Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Page 44

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Page 44
136 NÝJAR KVÖLDVÖKUR sem vill verða mótmælendatrúar kon- ungur«. Þessi síðustu orð sagði hann hátt og reiðulega; svo féll hann aftur á bak í stól- inn og misti meðvitundina. Carford leit fljótlega í andlit hans. »Eg ætla að sækja læknirinn«, mælti hann, »það getur verið að það þurftiaðtaka honum blóð«. Eg fór fyrir dyrnar. »Hans hágöfgi þarfnast einskis«, mælti eg, »annars en þagmælsku vina sinna. Við höfum heyrt ómerk orð í kveld, sem við betur ekki hefðum heyrt, lávarður mínn«. »Eg er viss um að þau eru vel geymd hjá yður«, svaraði hann. »En hjá yður?« spurði eg hvast. Hann setti upp regingssvip: »Farið þér frá, sir, og lofið mér að komast út«, sagði hann. »Hvert ætlið þér?« »Að sækja læknirinn. — Eg vil ekki svara spurningum yðar!« Eg gat ekki stöðvað hann öðruvísi en að fara i handalögmál við hann. En eg var alveg viss um, að hann mundi fara beina leið til Arlingtons, og að hvert orð, sem hertoginn hafði sagt mundi verða komið York til eyrna, og ef til vildi til eyrna konungs, áður en nóttin væri liðin. Eg gekk úr vegi fyrir Carford og hann fór, en eg sneri mér aftur að hertoganum, sem nú var sofnaður. Eg reisti hann upp og afklæddi hann, og þegar eg yfirgaf hann í rúmi sínu, varð eg því feginn, að hann þó mundi þegja fjrrstu klukkutím- ana, og ekki koma sjálfum sér í vandræði með tali sínu. Mér varð ekki svefnsamt, svo eg fór bráðlega út aftur. Veðrið var undurfag- urt. Eg gekk út á virkisvegginn, þar sem lendingarstaðurinn var og hlustaði á öldugjálfrið við ströndina. Brátt varð eg þess var, að eg var ekki einn úti, því eg kom fram hjá þrem manneskjum ysem stóðu við brjóstvörn virkisins. Þau sáu mig ekki, en eg þekti þau öll. Konungur- inn stóð í miðið og stúlkan sem var hon- um til hægri handar var engin önnur en Barbara, til vinstri hafði hann hina. frönsku mey, Louise de Quérouaille. Eg hélt áfram og stanzaði á þeim enda garðs- ins sem næstur var sjónum. Rétt á eftir fór konungur og önnur stúlkan burtu. Hin hneigði sig mjög djúpt, en stóð ein eftir. Hún beygði sig fram yfir brjóst- vörnina. — Einhver tilfinning rak mig af stað í áttina til hennar. Hún varð mín ekki vör fyr en eg stóð rétt við hliðina á henni, þá sneri hún tárvotu andlitinu að mér. Eg stóð orðlaus frammi fyrir henni, og hún fann heldur engin orð. Eg var of stoltur til þess að trana mér fram, ef henni væri návist mín ógeðfeld, og ætlaði því að ganga fram hjá henni um leið og eg heilsaði, en það var eitthvað í andlití hennar, sem hélt mér föstum. »Hvað er að yður, mistress Barbara?« hrópaði eg fullur af meðaumkun. Hún þurkaði af sér tárin og strauk sig um andlitið áður en hún svaraði: »Ekkert, mr. Dal«, svo bætti hún kæruleysislega við: »Konungurinn segir bara stundum ýmislegt, sem mér líkar ekki«.—»Hvenær sem þér þurfið mín við, þá er eg hér!« mælti eg — eg svaraði ekki orðum hennar, en þeirn kvíðafulla ótta, sem eg sá í augum hennar. Eitt augnablik horfði hún á mig með augna- ráði, sem sagði, að henni væri næst skapi að treysta mér og trúa mér fyrir vanda- málum sínum. En sú tilfinning var bæld niður. Hún setti á sig þóttasvip og svar- aði dálítið háðslega: »Já, það lítur út eins og nokkurskonar skapadómur, að þér séuð æfinlega við hendina, Símon — þó var nú ekkert um það talað í spádómnum hennar Betty Nasroth!« — »Það getur þó komið fyrir, að þér verðið því fegnar, að eg er við hendina«, sagði eg með tals- verðum hita. Háð hennar æsti mig, svo eg glopraði því út úr mér, sem eg hefði átt að láta ósagt. Eg veit ekki hverju hún mundi hafa svarað þessu; því nú hrópaði næturvörðurinn á bát, sem hann sá nálg-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.