Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 9
GUÐMUNDUR G. HAGALÍN 3 válynd, »þættir að vestan«, 1925; Brennu- 7tienn, »saga úr nútíðarlífinu«, 1927; Gud og lukkan, þrjár sögur, 1929, og Kristrún í Hamravik, »sögukorn af þeirri gömlu, góðu konu«, 1932. Fyrsta bókin fæí yfirleitt mjög lof- samleg ummæli. Að vísu virðast þau að miklu leyMi byggð á kunnugleik höfund- ar á sjómennskunni og færni hans að lýsa ýmsum og öllum atriðum hennar. Menn eru sýnilega hrifnir af þessari færni og fjölyrða mest um hana, jafn- vel þeir, er játa, að þeir hafi nú »auð- vitað ekki vit á að dæma um, hversu rétt öll þessi sjómennska er«. Annars er held- ur lítið á þeim að græða. Reyndar er eðlilegt, að okkur land- kröbbunum finnist til um orðtækni Guð- mundar um sjómennskuna, og fari að nokkru líkt og manni, sem les í fyrsta sinn einhverja sögu Kiplings, um skip eða vélar. Þá, sem ekki hafa á sjó kom- ið, má afsaka, þótt þeir falli í stafi yfir allri »ganeringunni«, þegar einhver »gaflskortan« kemur »fullrigguð« frá stafnhyrnu að skutsegli, með höfuðbönd, beitiás og brandsegl, o. s. frv., og háset- ar »gefa henni klýfinn«, »hálsa«, »leggja hana yfir«, »draga brandseglið yfir stór- staginn«, o. s. frv., o. s. frv. En í raun og veru er þetta ekki hátíðlegra tal með- al sjómanna, en þegar við sveitamenn- irnir skröfum um torfljái, bandbeizli og klyfbera. — Hefðu sögur Hagalíns sjó- mennskutæknina helzt til síns ágætis, hefði tæplega orðið orðlengjandi urn hann sem sagnaskáld. Enda vita nú allir lesandi menn, að á henni velta ekki leng- ur dómarnir um skáldskap hans. Það er gaman aö fylgjast með fram- förum gáfaðs höfundar, eins og t. d. Guðmundar Hagalín. Það er strax auðsætt, að hann kann að velja sér söguefni. En í fyrstu bók- inni er efnið æði laust í böndunum. Þar að auki er stíllinn mjög höttóttur, eins og hjá nálega öllum yngri íslendingum, er fást við sagnagerð. Þótt samtölin eigi sér stað á prýðis eðlilegu mæltu máli, bregður hvað eftir annað fyrir, innan um, í frásögninni, sígildri (klassiskri) orðskipan, hálfgerðum sendibréfa- eða ritgerðastíl, til stórra áferðarlýta, svo að gera mætti sér í hugarlund, að höfundur- inn hefði viljað fylgja ráðleggingu gam- als kennara síns, Sigurðar Guðmunds- sonar meistara, um alþýðumál, en áft erfitt með að losna við áhrif hins sígilda ritháttar í ýmsum ritgerðum hans.*) — Einnig ber stundum óþægilega mikið á snöggum og tíðum hlaupum frásagnar- innar, milli nútíðar og þátíðar, sem jafn- an er mjög varasamt að beita. — En framförin er auðsæ, þegar í ann- ari bókinni, Strandbúum, Efnið er nú víða fastara miklu í böndunum. Tökum t. d. »Himnabréfið«, þar sem Hreggvið- ur stígur á land í blessaðri kyrrðinni, innra sem ytra. Alveg fyrirtak er yfir- borðsrór en sleitulaus stígandinn í frá- sögninni um smávaknandi eftirtekt hans á hinu og þessu, sem fyrir augun ber, á heimleiðinni úr fjörunni, og sem ekki er eins og það á að vera, unz allir þessir ör- smáu hnoðrar óvæntra fyrirbrigða eru saman þjappaðir í geigvænlegt þrumuský ægilegrar úrslitavissu. — Hárnæm skáld- skyggnin fær nú líka hæfari útrás en í fyrstu bókinni, hvort sem frásögnin er hæglátlega meinfús og hittin lýsing á fasi og fylgisöflun skáldsins og rithöf- undarins Birgis Herjólfssonar, eða hún er full varmrar samúðar, er hún fjallar um bljúga, hrekklausa einfeldni Hregg- viðar og innilega, háttvísa nærgætni hins afskekkta en brjóstgreinda íslenzka al- *) sem þar fer auðvitað prýðilega á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.