Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Side 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Side 21
LYKILLINN 15 að hurðin var ólæst.... Hurðin laukst upp — hægt og hægt, — 'ég heyrði að það marraði dálítið í hjörunum.... Og svo var kveikt. Ég stökk fram úr rúminu í hálfgerðu æði, því við dyrnar stóð — ekki gamla konan, sem ég bjó hjá, heldur hin — konan — sú sama, sem ég hafði staðið augliti til auglitis við fyrir lítilli stundu -— í uppganginum, þar sem hinn hrylli- legi atburður gerðist. Hún var ekki rifin eða hálfnakin leng- ur, en í gamalli kápu, með sjal yfir sér, og hattlaus. Eitt augnablik stóðum við og horfð- umst í augu. Augu hennar sögðu ekki neitt. Það var eins og að horfa í grugg- T-igan vatnspoll. »Hún er gengin af vitinu — hún hefir orðið brjáluð«, var það fyrsta, sem mér flaug í hug — og ég fann hvernig svit- inn spratt út um mig allan. ósjálfrátt greip ég sloppinn, sem enn lá á stólnum, þar sem ég hafði fleygt honum um kvöld- ið, þegar ég fylgdi stúlkunum út, og fór í hann, og eins ósjálfrátt dró ég fram stólinn og bauð henni með bendingu til sætis.... Og hún settist í raun og veru — mér eins og létti við að sjá hana setjast, — að sjá hana sitja í stólnum, þar sem ég var vanur að sitja sjálfur, rétt eins og hverja aðra manneskju! Sjálfur sett- ist ég á rúmstokkinn andspænis henni. Við þögðum bæði. En brátt varð þessi þögn • mér alveg óbærileg. Þetta var allt oitthvað svo óeðlilegt, eitthvað eins og utan við við allan veruleika. »Ég veit ekki.... veit ekki....« stamaði -— »skil ekki... þér höfðuð lykil____«. Hún gerði ofurlitla hreyfingu, og ég þagnaði. »Lykil? — Já, en læsingarnar eru víst allar líkar í þessu húsi«. Mér flaug í ^ag', að ég hefði heyrt þessi sömu orð sögð einmitt þettg, sama kveld... og ég átti þetta þó allt saman upp á það, að læsingarnar voru eitthvað hver annari ólíkar — og svo kom þessi ógæfusama, óþekkta kona með lykil', sem hjálpaði henni til að geta gengið rakleitt inn að rúminu mínu. — Og þó að mér væri allt annað en hlátur í hug, þá held ég næst- um því að ég hafi brosað. Mér fannst þetta allt of óeðlilegt til þess að geta ver- ið annað en mar-draumur — og þá var það einmitt eins og átti að vera, að lyk- illinn væri öðru hvoru að vefjast fyrir... »Auk þess vissi ég, að þessi lykill gekk að þessari íbúð, því hún frú Svensson á hann sjálf« (frú Svensson, það var ein- mitt gamla konan mín). Rödd hennar var lág, dálítið hás og þyrkingsleg og alveg hljómláus, en hún talaði ofur rólega og eitthvað svo hversdagslega, — allt of hversdagslega, fannst mér, eftir kring- umstæðunum. »Ég þekki yður«, hélt hún áfram í sama tón, — »því að ég hef oft séð yður. — Það voru krakkarnir mínir sem þér gáfuð brjóstsykur hérna úti í garðinum á dögunum«. — Mig rámaði eitthvað i það, að ég hefði af einhverri tilviljun haft svolítinn poka með brjóstsykri í vasanum einn daginn, þegar ég gekk yfir garðinn, og að ég hefði gefið hann ógnarlega ræfils- og eymdarlegum krökk- um, sem ég hafði séð vera að róta í sorptunnu í einu horninu. — Ég hafði víst ekki gert það af neinni manngæzku, heldur einungis af því, að krakkarnir nú voru þarna — og ég var með brjóst- sykrið í vasanum, og hefi fráleitt kært mig um það sjálfur, að minnsta kosti höfðu börnin ekki verið í huga mínum síðan. »Ég þvæ líka tröppur og stiga hérna í húsinu«, bætti hún við, eins og til frekari skýringar á því að hún þekkti mig. Hún þagnaði við og ég beið átekta. »Mér fannst réttast að tala við yður,

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.