Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 34
28 NÝJAR KVÖLDVÖKUR augun hnotbrún, og netta andlitið hefur djarfan, geðfelldan svip. Er mögulegt að þetta sé Þjóðverji? Eftir andartaksþögn segir Mona: »Hver eruð þér?« Hann segir henni, að ungi maðurinn, sem til þessa hefur sótt mjólkina, hafi fengið blóðspýju þá um morguninn og verið fluttur í sjúkraskýlið. »Hvað heitið þér?« »Óskar«. »óskar hvað ?« »Óskar Heine«. »Og þér eruð í þriðju deild?« »Já«. Mona horfir þögul á hann stundar- korn. Svo áttar hún sig og segir: »Já, þetta er yðar«. Ungi maðurinn lyftir húfunni og seg- ir: »Beztu þakkir!« Mona reynir að segja eitthvað, en tekst það ekki. Hann ber brúsann burt og verðirnir fylgja honum. Mona getur ekki stillt sig um að horfa á eftir hon- um, fyrst gegn um dyrnar og síðan gegn um dyrnar á mjólkurbúrinu. Allan þennan dag er alvara í svip hennar meðan hún sinnir störfum sínum, og hún skammar hjúin hvað lítið sem út af ber. Og um kvöldið, að náttverði loknum, þegar faðir hennar kallar og biður hana að koma upp og lesa fyrir hann í biblíunni, þá hrópar hún: »Nei, pabbi, ekki í kvöld, ég hef svo slæman höfuðverk«. Svo situr hún ein framan við arininn, og loks, þegar bjarmar fyrir degi, geng- ur hún til rekkju. 4. KAPITULI. Enn einn mánuður er liðinn. Mona hefur átt í hörðu stríði við sjálfa sig. Það er eins og illur andi hafi rutt sér veg inn að hjarta hennar, og við hann verður hún að berjast hvern einasta dag og nótt. »Það getur ekki verið satt! Það er ó- mögulegt! Ég mundi hata sjálfa mig, ef svo væri«, hugsar hún. Til þess að vopna sig gegn þessum ó- sýnilega óvini, dvelur hún svo oft og lengi sem hún getur hjá föður sínum. Gamli maðurinn ber magnaðra hatur í hug til Þjóðverja en nokkuru sinni fyrr. Þeir hafa drepið son hans, og hann get- ur aldrei fyrirgefið þeim. »í þrengingum mínum ákallaði ég Drottin, og ég hrópaði upp til míns Guðs: Hönd þín skal hitta alla óvini þína, hægri hönd þín skal hitta þína hatursmenn. Þú skalt gera þá eldstofn- um líka, þegar þú sýnir þeim ásýnd þína. Drottinn skal sökkva þeim í reiði sinni, og eldur skal eyða þeim. Ávöxtum þeirra skaltu jafna við jörðu og afkvæm- um þeirra meðal mannanna barna«. Mona heyrir raust gamla mannsins gegnurn þunnt þilið, er skilur herbergi þeirra, og hún reynir að samræma böl- bænir þeirra beggja; en það óttalegasta er, að henni verður á að hugsa, að sálm- ar þessir séu ljótir, og þegar Davíð hafði slík ummæli, hafi hann ekki verið maður eftir guðs hjarta« heldur djöfull. Þetta veldur henni hræðslu, og hún reynir að bæta fyrir hana, með því að vera svo óvingjarnleg, sem hún getur, við fangana. Þegar óskar kemur að mjólkurbúrinu með hinum föngunum, lít- ur hún aldrei á hann, og þegar hann talar, sem sjaldan kemur fyrir, læzt hún ekki heyra til hans; en einn morguninn er hún knúð til að hlusta á hann. »Lúðvík er dáinn«. »Lúðvík ?« »Maðurinn sem var vanur að sækja mjólkina«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.