi og sál, segið þér?« mælti hún, »þér • eigið við — undantekið? Þér hafið yðar fyrirvara, er ekki svo?« »Eg heyri, að hans hágöfgi hefir ekki sparað mig í neinu«, mælti eg og leit gremjulega til hertogans. »Því meira, sem um yður er sagt, Símon, því betur líkar manni við yð- ur«, mælti hún vingjarnlega. Hún veifaði til mín hendinni um leið og hún gekk í land með Monmouth. Um kveldið hélt konungur mikla veizlu til að fagna systur sinni. Þar voru mörg full drukkin og mikið talað um hversu mikið Frakkakonungur elskaði konung vorn og konungur vor Frakkakonung, og að vér elskuðum Frakka (þó sannleikur- inn væri sá, að vér hötuðum þá) og þeir elskuðu oss (þótt engin sæust þess merki). — Hver maður fékk að drekka eins og honum þóknaðist og ekki ófáir talsvert meira en þeir gátu borið, meðal þeirra verður að telja Monmouth hertoga. — Eftir að aðrir voru staðnir upp frá borðum, sat hann sem fastast og kallaði

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.