Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 49
BÓKMENNTIR 43 ekkert er að vita hvað úr hefði getað orðið, ef hún hefði hlotið blíðari lífs- skilyrði og meira tækifæri til menntun- ar. Og íslendingar hafa aldrei kveðið í því skyni að afla sér frægðar eða fjár. Þeir hafa kveðið af eðlisnauðsyn — í- þróttin er þeim runnin í blóðið. Þeir hafa kveðið í heljarnauðum til að yrkja burt skammdegi og kulda, hungur og hallæri, og þó að kveöskapurinn hafi - stundum orðið lítt fágaður og líkari tröllahlátrum, þegar við ósiðaðan aldar- hátt var að etja, þá er það fullkomið vorkunnarmál. Hitt gegnir meiri furðu það andlega þrek, að orðin skyldu ekki frjósa margsinnis á tungu þjóðarinnar og hennar andlega orka brenna út og kulna til ösku í dapurlegu stríði tilver- unnar. Ljóðagerð er hin göfugasta íþrótt. Hún gerir menn að betri, siðmannaðri, skiln- ingsnæmari og dýpra hugsandi mönnum. Eins og áritunin hljóðaði yfir hofinu f Delfi, er það upphaf allrar vizku, að læra að þekkja sjálfan sig. Ljóða-gerð getur að vísu verið margskonar. i sum- um ljóðum snúa skáldin athyglinni aðal- lega út á við. Þar á meðal eru sagnljóð (episk kvæði). Þau þykja ein hin æðsta og vandasamasta tegund Ijóða. Sagan líð- ur áfram eins og beljandi foss. Skáldið er áhorfandinn. Hann kafar djúp henn- ar og kannar straumþungann, hann nem- ur ljós hennar og litabrigði og vefur allt saman upp á ný í glitofið klæði. En þar eru di’ættirnir skýrðir og dulinn tilgang- ur stórkostlegra atburða leiddur i ljós. Sagan verður í höndum skáldsins að hrópandans rödd. Skáldið er veðureygt eins og Völundur. Það skynjar ekki að- eins með rökvísri hugsun heldur einnig Uieð innsæju eðlisboði. Það kennir til í stormum sinnar tíðar og reynir að brjóta til niergjar viðfangsefni hennar. Önnur tegund ljóða eru kendaljóðin (lýrisk kvæði). Þar snúa skáldin athygli sinni inn að sjálfum sér og yrkja um til- finningar sínar, reikular hugsanir og öll möguleg blæbrigði sálarlífsins: ást og hatur, sorg og reiði, von og kvíða, trú og tilbeiðslu. Þetta er hin sífellda tilraun, sem menn eru að gera til að reyna að skilja sjálfa sig. Flestir byrja nú orðið á þessari tegund Ijóðanna og yrkja sig þreytta þangað til þeir eru farnir að ganga í hring og kunna sjálfa sig utan að, eða þangað til þeir uppgefast við að elta hugsanafálm sitt innan um völundar- hús sálarlífsins. Þá steypa þeir sér í önn- ur viðfangsefni. Annars fer þetta eftir því hvað andríkið er djúpt og hugsunin sterk. Sumir uppgefast aldrei á sjálfum sér. Og reyndar er mannssálin ekkert minna viðfangsefni en sjálfur alheimur- inn fyrir þá, sem leggjast djúpt á þess- um miðum. Ef til vill liggur steinn vizk- unnar við leiðarlokin, hver vegurinn sem tekinn er. Að minnsta kosti eru allir í stórlegri þakkarskuld við þá, sem yrkja upp hjartablóð sitt í sígild kenndaljóð. Yfirleitt eru menn hver öðrum nauðalík- ir og þess vegna er þessi tilraun til skiln- ings ekki einstök fyrir skáldið, heldur að miklu leyti algild. Hún er túlkun á fyrir- brigðinu: maður. Og kenndirnar eru eigi aðeins flettar klæðum, sundurliðaðar og dregnar fram í nöktum staðreyndum. Það er einnig gerð tilraun til að íklæða þær Ijósi eilífðarinnar og tengja þær við óendanleg rök allífsins. Hér er það sem skáldið verður sjáandi og skynjar það ó- umræðilega. Orðin verða alltaf ófullkom- in og ná skammt. En þá er reynt að láta hrynjandi og söngræna mýkt Ijóðsins bæta við það sem orðin megna ekki að lýsa. Hjá listaskáldinu kemur þetta ó- sjálfrátt. Formið skapast af hrifningu eða geðblæ augnabliksins. Enn kemur til greina svonefndur 6*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.