Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Qupperneq 36

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Qupperneq 36
30 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Mona reynir að fara að ráðum höfuðs- mannsins, en hjarta hennar blæðir við það. Jafnvel þær stundir, er hún eyðir hjá föður sínum, gefa henni ekki styrk framar. Gamli maðurinn er nú orðinn svo hress, að hann getur setið í stól í svefnherberginu og tekið á móti heim- sóknum einstakra nágranna. Einn þeirra, málugur piltur, segir honum frá stóru farþegaskipi, sem þýzkur kafbátur hafi sökkt, og að meira en þúsund manna hafi farizt. Gamli maðurinn kemst í ógurlega æs- ingu. »ó, að Drottinn vildi eyða þessum myrkursins sonum af jörðunni. ó, að skipstjórinn á kafbátnum fái aldrei framar sofið nokkra nótt, það sem hann á eftir æfinnar. ó, að óp hinna drukkn- andi farþega megi kvelja sál hans til efsta dags, og að honum verði útskúfað um alla eilífð«. »Vertu rólegur, pabbi«, segir Mona. »Þú veizt að læknirinn segir að þú meg- ir ekki verða æstur. Er það þar að auki sæmandi fyrir kristinn mann að óska þess, að einhver sérstakur maður gjaldi synda sinna hinum megin grafar, og sál hans fari til helvítis?« En þegar hún var orðin ein inni í her- bergi síníi, veit hún, að hinn kristilegi kærleikur hennar er aðeins blekking. »Hjálpaðu mér, guð! Hjálpaðu mér! Sendu mér eitthvað til hjálpar!« hrópar hún. Einn sunnudagsmorgun kemur höfuðs- maðurinn í heimsókn til föður hennar, og hún fylgir honum upp. Hann tekur lítið skinnveski upp úr vasa sínum, opn- ar það með því að þrýsta á fjöður og sýnir þeim stríðsorðu. »Hvað er þetta?« spyr gamli maðui’- inn. »Það er Viktoríukrossinn, gamli vinur, sem sonur yðar var sæmdur fyrir auð- sýnda hreysti, og sem konungurinn send- ir yður nú«. Gamli maðurinn þurrkar augu sín og segir: »En hver á að bera hann nú, þegar Robbie er dáinn?« »Má ég koma með uppástungu?« segir höfuðsmaðurinn. »Látið dóttur yðar bera hann. Er það ekki góð hugmynd?« »Jú, það er það sannarlega«, segir Mona, og hún þrýfur orðuna í flýti og festir á brjóst sér. Morguninn eftir finnst henni kjarkur- inn meiri vegna orðunnar á brjóstinu, og hún horfir hiklaust í augu óskars Heine, þegar hann kemur eftir mjólkinni. Hann sér orðuna og spyr, hvað hún tákni og hvaðan hún sé, og Mona reigir sig og segir honum, næstum þrjózkulega, hvað Robbie h'efur -afrekað í stríðinu. »Það hlýtur að hafa verið afbragðs maður, hann bróðir yðar«, segir óskar. Mona grýpur andann á lofti. Allt dramb hennar og mótstöðuafl hjaðnar. Ensku blöðin halda áfram að koma, og kvöld nokkurt finnur Mona bréf frá enskum hermanni til fjölskyldu sinnar, mitt á meðal frásagna um þýzk hryðju- verk. í bréfinu segir hermaðurinn frá því, að einn óvinanna hafi hjálpað hon- um. Hann hafði særzt í orrustu í Belgíu, og var skilinn dauðvona eftir á vígvell- inum. Um nóttina hafði hann skriðið mílufjórðung á maganum yfir landsvæði, sundurrifið af sprengikúlum, heim að af- skekktum bæ, eftir tilvísan ljóstýru úr einum glugganum. Það kom í Ijós, að húsbóndinn var Þjóðverji, en hafði þó sýnt það, að hann var heiðursmaður, því þó að nokkrir fyrirliðar úr hinni sigur- sælu, þýzku herdeild sætu þar inni í stofu við drykkju og söng, flutti hann særða, enska hermanninn á laun ofan í kjallara

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.