Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 40
34 NÝJAR KVÖLDVÖKUK »Sumir hlutir verða nú ekki keyptir fyrir fé«, sagði sonur hans dapur í bragði. »Blessaður talaðu ekki svona«, svaraði Anthony gamli hneykslaður, »ég hef ver- ið að leita í orðabókinni að einhverju, sem ekki fengist fyrir peninga. Og enn- þá hef ég ekkert fundið, og er þó kominn aftur í Ý-in, og býst við að byrja á við- bætinum í næstu viku. Bentu mér á eitt- hvað, sem ekki fæst fyrir peninga«. »Svo ég nefni bara eitt«, sagði Ric- hard og fór hjá sér, »þá geta þeir ekki opnað manni aðgang að hærri hringum samkvæmislífsins«. »Jæja, svo það geta þeir ekki«, hróp- aði Anthony gamli æstur, »segðu mér þá hvar þetta »hærra samkvæmislíf« þitt hefði verið, ef forfaðir Astoranna hefði ekki átt fyrir fargjaldinu til Ameríku?« Richard varp öndinni mæðulega. »Og þá er ég kominn að því, sem ég ætlaði að tala um við þig«, sagði gamli maðurinn, rólegri, »það er eitthvað að þér, drengur minn. Ég er búinn að taka eftir því í hálfan mánuð. Láttu það koma! Ég býst við að ég gæti, með svona sólarhrings fyrirvara, haft ellefu milljón- ir handbærar, þó ég hreifði ekki við fast- eignunum. Ef heilsan er eitthvað í ólagi, þá taktu lystisnekkjuna, hún liggur á höfninni, koluð og tilbúin, og eftir tvo daga geturðu siglt hvert á land, sem þú vilt«. »Það væri líklega það réttasta, sem ég gerði, pabbi«, sagði Richard, þunglyndis- lega. »0-hó!« sagði Anthony, og leit snögg- lega á son. sinn, »hvað heitir hún?« Richard stóð á fætur, og fór að ganga um gólf. Á bak við hið hrjóstruga fas þessa gamla föður hans, leyndist svo mikil umhyggja og samúð, að honum veittist létt, að trúa honum fyrir raunum sínum. »Því biðurðu hennar ekki?« spurði Anthony gamli, » hún mundi taka þér eins og byssuskot. Þú hefur peningana, og þú hefur laglegheitin, og þar að auki ertu allra heiðvirðasti piltur. Það er ekk- ert út á þig að setja. Það er enginn Eu- reka sápa á höndunum á þér. Þú hefur að vísu gengið á menntaskólann, en það fyr- irgefur hún þér nú, vona ég«. »Eg hef aldrei fengið tækifæri til að biðja hennar«, sagði Richard. »Búðu það til, drengur«, sagði Ant- hony, »farðu með hana út í lystigarð, eða í bíltúr, eða fylgdu henni heim frá k'irkj- unni. Tækifæri! Ja, sér er nú hvað!« »Þú þekkir ekki hringiðu samkvæmis- lífsins, pabbi. Hún er alltaf í önnum, Hver klukkutími, hver mínúta, er afráðin og ráðstöfuð mörgum dögum fyrirfram. En ef ég ekki fæ hennar, pabbi, þá lít ég aldrei glaðan dag. Og skrifað henni get ég ekki, — það er mér ómögulegt«. »Slúður og vitleysa«, sagði gamli mað- urinn. »Ætlarðu virkilega að telja mér trú um, að þú getir ekki komið því þann- ig fyrir, með tilstyrk allra auðæfa minna, að þú sért einn og ótruflaöur með ungri stúlku, svo sem tvo klukkutíma?« »Ég hef dregið það of lengi, og nú er það orðið um seinan, því hún fer til Ev- rópu eftir tvo daga, og verður þar í tvö ár. Ég á að vísu að hitta hana annað kvöld, en það verður ekki nema augna- blik. Hún er í heimsókn hjá frænku sinni út á landi, en þar get ég ekki komið. En klukkan hálf níu annað kvöld hef ég fengið leyfi til að taka á móti henni á járnbrautarstöðinni. Þaðan ökum við í skyndi upp Breiðgötu til Wallack-leik- hússins, því þar bíður móðir hennar eft- ir henni. Og dettur þér nú í hug, að hún mundi fást til að hlusta á ástarjátningu mína, á þeim fimm eða sex mínútum, sem keyrslan tekur? Nei, það er ómögu- legt. Og því síður er von um tækifæri í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.