Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 35
MONA 29 »Þessi moð hóstann?« »Já, hann dó í nótt og verður grafinn á morgun. Hann var aðeins tuttugu og tveggja ára gamall og einkar hæglátur piltur. Hann var einkabarn móður sinn- ar, og auk þess var hún ekkja. Ég verð að skrifa henni og segja henni frá þessu. Hjarta hennar mun bresta«. Monu fannst þrengjast að hálsi sér, og tárin koma fram í augu hennar, en hún knýr sig til að segja: »Já, hún er ekki eina móðirin, sem misst hefur son sinn. Fólk, sem vill ó- frið, verður að taka afleiðingum hans«. Óskar horfir á hana andartak og fer svo, án þess að segja nokkurt orð. Rétt á eftir horfir hún eftir honum .gegnum gluggann, en í sama bili lítur hann um öxl. Ó, guð, fyrirgefðu mér! Fyrirgefðu mér!« hugsar hún og fær ósjálfrátt löngun til að berja sjálfa sig. Viku síðar, þegar óskar kemur eftir venju að sækja mjólkina, heldur hann á litlum trékassa, sem hann leggur inn fyrir dyrnar. Hann er frá móður Lúð- víks, og í honum er glerhjálmur, sem hvolfir yfir gerviblómum, af þeirri teg- und, sem Þjóðverjar leggja á grafir vandamanna sinna. »Hún biður~mig að leggja þau á gröf Lúðvíks, en hvernig á ég að gera það, þegar ég fæ ekki að fara út úr fanga- herbúðunum ?« Hann tekur lokið af kassanum og sýn- ir henni glerhjálminn og áritun, sem við hann er fest. Mona beygir sig og lítur á hana. Hún er á þýzku. »Hvað stendur þarna?« spyr hún. »Með falslausri ást móðurinnar«. Monu finnst sem hnífi sé stungið í hjarta sér, en hún réttir sig snögglega UPP og segir með þjósti: »Þér verðið samt að., taka hann með yður aftur. Ég vil ekkert með hann hafa«. óskar fei*, en skilur kassann eftir. Allan daginn forðast hún að líta á kassann, en getur þó ekki stillt sig um það, og um kvöldið, þegar hún hefur lok- ið störfum sínum, og allt er orðið hljótt, tekur hún litla trékassann undir svuntu sína og gengur ofan um hliðið,- »Það er bezt að koma honum úr aug- sýn«, hugsar hún um leið og hún gengur inn í kirkjugarðinn. Það var engum örðugleikum bundið að finna staðinn,því að allmargir Þjóðverjar voru dánir og jarðsettir, síðan herbúð- irnar voru reistar. Þeir liggja hér í litl- um ferhyrndum bletti bak við kirkjuna, út af fyrir sig, og á gröf hvers þeirra er hvít marmarahella með áletruðu nafni hins ókunna manns. Á nýjasta leiðið, sem engin marmarahella er enn lögð yf- ir, leggur hún blómin og fleygir síðan kassanum. »Þegar öllu er á botninn hvolft, er ein- ungis mannlegt að gera þetta, og enginn getur ásakað mig fyrir það«. En hvað sem gjörðum hennar líður, getur hún ekki varizt því að hugsa um þenna unga Þjóðverja og móður hans, sem grætur hann á heimili þeirra í Þýzkalandi. Hún hefur heyrt hófatak á veginum að baki sér, og þegar hún kemur aftur að kirkjugarðshliðinu, stanzar reiðmað- urinn og ávarpar hana. Það er höfuðs- maðurinn, sem notað hefur kvöldið til að lyfta sér upp. Hann spyr, hví hún hafi verið í kirkjugarðinum, og hún segir honum allt. Hann horfir alvarlega á hana og segir: »Það er mjög eðlilegt, að þér finnið til meðaumkunar með sumum þessum mönn- um, en farið að ráðum gamals manns, barnið gott, og látið þar við sitja«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.