Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 20
14 NÝJAR KVÖLDVÖKUR dyrunum og hálft hvíslaði, hálft hvæsti framan í mig: »Farðu! Flýttu þér — í Guðs bænum — farðu!« Svo hörfaði hún aftur á bak inn og skellti hurðinni í lás.... Utan við mig staulaðist ég aftur niður stigann. — úti í horni, við uppgönguna á neðstu hæð lá eitthvert hrúgald. — Það leit út eins og fataræflar og stór, þung stígvél. Ég leit naumast á það. En ég fann það smjúga gegn um merg og bein, að þetta hefði verið maður, en væri það ekki meira.... og einhversstað- ar dýpst miðri í myrkrum hugskots míns fann ég eitthvað, sem líktist gleði — grimma hefndargleði, sem vildi brjótast fram — illan fögnuð yfir því, að þetta, sem lá þarna, var dautt. — Ég sá það ekki, en ég vissi það — fann það á mér. ... Svo sortnaði mér fyrir augum og mér varð flökurt.... Mér er það enn óskiljanlegt, hvernig það gekk til, að ég komst út í hið skýl- andi myrkur í garðinum, án þess að eftir mér væri tekið. Því eins og í leiðslu heyrði ég hurðir opnast og lokast, heyrði mannamál og hróp. Fólkið, sem bjó við uppganginn, var auðsjáanlega orðið þess áskynja, sem gerzt hafði.... Ég heyrði hvellt blístur rétt á bak við mig — það var víst lögregluþjónn, sem kallaði félaga sína til aðstoðar.... Ennþá stóð ég reik- andi á fótunum í einhverju horni garös- ins, studdi mig upp við múrvegginn og spjó.... Ég vissi ekki af mér, fyrr en ég var á leið upp stigann þangað,sem ég átti heima, þá var ég allt í einu orðinn vak- andi — varkár, hafði gætur á öllu. En í þeim hluta byggingarinnar var allt ró- legt. Enginn hafði orðið var við neitt — ekki enn sem komið var að minnsta kosti. Og þegar ég hljóðlega læddist inn í íbúðina, lét ég það vera mitt fyrsta verk .að athuga úti í ganginum, hvort kápa og hattur gömlu konunnar héngai þar á sínum stað. — Já, Guði sé lof, hugsaði ég með mér. Hún hafði komið heim í milli tíðinni og gat því ekki vitað neitt um ferðalag mitt. Ég kveikti ekki Ijós, en háttaði alveg ósjálfrátt og lagðist upp í rúmið. Ég heyrði að vagni var ekið inn í garðinn -— og eftir litla stund út aftur. Ég vissi, hvað hann hafði verið að sækja. Og svo lá ég og starði út í myrkrið, reyndi að halda öllum hugsunum burtu. En það kom fyrir ekki. Það sem ég hafði séð litlu áður stóð jafnt og stöðugt fyrir hugskotssjónum nn'num, ömurlega greini- legt. Ég rak það burt með valdi, en það kom aftur.... kom aftur.... Ég vissi ekki hversu lengi ég hafði legið svona, þegar ég heyrði að rjálað var við ganghurðina. Ég hélt niðri í mér andanum og hlustaði. Það var einhver við dyrnar.... Var það lögreglan? Og var þá ekki bezt fyrir mig að fara fram fyrir, mæta henni á miðri leið og skýra frá öllu? Mér var það Ijóst, að það gat verið óþægilegt fyrir mig, ef einhver hefði séð mig laumast burtu, án þess að gera vart við neitt, þar sem dauður -— eða deyjandi — maður lá á tröppunum. Það gat kastað á mig slæmum grun.... En svo heyrði ég, að lykli var stungið ofur hægt í hurðina og henni lokið upp. Mér létti. Það hlaut að vera gamla kon- an mín. Mér hafði skjátlast áður. Hún var nú fyrst að að koma inn. En óhugur minn óx á ný, er ég heyrði hana ganga fram hjá sínum dyrum og læðast að mín- um. Hún hefir heyrt það, sem kom fyrir, hugsaði ég með mér, og nú kemur hún til þess að segja mér fréttirnar — og ég ásetti mér að láta eins og ég hefði sofið. Hún staðnæmdist augnablik við dyrn- ar, og ég bjóst við að heyra hana berja. En nú heyrði ég, að hún tók um sneril- inn og sneri honum með hægð. Ég vissi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.