Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 11
GUÐMUNDUR G. HAGALÍN 5 færa að mestu það, sem ég sagði um hana í »Degi«, 14. desember, 1933, er hún var nýkomin á markaðinn: — Þessi bók er snilldarverk, þótt að vísu sé hér eigi tilraun gerð að kryfja til mergjar djúptæk né víðfeðm viðfangs- efni. Lesandanum er svipt á æfintýra- klæði skáldanna inn í íslenzkan menning- arheim, sem riú er að líða undir lok, ef til vill þegar liðinn. Sá heimur er út- kjálkamenning Vestfjarða eða Horn- stranda, er fæstir hafa þekkt nema af frásögnum og flestir því virt lítils. Glöð og frábær frásagnalist höfundarins ger- ir okkur að híbýlavönum heimamönnum í ókunnri sveit. Við skynjum allt með hans skilningarvitum og þeim skeikar ekki. Við finnum að þetta er lifandi fólk, og lifandi mál, aðeins fjær okkur í tím- anum, en nær Hallvarði á Horni, Hall- grími, Guðbrandi og Vídalín; einfaldara en við, stórbrotnara en við, nær sögu- hetjunum sjálfum og þó, eða þess vegna, náskylt sveitafólki Jóns Thoroddsens og Guðmundar Friðjónssonar, ef aðeins er skyggnzt undir skelina. Eftir örstutta kynningu er okkur farið að þykja vænt um Kristrúnu gömlu. Við lengri samvistir og nánari kynningu dá- nmst við að henni álíka hiklaust og An- ítutetur; að hennar varma hjarta, hertu þó af stálvilja og strangri réttmennsku, sem gengur óskelfd á hólm við hrepp- stjórann og Drottinn, þyki henni sem gengið muni á einstaklingsrétt og kröfur sínar og sinna til lífsins frumstæðustu og sjálfsögðustu boðorða. Hún er heilsusamlega römm í kjarnann og forníslenzk í trú sinni. Hún gengur ekki til viðtals við þann sem á tróninum situr með beygðan svírann í austur- lenzkri auðmýkt, hún gengur fyrir hann fornnorræn og frjáls, sem fyrir konung sinn eða ættarhöfðingja. Hún veit að hann hefir valdið og máttinn, en gerir um leið skýlausa kröfu til áheyrnar og réttlætis. Annars þjónar hún blátt áfram ekki. lengur, hvað sem við kann að taka. Hún er afskekkt, en vit hennar er líka óskert af snápblaðamennsku nútímans. Hún er íhaldssöm á góðan arf. Þess vegna er hún, á heilbrigða, íslenzka al- þýðuvísu, skynug á það sem gott er i fari nýrrar kynslóðar. Þess vegna tekur hún ókvíðin ástfóstri við Anítutetur, þótt hrasað hafi, af því að hún sér í henni æf- inlegan vilja til góðs, finnur hjá henni glaða starfsemi og aðra beztu kosti eldri kynslóðarinnar í nýrri mynd. Þess vegna er hún næmlega, en hleypidómalaust glöggskyggn á sefasjúka, erlenda ómenn- ingu, þótt hún jafnvel birtist í fari henn- ar nánustu, sem hún ber mest fyrir brjósti, eins og sinn týnda, þráða og loksins aftur fundna »Arkarkrumma«, ólaf Betúelsson. Og hvað megnar þá líka einn »Arkar- krummk á móti slíkri manneskju? Hann kann að vera í Noregi einn af Drottins útvöldu, með »D. B. S.« á maganum, rauðsaumað í sína bláu peysu, og í Am- sterdam meiri eða minni líflæknir þess hollenzka meykóngs. Hún Kristrún gamla hefur lesið bæði »Þúsund og eina nótt« og nokkrar riddarasögur um æfina, og veit að þetta kann allt satt að vera. Hún er ekki fjölfróðari en svo um þau stóru útlönd. En heima á þeim bæ Hamravík er hún fyrst og fremst foreldrið — móð- urveldið — sem ekki lætur knésetja sig né Imoða sig í sefasjúkan bókstafsþræl. Þess vegna verður vesalings »Arkar- krumminn« afturreka — með sína út- lendu ólyfjan. En að þeirri landhreinsun lokinni er gott að hvílast góðri og gamalli konu, í vissu um vaknandi líf undir belti Anítu í faðmi Fals Betúelssonar; gott að sofna gömlum og lúnum, sem glímt hefir við Drottinn til bænheyrslu. Gott að leggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.