Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Síða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Síða 17
LYKILLINN 11 Ég var alveg niðursokkinn í vinnu«, skrökvaði ég alveg blygðunarlaust. »Aumingja maðurinn!« hrópaði vin- stúlka mín — »Ja — hversvegna við vorum að koma? Nú en til að lofa þér að sjá okkur. Var það ekki kannske fall- ega hugsað?« »Jú, hugsunin var í sjálfu sér bæði kristileg og falleg«, sagði ég. — »En því komið þið þá ekki inn? Við skulum drekka te og láta okkur líða vek. »Nei, þakka þér fyrir — ekki núna strax«, svaraði hún. »Við þurfum nefni- lega að skreppa svolítið annað fyrst. En annars — satt að segja var nú erindið það, að láta þig vita, að við ætluðum að koma snöggvast til þín á eftir — ef þú verður heima?« Ég flýtti mér að full- vissa þær um, að mér hefði ekki komið til hugar að fara neitt út. »Nú, jæja, þá skulum við þiggja te- bolla hjá þér á eftir. — Við komum eftir svona rúman hálftíma«. Þær köstuðu á aiig kveðju og hlupu ofan stigann. »Eruð þið annars ekki hræddar að fara einar yfir garðinn svo seint?« kall- aði ég á eftir þeim. Þær snéru sér við °g hlógu upp á móti mér. »Ekki vitund«, svöruðu þær báðar í einu. »Hver ætti svo sem að gera okkur nokkuð?« bætti vinstúlka mín við og svo voru þær horfnar. Ég fór inn aftur og ætlaði að fara að undirbúa tedrykkjuna og var í bezta skapi. En svo datt mér í hug, að ég hefði ekkert boðlegt með téinu og hljóp alveg- elns og ég stóð — berhöfðaður, á ^nniskóm og í morgunslopp, niður til þess að kaupa kex og vínarbrauð í brauðbúð, sem vap rétt fyrir utan portið, þar sem eg var vanur að kaupa allar slíkar nauð- synjar, og ég vissi að hún var opin enn. Þegar ég kom upp aftur og greip í vasann eftir lyklinum, var hann þar ekki, og í sama bili mundi ég eftir því að hann var í treyjuvasa mínum lokað- ur inni í herberginu. Ég vissi nú samt að lásinn var gamall og var vanur að vera nokkur kviklæstur, svo ég greip í snerilinn. En hurðin var harðlæst. Ég hringdi, en enginn kom til dyra. Gamla konan var auðsjáanlega ekki heima. Nú fór að vandast málið. Enginn, sem ekki hefir reynt það sjálfur, getur gert sér í hugarlund, hvernig manni er innan- brjósts, þegar maður hefur lokað sjálf- an sig úti að kvöldlagi, á von á heim- sókn tveggja, ungra og laglegra stúlkna og stendur berhöfðaður, í inniskóm og lyfrauðum morgunslopp, með pappírs- poka fulla af vínarbrauði og kexi í hend- inni við sínar eigin dyr og hringir og hringir, vonlaus um að neinn komi og ljúki upp — og á svo á hættu að standa þarna hringjandi eða ganga um göt- urnar í þessum búningi — Guð veit hvað lengi — því blessuð gamla konan mín hafði nefnilega sagt mér, að hún sæti oft heima hjá börnum dóttur sinnar ein- hversstaðar í fjáranum lengst úti á Vesturbrú á kveldin, þegar ungu hjónin færu út að skemmta sér, svo að það gat dregizt, að hún kæmi til að bjarga mér úr klípunni. Verst af öllu þótti mér samt um stúíkurnar — þegar þær kæmu og finndu mig í þessum beyglum. Ekki að tala um að ég yrði af því að hafa þær hjá mér um kveldið, eins og við höfðum gert ráð fyrir — og svo hláturinn í þeim og stríðnin. — Ég var alveg örvilnaður og þrýsti á hnappinn eins og vitlaus mað- ur, og bjallan ómaði, eins og hún ætti að vekja upp dauða. Dyrnar að íbúðinni hinumegin opnuð- ust lítið eitt, og ung stúlka gægðist út — hálf smeyk — hálf forvitnislega. Ég kannaðist við hana, því að ég hafði oft mætt henni í stiganum, og snaraðist að henni, um leið ætlaði ég að taka af mér 2*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.