Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 21
LYKILLINN 15 að hurðin var ólæst.... Hurðin laukst upp — hægt og hægt, — 'ég heyrði að það marraði dálítið í hjörunum.... Og svo var kveikt. Ég stökk fram úr rúminu í hálfgerðu æði, því við dyrnar stóð — ekki gamla konan, sem ég bjó hjá, heldur hin — konan — sú sama, sem ég hafði staðið augliti til auglitis við fyrir lítilli stundu -— í uppganginum, þar sem hinn hrylli- legi atburður gerðist. Hún var ekki rifin eða hálfnakin leng- ur, en í gamalli kápu, með sjal yfir sér, og hattlaus. Eitt augnablik stóðum við og horfð- umst í augu. Augu hennar sögðu ekki neitt. Það var eins og að horfa í grugg- T-igan vatnspoll. »Hún er gengin af vitinu — hún hefir orðið brjáluð«, var það fyrsta, sem mér flaug í hug — og ég fann hvernig svit- inn spratt út um mig allan. ósjálfrátt greip ég sloppinn, sem enn lá á stólnum, þar sem ég hafði fleygt honum um kvöld- ið, þegar ég fylgdi stúlkunum út, og fór í hann, og eins ósjálfrátt dró ég fram stólinn og bauð henni með bendingu til sætis.... Og hún settist í raun og veru — mér eins og létti við að sjá hana setjast, — að sjá hana sitja í stólnum, þar sem ég var vanur að sitja sjálfur, rétt eins og hverja aðra manneskju! Sjálfur sett- ist ég á rúmstokkinn andspænis henni. Við þögðum bæði. En brátt varð þessi þögn • mér alveg óbærileg. Þetta var allt oitthvað svo óeðlilegt, eitthvað eins og utan við við allan veruleika. »Ég veit ekki.... veit ekki....« stamaði -— »skil ekki... þér höfðuð lykil____«. Hún gerði ofurlitla hreyfingu, og ég þagnaði. »Lykil? — Já, en læsingarnar eru víst allar líkar í þessu húsi«. Mér flaug í ^ag', að ég hefði heyrt þessi sömu orð sögð einmitt þettg, sama kveld... og ég átti þetta þó allt saman upp á það, að læsingarnar voru eitthvað hver annari ólíkar — og svo kom þessi ógæfusama, óþekkta kona með lykil', sem hjálpaði henni til að geta gengið rakleitt inn að rúminu mínu. — Og þó að mér væri allt annað en hlátur í hug, þá held ég næst- um því að ég hafi brosað. Mér fannst þetta allt of óeðlilegt til þess að geta ver- ið annað en mar-draumur — og þá var það einmitt eins og átti að vera, að lyk- illinn væri öðru hvoru að vefjast fyrir... »Auk þess vissi ég, að þessi lykill gekk að þessari íbúð, því hún frú Svensson á hann sjálf« (frú Svensson, það var ein- mitt gamla konan mín). Rödd hennar var lág, dálítið hás og þyrkingsleg og alveg hljómláus, en hún talaði ofur rólega og eitthvað svo hversdagslega, — allt of hversdagslega, fannst mér, eftir kring- umstæðunum. »Ég þekki yður«, hélt hún áfram í sama tón, — »því að ég hef oft séð yður. — Það voru krakkarnir mínir sem þér gáfuð brjóstsykur hérna úti í garðinum á dögunum«. — Mig rámaði eitthvað i það, að ég hefði af einhverri tilviljun haft svolítinn poka með brjóstsykri í vasanum einn daginn, þegar ég gekk yfir garðinn, og að ég hefði gefið hann ógnarlega ræfils- og eymdarlegum krökk- um, sem ég hafði séð vera að róta í sorptunnu í einu horninu. — Ég hafði víst ekki gert það af neinni manngæzku, heldur einungis af því, að krakkarnir nú voru þarna — og ég var með brjóst- sykrið í vasanum, og hefi fráleitt kært mig um það sjálfur, að minnsta kosti höfðu börnin ekki verið í huga mínum síðan. »Ég þvæ líka tröppur og stiga hérna í húsinu«, bætti hún við, eins og til frekari skýringar á því að hún þekkti mig. Hún þagnaði við og ég beið átekta. »Mér fannst réttast að tala við yður,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.