Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Page 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Page 29
MONA 23 -ætlar að vera kyrr vegna föður síns, en hún hatar þá hugsun að þurfa að lifa hér meðal allra þessara Þjóðverja og taka þátt í að annast um þá. »Það verður verra en að vera í stríð- :inu, þúsund sinnum verra!« Fjórtán dagar eru liðnir. Vagnar, hlaðnir tígulsteinum, trjávið og öðru byggingarefni, ásamt feiknastórum ^gaddavírsströnglum, eru komnir, og fjöldi múrara og trésmiða vinna allan daginn og langt fram á nætur. ófrýnar steinlagðar stéttir liggja yfir græna vell- ina. Grasivaxni gangstígurinn, sem lá frá bænum ofan á þjóðveginn, er nú breyttur í breiðan, nakinn veg. Lim- gerðin, sem farin voru að blómgast, hafa verið höggvin niður, og langar raðir af •ógeðslegum skúrum með tjörguðum þök- nm hafa risið upp. Það er sem allt hafi gengið fyrir göldrum. Vinstra megin vegarins er stór, af- girtur flötur, þegar tekinn til notkunar. Það er líkast villidýrabúri og er kallað »fyrsti skáli«. Mona er nú ein kvenna á heimilinu. Öllum vinnukonunum hefur verið sagt upp, en vinnumenn og léttadrengir koma í staðinn. Seinasta stúlkan, sem fer það- •an, er framhleypin stelpa frá Peel, Liza Kinnish að nafni. Áður en stríðið hófst, var hún að halda sér til fyrir Robbie. Núna, þegar aðrir menn koma, vill hún gjarna vera kyrr, en Mona lætur hana fara eins og hinar. Það er um kvöld. Mona heyrir síðustu lestina blása, þegar hún ekur inn á stöð- ina, og litlu síðar lágvært hljóð samstiga skrefa, eins og herdeild komi í fylkingu neðan þjóðveginn. Það er fyrsta deild Þjóðverjanna. Hún stendur í dyrunum og virðir þá fyrir sér, meðan þeir beygja upp á veg- inn, heim að bænum. Það er löng fylk- ing manna í dökkum treyjufötum. Þeir ganga tveir og tveir saman, en fram. með flokknum eru raðir enskra her- manna. Það fer hrollur um Monu. Henni virðist fylkingin líkjast stórri, svartri slöngu, sem hlykkjast áfram. Morguninn eftir hefur hún tækifæri til að virða þá fyrir sér úr svefnher- bergisglugganum sínum. Þeir eru önug- ir og fáskiptnir að sjá, en flestir vel klæddir og líta út fyrir að vera af góð- um heimilum. Þegar hún fer í fjósið tal- ar hún við einn af varðmönnunum. Hann segir henni, að menn þessir séu mai'gir ríkir, hafi rekið stórar verzlanir í Lon- don og búið í fallegum húsurn, jafnvel höllum. Seinna fær hún að vita hjá föð- ur sínum, að þeir hafi kvartað yfir skýl- unum og matnum. »Lofum þeim að kvarta«, segir hún. »Þeir verðskulda ekki betra«. Gamli maðurinn getur ekki stillt sig um að malda ögn í móinn. Þeir eru þó fangar og þeim bægt frá því að vera með konum sínum og börnum. »Já, en líður þeim þá ver en okkar mönnum, sem eru á vígstöðvunum og berjast? Þessir viðbjóðslegu hræsnarar og svikarar!« »Þú ert harðbrjósta, stúlka mín, þú ert harðbrjósta«, segir gamli maðurinn. Enn líða 14 dagar. »Annar skáli« er nú tilbúinn. Um kvöldið, rétt á sömu stundu og síðast, heyrir Mona aftur þetta samstiga fótatak á þjóðveginum. Það er önnur sveit Þjóðvei'ja, sem kemur og þeir líta ver út en hinir fyrstu. Þeir eru þunglamalegir, óhreinir, með dýrs- legan svip, og margir þeirra tötrum bún- ir. Flestir eru sjómenn, sem hafa verið teknir í skipakvínum í Liverpool og Glas- gow, og surnir sóttir í skip úti á rúmsjó. En þeir eru allir í góðu skapi, eða látast

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.