Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Qupperneq 50

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Qupperneq 50
142 NÝJAR KVÖLDVÖKUR mest áskoranir og sízt af öllu tilbúnar eftir nokkru föstu formi, einföld og' skýr orð, sem komu frá hjartanu og hittu oft í hjartastað. Frans batt sig altaf við þrjú höfuðatriði í ræðum sínum: að óttast Guð, elska Guð og forðast og flýja hið illa. Og altaf þegar Frans hafði lokið ræðu sinni, bætti Egidio við: »Það sem hann segir er rétt. Hlustið á hann og breytið eftir orð- um hans«. Hvar sem þessir prédikarar komu, vöktu þeir eftirtekt og sumstaðar ótta og hræðslu. Konur og börn hlupu þegar þeir sáust koma. Aðrir tóku þeim vel. Væru þeir spurðir til hvaða reglu þeir teldu sig, svöruðu þeir að þeir tilheyrðu engri reglu, en væru »menn frá Assisi sem lifðu til yfirbótar syndum sínum«. En þó þeir teldu sig lifa í iðrun og yfirbót var langt frá því að þeir bæru þess ytri merki í framkomu. Þeir voru allra manna glað- astir, sungu og léku á alls oddi. Áður en Frans sendi þessa sex félaga og lærisveina sína út, dvaldist hann um tíma með þeim í skógi nálægt íbúðarkof- anum. Þar áttu þeir oft langar sameigin- legar bænastundir. Þar áminti Frans þá og kendi þeim, talaði við þá um Guðsríkið sem þeir ættu að boða, bað þá að fyrir- líta heiminn, gleyma sjálfum sér og aga holdsviljann. »Farið mínir kæru bræður og boðið fagnaðarerindi friðarins og yf- irbótarinnar. Verið þolinmóðir í þjáning- um og reynslu, svarið öllum sem við ykk- ur tala með auðmýkt, blessið þá sem of- sækja yður, þakkið þeim sem gjöra yður rangt eða Ijúga upp á yður, því að fyrir það munu laun yðar vera mikil í himnun- um. óttist ekki þó þið séuð lítið lærðir menn, því þið talið ekki af sjálfum yður, heldur talar heilagur andi Guðs gegnum yður. Þið munuð finna menn sem eru trú- aðir, góðir og friðsamir, menn sem taka við yður og orðum yðar með gleði. En þið munuð finna fleiri sem eru guðsfjendur, sem verða á móti yður og gjöra yður alii. til meins. Verið því viðbúnir að taka öilu með auðmýkt«. Með þetta veganesti fóru lærisveinarn- ir út um sveitirnar tveir og tveir saman. Hvar sem þeir fóru fram hjá kirkju eða krossi, jafnvel þó þeir sæu aðeins kirkju- turn í fjarska, beygðu þeir kné og höfðu. yfir stutta bæn, sem Frans hafði kent þeim: »Við tilbiðjum þig Kristur, hér og alstaðar og við blessum þig af því þú hef— ir endurleyst okkur með dauða þínum«. Kæmu þeir að smábæ eða þorpi, gengu þeir inn í það og inn á torgið, og sungu þar lofsöng, sem Frans hafði búið til og kent þeim. Fljótt kom á daginn að ekki veitti af á- minningum þeim, sem Frans hafði gefið þeim um að vera þolinmóðir. Margir héldu að þessir einkennilegu prédikarar væru vitskertir menn og fóru á allan hátt. illa með þá, gerðu gys að þeim og köstuðu að þeirn götuskarni, sumir rifu utan af þeim fötin og létu þá eftir hálfnakta, sumir tóku þá upp á hettunum og báru þá langar leiðir á bakinu eins og mélpoka. Sumir álitu þá þjófa og umrenninga og hröktu þá með höggum og ókvæðisorðum frá dyrum sínum. Bernhard og Egidio héldu norður ítalíu og komu loks til Flórensborgar. Gengu þeir lengi kvölds um borgina og báðust gistingar, en var alstaðar úthýst. Síðla um kvöldið komu þeir að stórhýsi. Börðu þeir að dyrum og báðu húsfreyju um að fá að liggja í súlnagöngunum framan við húsið. Leyfði hún það, og þá bjuggust þeir til hvílu í skjóli eldiviðarhrauka er þar stóðu. Rétt í því kom húsbóndinn heim og var í versta skapi. Átaldi hann konu sína harðlega fyrir að leyfa þessum umrenn- ingum að liggja þarna og vildi reka þá burt, en konan fékk því þó áorkað að þeir fengju að liggja þar sem þeir voru komn-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.