Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 24
Hall Caine. M O N A. (Saga um tvo einstaklinga). Jakob Ó. Pétursson þýddi. Höfundur sögu þessarar er einn fremsti rit- höfundur Breta, dáinn fyrir nálega 2 árum. Hann er fæddur á eynni Man í írska hafinu, og þar gerist eftirfarandi saga og fleiri sögur hans. Hall Caine er að minni hyggju of lítið kunnur meðal fslendinga. Með þýðingu sögu þessarar vildi ég bæta úr því. Áður hefur verið stigið spor í sömu átt. Það var með hinni góðu þýðingu mag. Guðna Jónssonar á sögunni »The Prodigal Son« (»Glataði sonur- inn«), sem kom út í Beykja.vík fyrir nokkrum árum. Gerist saga sú að miklu leyti hér á fs- landi og hefur verið sýnd hér sem kvikmynd. Eftirfarandi sögu, sem á frummálinu ber nafn- ið »The Woman of Knockaloe«, sá ég á kvik- mynd í Beykjayk fyrir 6—7 árum síðan, og vaknaði þá fyrst athygli mín á höfundinum. Kvikmyndin hét »Gaddavír«. í danskri þýðingu er sagan nefnd »Mona« eftir aðalpersónu sög- unnar og þykir heppilegra að halda því nafni hér. Auk framantaldra sagna hafa eftirtaldar sögur þessa höfundar komið út í danskri þýð- ingu: »Manboen«, »Trællen«, »Den hvide Pro- fet«, »Dommeren«, »Kvinden du gav mig«, »Menneskets Herre«, »En Kristen«, »Synde- bukken« og »Den hvide Stad«. Það er heilbrigð og kristileg lífsskoðun og aðburða góðar mannlýsingar, sem hefja Hall Caine í sess fremstu rithöfunda, og friðarboð- skapur hans, sem skýrast kemur fram í þess- ari sögu, á brýnt erindi til allra, ekki sízt nú, þegar ófriðarblikan vofir á ný yfir heiminum. Þýð. FORMÁLI HÖFUNDARINS. Ég finn mig knúðan til að segja, — hvaða afsökun eða skýring, sem í því kann að felast — að eftirfarandi saga birtist mér í aðaldrátt- um í draumi, sem mig dreymdi nótt eina í byrj- un desember 1922. Þegar ég vaknaði í hinni gráu aftureldingu, mundi ég drauminn gerla. Ég' slcrifaði hann upp fljótt og í fám orðum í nútíð, án minnstu áreynslu, ekki eins og rólega áframhaldandi sögu, heldur sem ósamstæða at- burði, er ýmist voru óljósir eða skýrir, nákvæm- lega eins og mig hafði dreymt. Er ég hafði gert þetta, varð mér það allt í einu ljóst, að draum- ur minn hafði í fyrsta lagi atburði að geyma, sem raunverulega höfðu gerzt, en sem algerlega voru mér gleymdir. I öðru lagi, að hann gat ekki á annan hátt krafizt liokkurs raunverulegs sambands við þær stöðvar, sem hann gerðist á, og að lokum, að hann var einskonar líking, sem í búningi þessarar litlu sögu um tvo einstak- linga, bar svip þeirra tilfinninga, sem lengi höfðu lagzt þungt á mig, við að sjá von mína um blessunarríkan frið, sem skyldi útrýma öll- um ófriði og leggja grundvöll að hinni glæstu framtíð mannkynsins, eyðilagða og sundraða. Það var margt, sem mælti með því, að ég frestaði ekki svo þýðingarmiklu hlutverki að skrifa upp draum minn í söguformi, en einnig nokkuð, sem mælti með því, að ég gerði enga tilraun til að birta neitt, sem kæmi svo í bága við tíðarandann, en ég varð samt að rita þetta til að gefa mínum eigin tilfinningum útrás, og hérna er það. Þegar ég nú birti það, geri ég það með hálfum huga og aðeins þeirri einu von, að í því sundrungarástandi, sem heimurinn er á þessum tímum, meðan þjóðirnar eru að vaxa að öfund og hatri, að óhamingju og eymd og stefna í áttina til auðsjáanlega óumflýjan- legrar byltingar, gæti jafnvel svo lítilfjörleg— ur hlutur sem þetta stuðlað að því að hjálpa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.