Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 46
40 NÝJAR KVÖLDVÖKUR að plönturnar geti framleitt efni þessi, sykur og mjölvi, þurfa þær að vera grænar, en græna litinn fá þær af ara- grúa örsmárra korna, sem lituð eru af efni því, sem laufgræna nefnist. Einnig þurfa þær að vera í birtu. Birtan veitir þeim orku til að leysa sundur efni og sameina önnur ný. Engar aðrar líf- verur á jörðunni geta breytt ólífrænum efnum i önnur lífræn, og má því með sanni segja, að grænu plönturnar séu undirstaða alls annars lífs á jörðunni. Ekki neyta plönturnar samstundis alls þess, er þær afla, heldur geyma nokkuð af því til síðari tíma, eða þær safna þvi fyrir í fræ sin, svo að þau hafi nokkurt nesti til fyrstu starfa sinna. Þessi forði er það, sem vér menn einkum sækjumst eftir og gerir plönturnar svo verðmætar fyrir oss. Á það sérstaklega við um þenna flokk nytjaplantnanna, er hér um ræðir, brauðplönturnar. Svo má heita að allar þjóðir þekki brauð og korn, og víða um lönd er það aðalfæðutegund manna, svo að víða hefir brauð fengið sömu merkingu í máli og viðurværi almennt. Þannig hefir það einnig orðið í máli okkar íslendinga, og höfum við þó alt fram á síðustu öld verið mjög lítt brauðetandi þjóð. Merkustu korntegundirnar eru: rúgur, hveiti, hygg, hafrar, maís og hrísgrjón, en auk þeirra má nefna hirsi, negrahirsi, blóðhirsi og dúrra. Tegundir þær, sem nú eru nefndar, eru allar af grasættinni. En af merkum mjölvisplöntum annara ætta má nefna: bókhveiti og sagopálma. Skal nú snúið að lýsingu einstakra teg- unda. a. Rúgur (Secale cereale). Rúgurinn, sú korntegund, sem vér ís- lendingar neytum mest af, telst til ax- grasanna. Smáöx hans eru tvíblóma og stendur aðeins eitt þeirra við hvern lið á axleggnum (axhelmunni). Axagnirnar eru yddar, og neðri blómögnin er teygð út í langa týtu. Kornin eru löng og frem- ur mjó og eru laustengd við blómagnirn- ar, falla þau því auðveldlega úr axinu. Rúgurinn getur naumast frævað sig sjálfur, en þegar æxlunarblöð hans fræfl- ar og frævur, eru fullþroska, vaxa hvort- tveggju út úr axinu, og grípur þá vind- urinn frjóduftið og þyrlar því yfir akr- ana. Er frjómergðin svo mikil, að engu er líkara en að laust ský svífi þá yfir ökrunum. Þetta gerist þó því aðeins, að veður sé gott, annars opnast blómin ekki. Eru því góðviðri um frævunartímann harðla mikilvæg fyrir rúguppskeruna. Getur hún oft brugðizt stórkostlega, ef veður er óhagstætt um þær mundir, sem frævunin fer fram. Rúgur vex nú hvergi villtur, en í mið- jarðarhafslöndunum og vesturhluta Asíu, allt austur í Vestur-Persíu og Kákasus- lönd vex skyld plöntutegund, sem f jalla- rúgur nefnist. Er hann fjölær planta, en akurrúgurinn, sem talinn er vera af- komandi hans er einær (sbr. þó það sem síðar er sagt). Óvíst er um, hvar eða hvenær rúgur hafi fyrst verið ræktaður. En marg-t virðist benda til þess, að ræktun hans hafi hafizt í löndunum við Kaspiska haf- ið, og borizt þaðan yfir Suður-Rússland til Vestur-Evrópu. Elztu sagnir, er menn hafa af rúgi, eru hjá rómverska náttúru- fræðingnum Pliniusi yngra (23—79 e. Kr.). Telur Plinius rúginn lítilsverða korntegund, er ræktuð sé í Norður-ítalíu. Einkennilegt er, að nafn rúgsins er næst- um hið sama hjá slavneskum þjóðum og vestrænum, gæti það, e. t. v. bent á aust- rænan uppruna hans, eða að ræktun hans hafi byrjað meðal hinna austrænu þjóða. Elztu minjar rúgs á Norðurlöndum eru fundnar í rústum á eyjunni Gotlandi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.