Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Síða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Síða 37
MONA 31 og hjálpaði honum til að flýja morgun- inn eftir. Skyndileg hugkvæmd, sem á óljósan hátt stendur í sambandi við óskar, rek- ur Monu til þess að fara upp á loft með blöðin og lesa bréf unga mannsins upp- hátt fyrir föður sinn. »Þarna getur þú séð, að til er bæði gott -og illt í öllum þjóðflokkum. Gamli, þýzki "bóndinn hlýtur að hafa verið góður mað- ur«, segir hún. Þá sezt gamli maðurinn upp í rúminu og segir reiðilega: »Það getur verið, að hann sé það, en hver veit, nema hann sé faðir óþokkans, 'sem hitti son minn í hjartað?« Mona missir blaðið og flýr út úr stof- unni, og gamli maðurinn hrópar eftir •henni með ásakandi, raunalegri röddu: »Hvað gengur að þér, stúlka ? Ég skil -ekki hvað í ósköpunum gengur að þér!« 5. KAPITULI. Einn morguninn heyrir Mona þær fregnir, er virðast gefa henni bolmagn gegn hinum leyndardómsfulla óvini. Einn fanginn frá fjórðu deild, sem er næst hæðinni, hefur verið handsamaður um nóttina í flóttatilraun gegnum jarðgöng, sem lágu frá svefnsalnum út á bersvæði hjá »Corins Folly«. Málið var fengið höf- uðsmanni í hendur, og hann hafði vísað því til dómstólsins í Peel. En hve þessir þjóðverjar voru óþakklátir! Ekki höfðu þeir nú yfir neinu að kvarta! Mona flýtir sér til dómhússins. Salur- inn er fullur af lögregluþjónum, varð- niönnum og fólki úr þorpinu. Landstjór- anum hafði verið send tilkynning, og hann situr nú á dómarabekknum mitt á nieðal dómaranna. Fanginn situr á á- kærðrabekknum og einn hermaður við hvora hlið hans. Monu verður bilt við að sjá hann. í stað hins forherta syndara, sem hún bjóst við að finna, sér hún magran, fölan og óttasleginn mann með hitasóttargljáa í augum. Fyrirliði varðmannanna og einn af hans eigin félögum koma fram sem vitni. í fulla tvo mánuði hefur hann unnið að því að grafa jarðgöng, sem áttu upptök sín undir rúmi hans og lágu út fyrir gaddavírsgirðinguna. Hann hafði unnið dag og nótt meðan hinir fangarnir sváfu og falið moldina, sem hann gróf upp, undir leiksviðinu í leikhúsi herbúðanna, sem jafnframt var kirkja þeirra. Á síð- ustu stundu, einmitt þegar hann var að skríða út úr göngunum í myrkrinu, var hann tekinn af einum verðinum, sem fengið hafði tilkynningu um flóttann frá rekkjunaut fangans. Frásögnin um þessi svik milduðu þeg- ar tilfinningar Monu gagnvart fangan- um, og þegar hann svarar spurningum landstjórans, sem eru settar fram í hörð- um, ströngum tón, og segir þar með sögu sína með titrandi röddu, verður hún þess vísari, að tár hennar falla ofan á heið- ursmerkið á brjósti hennar. Hann hefur starfað sem hárskeri, er kvæntur enskri konu og á með henni 2 ungbörn. Þegar hann var kvæntur, hafði hann í hyggju að vinna sér ríkisborgara- rétt, en þegar hann hafði aurað nokkurn- veginn nógu saman til þess, varð kona hans veik, sem þá gekk með fyrra barn- inu, og hann varði peningunum til að kaupa konunni sveitardvöl. Síðan hófu þau verzlun í einu af úthverfum London- borgar, og þar hafði afgangur fjársins gengið til þurrðar. »Komist þér nú að málinu. Þér spillið tíma réttarins!« segir landstjórinn. Hikandi heldur fanginn áfram sögu sinni. Kona hans hafði skrifað honum vikulega fyrst eftir að hann fór í varð- haldið og sagt honum frá líðan sinni og barnanna. Yngra barnið, lítil stúlka,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.