Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Qupperneq 50

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Qupperneq 50
44 NÝJAR EVÖLDVÖKUR »dramatískur skáldskapur«, þar sem ægir saman mörgum greinum listarinnar og lýríkin helzt í hendur við athöfn á leik- sviði. Hulda er þegar orðin svo þjóðkunn skáldkona að óþarfi er að fara um hana mörgum orðum. Nærri því tuttugu og fimm ár eru liðin síðan að hin fyrstu kvæði hennar komu út og sum ljóð henn- ar eru nú sungin um land allt. Menn tóku fljótt eftir því, að þessi huldumær norð- ur við íshafið átti undurþýðai og mjúka hörpu og sló hana kunnáttusamlega og þar héldust í hendur góðir vitsmunir og næm tilfinning fyrir fögru máli. Allt er fagu.rt hjá álfum og svo var um þessi kliðmjúku, tárhreinu Ijóð hinnar íslenzku sveitastúlku, sem alizt hafði upp við lind og stekk og baðað sál sína í bláma lofts og lagar, friði heiðardalsins og birtu vorsins. Auk þess var það þá nærri því einsdæmi, að kornung, íslenzk stúlka birti eftir sig ljóðasafn. Mönnum hafði þá naumast komið til hugar, að aðrar og fleiri hugrenningar gætu hreyft sér í sál- um ungra kvenna en þær, sem snerust um matseld og þjónustubrögð. Síðan þessi kvæði komu út 1909 hefur Hulda gefið út mörg ljóðasöfn og smá- sögusöfn, og sami ljúfi æskublærinn hef- ur hvílt yfir þeim öllum. Margvísleg lífs- reynsla hefur að sjálfsögðu hlaðizt á herðar hennar. Hún hefir tekið sér hús- móðurskyldur á herðar,er manni gefin og á uppkomin börn. Þrátt fyrir þetta hljómar ennþá hinn blíði og hreini strengur æskunnar í brjósti hennar. Þetta síðasta jóðasafn Huldu: Þú hlust- ar Vör, er flokkur kenndaljóða, að mörgu leyti einstæður í sinni röð í íslenzkum bókmenntum. Það er algengt, að karl- menn geri sér títt um ástir sínar í Ijóð- um og útmáli þær í öllum þeirra marg- víslegu víðáttum. Hitt er sjaldgæfara að heyra rödd konunnar, sem ekki ætti að hafa minna um þessa »guðdómlegu ko- medíu« að segja. Við höfum ástríðu- þrungin andvörp Skáld-Rósu í sundur- slitnum vísuhelmingum. Hulda kemur með heilan ljóðaflokk, þar sem hún hrær- ir innstu strengi sálar sinnar við fót- skör ástargyðj unnar og skriftar fyrir henni sín helgustu leyndarmál. Það er víða hrífandi fegurð yfir þessum línum. Kvæðin eru misjafnlega viðamikil, eins og slík kvæði verða að jafnaði. En þau eru ósvikin, ekkert orðaskrúð eða sam- píningur ímyndaðra tilfinninga, heldur rödd úr djúpum hjartans, einlæg og fölskvalaus. íslenzkar konur eiga hér göfugan fulltrúa á ljóðaþingi Várar og hugþekkar munu slíkar dætur gyðjunni, þar sem hún hlustar á hjartaslög þeirra úr höll sinni við hinn endann á friðar- boganum. Maður dregur skó af fótum sér og hlustar með á þetta»huldumál, sem ástin á«: »Senn styttist leið — í ljóma heiðum skín þinn lundur, Vör, og’ kallar mig' til sín. Ein hef eg gengið urð og flugabrúnir, ein hvílst um nótt og lesið stjörnurúnir og' hlustað alein þegar þögn gaf svar; einmana vincl um vængi sterka beðið sem völva ein á nóttu ljóð mín kveðið er æfin blakti eins og ljóssins skar. Ei fylgír neinn er feril sál skal hefja. og’ fjarlægjast þau mörk, er villá og tefja. Kom blessuð ró, er býr í þessum fjöllum, þú blessuð dís, er ræður efstu höllum, minn veika fót mun finna láta stig. Þann hug, sem útsýn fegri og fegri þráir þú, frjáls af duftsins skugga eigi smáir, þín líkn sér þá, sem leita og biðja þig. Sjá, allt er þitt, sem ung í dölum fann ég og allt, er þrautum treyst á leiðum vann ég«.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.