Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 32
26 NÝJAR KVÖLDVÖKUR und borgaralegir fangar, auk brezka höfuðsmannsins, varðforingja hans og varðmanna, sem eru 2000 að tölu. Það er stór og ógeðsleg stofnun með skúrum, tjöldum og nakinni jörð, afgirt með gaddavír, og dökk askan liggur eins og svört hönd yfir ökrum og engjum. Inni á milli skálanna stendur bærinn með úthýsum sínum, kúahópum og vinnu- fólkinu, sem sefur á loftinu yfir mjólkur- búrinu. Mona er ein kvenna á meðal 27 þúsund karlmanna. Höfuðsmaðurinn, sem er vingjarnlegur maður, kallar hana »konuna á Knockaloe«. Hún hefur nú yfirstigið sárustu sorgina yfir bróður- dauðanum og veikindum föðursins og keppist við vinnu sína. Gripanna verður að gæta, og eins og hún ekki gat farið frá Knockaloe áður en Þjóðverjarnir komu, getur hún það ekki fremur nú, þegar faðir hennar liggur hálfmáttlaus í rúminu. Á daginn lítur hún upp til hans, hve- nær sem hún kemst höndum undir, og á kvöldin, þegar hún er búin að gefa vinnufólkinu að borða, les hún fyrir hann. Hún les í biblíunni, og eftir ósk gamla mannsins er það ekki frarnar Nýja-testamentið, heldur Gamla-testa- mentið — Jobsbók og síðan Davíðssálm- ar, ekki þessir léttu, frjálslegu sálmar, heldur hinir, þar sem Davíð ákallar Drottin um að koma fram hefnd á ó- vinum hans. Faðir hennar er gjörbreytt- ur. Hjarta hans er orðið gremjufullt. Bölbænir Davíðs sefa hann, og þær taut- ar hann fyrir munni sér, þegar hann er einn; Dóttir hans hafði rétt fyrir sér. Engin hegning var þessum nöðruafkvæmum of ströng. Jólin koma, önnur jól stríðsáranna, og vorið kemur á eftir, annað vorið. Mona horfir með viðbjóði á lífið í fangaher- búðunum. Þegar hún kemur á fætur í grárri morgunskímunni, sér hún fang- ana ráfa um í girðingu sinni eins og villidýr, og þegar hún háttar í kvöld- húminu, sér hún hvít ljósin frá bog- lömpunum, sem settir hafa verið upp á fjarlægustu svæði herbúðanna til að fyr- irbyggja, að fangarnir sæu sér færi á að flýja að næturlagi. Hún heyrir oft og iðulega hark og háreysti, sem með harðri hendi er kæft niður. Einnig heyr- ir hún, að tilraun hafi verið gerð til uppþots í mötuskálanum í fyrstu deild og fjórir fangar hafi verið skotnir til dauðs af varðliðinu. En Mona finnur ekki til meðaumkunar. Hún heyrir verðina tala um hræðilega lesti meðal fanganna í þriðju deild, og óttalegar refsingar, sem af þeim leiða. Starf hennar heimtar stundum, að hún gangi fram hjá girðingunni, sem liggur umhverfis þessa deild, og þá finnur hún ætíð, að bak við gaddavírsþræðina ganga mennirnir fram og aftur og stara á hana með áfergjulegu augnaráði, glottandi eins og apar. Henni finnst kalt vatn renna um herðar sér. Hún hefur líkar kenndir og ef þeir hefðu svift hana klæð- um. Þvílíkar skepnur! Þvílíkir óvættir! Einn sólbjartan morgun, snemma sum- ars, vaknar Mona við óminn af fall- byssuskoti utan af hafi. Þegar hún lítur út, kemur hún auga á herskip, sem varp- að hefur akkerum á flóanum. Síðar sér hún, að mikið umstáng og annríki er í varðliðsforingjadeildinni og heyrir, að innanríkisráðherrann sé kominn frá Lon- don til að húsvitja í fangaskýlunum og að landstjórinn sé að koma að boði höf- uðsmannsins. Þegar hann er kominn, sér hún þrjá menn ganga um deildirnar og skoða þær. Seinni part dagsins ganga þeir fram hjá húsinu, á leið til boi'ð- skála höfuðsmannsins, og af því að eld-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.