Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 39
O. Henry. MAMMON OG AMOR. Stefán Bjarman þýddi. Anthony gamli Rockwall, uppgjafa iðnaðarkonungur og einkaeigandi Eureka sápuverksmiðjanna, horfði út um lestrar- salsgluggann á íbúðarhöll sinni á 5. stræti, og brosti illgirnislega. Nábúi hans á hægri hönd, hans eðal- borna hágöfgi G. van Shuylight Suffolk- Jones, var að stíga inn í einkabifreið sína, og fitjaði fyrirlitlega upp á nefið í áttina til sápuhallarinnar. »Þú gamli, beinfreðni taðhraukur«, tautaði sápukóngurinn, »ef þú ekki gáir að þér, endarðu á forngripasafninu. Næsta sumar skal ég láta mála húsið grænt, gult og blátt, bara til að vita, hvort þú getur ekki lyft nefbroddinum ennþá hærra«. Því næst sneri Anthony Rockwall sér við, opnaði dyrnar, ■—■ hann hataðist við öll hringingaráhöld — og kallaði »Mikki«, með sama raddstyrk, sem áður á árum hafði blásið reifunum af rollum vest- ur á Kansassléttum. »Segðu syni mínum að finna mig hing- að inn, áður en hann fer út«, sagði hann, þegar þjónninn kom. — Þegar Rockwall yngri kom inn í lestrarsalinn, lagði gamli maðurinn frá sér dagblaðið, horfði á son sinn með vingjarnlegum harðneskjusvip á stóru, feitu, þeldökku andlitinu, ýfði gráan hár- lubbann með annari hendi, og hringlaði lyklakippunni í buxnavasanum með hinni. »Richard«, sagði hann, »hvað kostar sápan, sem þú notar?« Richard rak í rogastanz. Hann hafði ekki dvalið nema sex mánuði í heimahús- um, að afloknu menntaskólanámi, og var ekki ennþá búinn að átta sig á karli föð- ur sínum, sem var eins fullur af hinum óvæntustu duttlungum, og ung stúlka á fyrsta dansleiknum sínum. »Sex dali tylftina, minnir mig, pabbi«. »En fötin þín?« »Venjulega sextíu dali, held ég«. »Þú ert heldri maður«, sagði Anthony gamli ákveðinn, »og ég hef sannfrétt að sumir heldrimánnasynirnir borgi tuttugu og fjóra dali fyrir tylftina af sápu, og yfir hundrað dali fyrir fötin. Þú hefur eins mikla vasapeninga og nokkur þeirra, en samt eyðirðu ekki fram úr því, sem hæfilegt er. Hvenær sem þú borgar meira en 10 cent fyrir sápustykkið, máttu vera viss um að þú ert að kasta út peningum fyrir skrautlegar umbúðir og svikinn ilm. En 50 cent er mjög hæfilegt fyrir mann í þinni stöðu. Þú ert heldri maður, eins og ég segi. Þeir ku segja að það þurfi þrjá kynliði til að framleiða einn slíkan, en þar skjátlast þeim nú heldur en ekki. Það þarf enga kynliði. Það þarf bara peninga til þess. Þeir hafa gert þig að heldra manni. Og sem ég er lifandi hafa þeir nærri því gert heldri mann úr mér líka. Ég er rétt að segja orðinn eins hundleiðinlegur og fruntalegur og þessir gömlu, hágöfugu geithafrar, sem búa hér sinn hvoru megin við mig, og aldrei festa væran blund, af því ég hef byggt á milli þeirra«. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.